Fréttablaðið - 13.12.2002, Side 16
16 13. desember 2002 FÖSTUDAGUR
FÓTBOLTI Stjórn Everton ætlar að
bjóða Wayne Rooney, framherjan-
um unga, nýjan samning fyrir jól.
Samningur Rooneys við Everton
rann út á miðnætti í gær. Á sama
tíma tók gildi samningur leik-
mannsins við nýjan umboðsmann.
Upphaflega ætlaði Rooney að
skrifa undir þriggja ára samning
á 17 ára afmælisdegi sínum í októ-
ber. Hann ákvað hins vegar að slá
því á frest.
Everton hefur mikinn áhuga á
að gera nýjan samning við Roo-
ney en hann er ein skærasta
stjarna enskrar knattspyrnu.
Talið er að félagið muni bjóða
honum samning til fimm ára.
Mörg stærstu félögin í ensku úr-
valsdeildinni hafa verið á höttun-
um eftir Rooney en hann hefur
sjálfur lýst því yfir að hann vilji
vera áfram hjá Everton. ■
Wayne Rooney:
Sá efnilegasti
samningslaus
EFNILEGUR
Rooney stekkur upp á bak Kevin Campell.
Talið er að Rooney muni brátt verða valinn
í A-landsliðið og verði þar með yngsti
landsliðsmaður Englands frá upphafi.
FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Ron-
aldo, leikmaður Real Madrid, hef-
ur verið kjörinn leikmaður ársins
af hinu virta tímariti World
Soccer. Hlaut hann rúm 26% at-
kvæði lesenda.
Ronaldo lék afar vel með
brasilíska landsliðinu á HM í sum-
ar og tryggði liðinu heimsmeist-
aratitilinn með því að skora bæði
mörkin í úrslitaleiknum á móti
Þýskalandi. Ronaldo varð jafn-
framt markahæsti leikmaður
keppninnar með átta mörk. Eng-
inn leikmaður hefur skorað jafn-
mörg mörk á HM síðan framherj-
inn Gerd Müller skoraði 10 mörk
fyrir Vestur-Þýskaland í keppn-
inni árið 1970.
Áður en HM hófst hafði Ron-
aldo átt í erfiðum meiðslum und-
anfarin þrjú ár. Tókst honum með
frábærri frammistöðu að kveða
niður allar gagnrýnisraddir um að
hann væri ekki líklegur til afreka
í keppninni.
Michael Ballack, sem stóð sig
vel með þýska landsliðinu á HM og
hjálpaði Bayer Leverkusen í úrslit
Meistaradeildar Evrópu, lenti í
öðru sæti. Brasilíumaðurinn Ro-
berto Carlos, samherji Ronaldo hjá
Real Madrid, varð þriðji í kjörinu.
Þess má geta að Ronaldo var á
dögunum kjörinn persónuleiki árs-
ins utan Bretlandseyja hjá breska
ríkistútvarpinu, BBC, fyrir endur-
komu sína á knattspyrnuvöllinn.
Hann er aðeins þriðji knattspyrnu-
maðurinn sem hlýtur viðurkenn-
inguna. Áður höfðu goðsagnirnar
Pele, landi Ronaldo, og Portúgalinn
Eusebio orðið fyrir valinu.
Alþjóða knattspyrnusamband-
ið, FIFA, velur leikmann ársins
þann 17. desember. Auk Ronaldo
eru tilnefndir þeir Oliver Kahn,
markvörður þýska landsliðsins, og
Frakkinn Zinedine Zidane. Ron-
aldo og Zidane hafa báðir hlotið
nafnbótina tvisvar sinnum. ■
Ronaldo
leikmaður ársins
Tímaritið World Soccer valdi Brasilíumanninn Ronaldo knattspyrnu-
mann ársins. Þjóðverjinn Michael Ballack og Roberto Carlos, landi
Ronaldo, urðu næstir í kjörinu. Ronaldo varð markahæstur á HM í
sumar með átta mörk.
RONALDO
Ronaldo fagnar heimsmeistaratitlinum
í sumar. Hann skoraði meðal annars
bæði mörk Brasilíu í úrslitaleiknum
við Þjóðverja.
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.00 Sýn
Sportið með Olís
18.30 Sýn
Trans World Sport
19.15 Hveragerði
Körfubolti karla (Hamar -
Skallagrímur)
19.15 Keflavík
Körfubolti karla (Keflavík -
Breiðablik)
19.15 Njarðvík
Körfubolti karla (UMFN - KR)
19.15 Seljaskóli
Körfubolti karla (ÍR - Snæfell)
19.30 Sýn
Alltaf í boltanum
20.00 Framhús
Handbolti karla (Fram - HK)
20.00 Kaplakriki
Handbolti karla (FH - Þór)
20.00 Vestmannaeyjar
Handbolti karla (ÍBV - Víkingur)
Gestgjafar EM í knatt-
spyrnu 2008:
Austurríki
og Sviss urðu
fyrir valinu
GENF,AP Austurríki og Sviss verða
gestgjafar í Evrópukeppninni í
knattspyrnu árið 2008. Valið var til-
kynnt af evrópska knattspyrnusam-
bandinu, UEFA, í gær.
Sex önnur tilboð komu einnig til
greina. Þau voru: Danmörk/Finn-
land/Noregur/Svíþjóð, Grikk-
land/Tyrkland, Skotland/Írland,
Rússland, Ungverjaland og að lok-
um Krótatía/Bosnía-Herzegóvína.
Evrópukeppnin í knattspyrnu
var síðast haldin fyrir tveimur
árum í Belgíu og Hollandi. Næsta
keppni verður haldin árið 2004 í
Portúgal. ■
FORSETI
Ralph Zloczower, forseti svissneska knatt-
spyrnusambandsins, á blaðamannafundi
skömmu áður en valið var tilkynnt.
AP
/M
YN
D