Fréttablaðið - 13.12.2002, Síða 19

Fréttablaðið - 13.12.2002, Síða 19
FÖSTUDAGUR 13. desember 2002 Leiktu flér úti - í vetur Allt fla› flottasta og n‡jasta í brettum og brettafatna›i. 15% afsláttur ef keypt er bretti, bindingar og skór. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 95 85 12 /2 00 2 Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. Spaðar gefa út „Skipt um peru“ : Hámenntað brimbrettadiskó TÓNLIST Spaðar hafa verið starf- andi í heila tvo áratugi. „Þetta er saumabriddsklúbbur mismun- andi menntaða miðaldra manna,“ útskýrir Sigurður G. Valgeirsson, fjölmiðlamaður og meðlimur Spaða. Auk Sigurðar eru í hljóm- sveitinni þeir Aðalgeir Arason líf- fræðingur, Guðmundur Ingólfs- son, ráðgjafi á Unglingadeild Landspítalan – Háskólasjúkra- húss, Guðmundur Andri Thorsson ritstjóri og rithöfundur, Guð- mundur Pálsson tónlistarkennari og dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Einnig eru í sveitinni þeir Hjörtur Hjartarsson tónlistar- kennari og Magnús Haraldsson kennari. Þessi fjölmenna mennta- sveit leikur þjóðlagaskotið brim- brettadiskó. „Við einbeitum okk- ur að dauðri tónlist, tónlist sem allir aðrir eru búnir að leggja á hilluna.“ Sigurður segir að í gegnum árin hafi sveitin mestmegnis fengist við þjóðlagatónlist. Á plöt- unni nýju megi þó finna nokkur diskó- og brimbrettalög. „En við erum búnir að vera það lengi í þjóðlagageiranum að tónlistin hefur þennan Spaðakeim á endan- um.“ Sigurður hefur verið með- limur síðustu 12 ár. „ Ég er samt rétt að sleppa í það að vera gamall Spaði. Er rétt að komast úr ung- liðadeildinni. Oftast erum við með ball í janúar eða febrúar. Það mæta um 400 manns á tónleika því við spilum ekki það oft. Við eigum nokkra áhangendur sem hafa safnast saman á 20 árum. Gömlu menntaskólabekkirnir eru að mæta.“ ■ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Einn Spaðanna sem halda útgáfutón- leika á Grandrokk í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.