Fréttablaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 13. desember 2002 Lokaþáttur Sopranos í Bandaríkjum: Tólf og hálf milljón áhorfenda SJÓNVARP Lokaþátturinn í fjórðu þáttaröðinni um Sopranos dró til sín tólf og hálfa milljón áhorfenda um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Þátturinn fékk næstmesta áhorf í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar, en mesta áhorfið fékk einmitt fyrsti Sopranos-þátturinn í þáttaröðinni. Að meðaltali horfðu um 11 milljónir áhorfenda á hvern þátt af þeim 13 þáttum sem sýndir voru. Það er um- talsverð bæting frá því í síðustu Sopranos-þáttaröð þegar „aðeins“ um 9 milljónir sátu við sjónvarps- tækin hverju sinni. ■ SOPRANOS Sopranos-fjölskyldan hefur notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár. „Smells Like Teen Spirit“: Besta smáskífulag allra tíma TÓNLIST Lagið „Smells Like Teen Spirit“ með hljómsveitinni Nirvana hefur verið valið besta smáskífulag allra tíma. Það voru lesendur rokktíma- ritsins Kerrang sem komust að þessari niðurstöðu. Alls voru 100 bestu smáskífurnar tilnefndar í tímaritinu. Lagið „Freak on a Leash,“ með Korn lenti í öðru sæti og „Chop Suey“ með System of a Down hreppti þriðja sætið. Eldri smáskífulög komust einnig inn á listann og þar náði hæst lag Black Sabbath, „Para- noid,“ sem fór í níunda sætið. ■ NIRVANA Hljómsveitin Nirvana sló í gegn með lag- inu Smells Like Teen Spirit.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.