Fréttablaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 2
Flugskýli 1 var reist af Bretum í síðari heimsstyrj- öldinni en Isavia hefur lagst gegn tillögum um friðun. Veður Hvöss norðaustanátt á NV- og V- verðu landinu og allhvöss vestlæg átt A-lands, annars yfirleitt hægari vindur. Víða snjókoma eða él, en þurrt að kalla A-til. Lægir víða í nótt, en áfram hvasst NV-til. Hrafnaþing Hrafninn er stærstur íslenskra spörfugla. Hann er staðfugl á Íslandi og er algengur um allt land. Hrafninn er duglegur að bjarga sér og hefur allar klær úti. Hann er mjög áberandi í byggð yfir veturinn, einkum þegar jarðbönn eru. Þessir voru að kroppa í Gufunesi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BRIDGE SKÓLINN Byrjendur (stig 1) 20. janúar 8 mánudagar frá 20-23 úrspilið (stig 3) 22. janúar 8 miðvikudagar frá 20-23 Stig 1 Allir geta lært að spila en það tekur svolítinn tíma í byrjun að komast af stað. Á námskeiðinu er farið yfir leikreglur og grundvallarsagnir í hinu vinsæla Standard-sagnkerfi. Ekkert mál að koma stakur/stök. Stig 3 Sögnum er lokið og útspilið komið á borðið. Þá er að standa við stóru orðin! Hvernig á að leggja á ráðin og spila eins og sannur meistari. Um það snýst námskeiðið. Ekkert mál að koma stakur/stök. upplýsingar og innritun í síma 898-5427 á netinu bridge.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MINJAR Mennta- og menningar- málaráðherra hefur tekið ákvörðun um að samþykkja tillögu Minja- stofnunar um að friðlýsa Flugskýli 1 á Reykjavíkurf lugvelli. Tillagan var lögð fram fyrir tveimur árum og á við stálburðargrindur skýlisins og upprunalegar rennihurðir sem smíðaðar voru af Bretum í síðari heimsstyrjöld. Í rökstuðningi Minjastofnunar segir að skýlið sé eitt elsta mann- virkið á vellinum og flest f lugfélög sem hafi starfað á Íslandi hafi á einhverjum tímapunkti verið með aðstöðu þar. Gamli flugturninn sem stendur nálægt skýlinu hefur þegar verið friðlýstur. Skýlið sjálft er í eigu Hilmars Ágústs Hilmarssonar en landið sem f lugskýlið stendur á er í eigu ríkisins. Isavia lagðist gegn friðlýsingu skýlisins. Í bréfi sem stofnunin sendi Minjastofnun vorið 2018 kom fram að samkvæmt samningi hefði Isavia rétt á því að rífa skýlið og fjarlægja það. Friðlýsing sem fæli í sér að byggingin yrði ekki fjarlægð jafnaðist á við eignarnám. - ab Friðun staðfest gegn vilja Isavia REYK JAVÍK Ýmislegt spennandi er að gerast á sviði vetraríþrótta á höfuðborgarsvæðinu. Á dögunum var kynnt ný framkvæmdaáætlun skíðasvæða í Bláfjöllum og Skála- felli sem gerir ráð fyrir mikilli fjár- festingu í nýjum skíðalyftum og tækjum til snjóframleiðslu. Alls verður fjórum milljörðum varið í framkvæmdir á svæðinu á næstu fimm árum. En það er líka innan höfuðborg- arsvæðisins sem menn horfa til frekari framkvæmda. Í desember var kynnt hugmynd um sérstakan Vetrargarð á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Í dag eru reknar þrjár skíða- brekkur innan höfuðborgarsvæðis- ins í umsjón frístundamiðstöðvar- innar Gufunesbæjar fyrir borgina. Sá rekstur glímir við það vandamál, eins og önnur skíðasvæði, að ekki er á vísan að róa varðandi opnunar- tíma svæðanna. Vetrargarðurinn mun mögulega leysa það vandamál að mestu leyti. „Þetta er eins konar Fjölskyldu- garður en með áherslu á vetrar- íþróttir. Hugmyndin er að auk skíðabrekkna verði þar meðal annars stökkpallar, túpubrautir og fjölbreytt leiktæki. Þá má nefna gönguskíðabraut og fjallahjóla- braut innan garðsins sem og veit- inga- og þjónustukjarni,“ segir Atli Steinn Árnason, framkvæmdastjóri Gufunesbæjar. Hann ítrekar að verkefnið sé á hugmyndastigi en á áðurnefndum fundi innan borgarkerfisins féll hugmyndin í góðan jarðveg. „Markmiðið er að slíkur garður yrði heilsársgarður. Við myndum lengja vetrartímabilið töluvert með snjóframleiðslu og á hlýrri tíma- bilum yrði meðal annars boðið upp á svokallaða þurrskíðun þar sem skíðað er niður sérstakar mottur. Það hefur gefið góða raun erlendis,“ segir Atli Steinn. Hann segir að garðurinn sé hugs- aður fyrir almenning en nýtist einnig afar vel fyrir byrjendur í skíðaíþróttinni. „Við sjáum þarna fyrir okkur að skíðafélögin geti nýtt aðstöðuna fyrir yngstu iðkendur auk þess sem leik- og grunnskólar á höfuðborgar- svæðinu geti heimsótt garðinn reglulega. Þannig myndu fleiri börn og unglingar læra á skíði eða snjó- bretti sem stuðlar í auknum mæli að aukinni hreyfingu, útiveru og bættri lýðheilsu. Skíðasvæðin utan borgarmarkanna njóta síðan góðs af, því að markhópurinn stækkar með aukinni þátttöku innn borgar- markanna,“ segir Atli Steinn. Hvað staðsetningu garðsins varðar er helst horft til svæðisins í kringum skíðalyftuna í Breið- holt en önnur svæði innan höfuð- borgarinnar eru einnig í skoðun. „Ég tel afar mikilvægt að ef la eins og kostur er skíðasvæðin í borginni sem eru í dag á Ártúns- höfða, í Breiðholti og í Grafar- vogshverfi. Það er mikill kostur að hafa slík svæði innan borgar- markanna. Brekkurnar eru við- ráðanlegar fyrir alla og stutt að fara. Vetrargarðurinn, eins og hann var kynntur fyrir ráðinu myndi lengja skíðatímabilið í borginni verulega. Næstu skref eru að setja af stað starfshóp sem fer yf ir staðsetningu, hönnun, kostnað, rekstrarfyrirkomulag og áfangaskiptingu,” segir Hjálmar Sveinsson, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkurborgar. bjornth@frettabladid.is Skoða hugmyndir um Vetrargarð í Reykjavík Hugmyndir um stofnun Fjölskyldugarðs innan borgarmarkanna með áherslu á vetraríþróttir eru nú til skoðunar hjá Reykjavíkurborg. Með slíkum garði yrði hægt að stunda vetraríþróttir allt árið. Starfshópur mun fara yfir málið. Flugskýli 1. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Möguleg staðsetning gæti orðið í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI LÖGREGLUMÁL Ís lenskur karl maður um fertugt er grunaður um að hafa orðið sam býlis manni móður sinnar að bana í Torrevieja á Spáni í fyrri- nótt. Maðurinn sem lést er Ís lendingur á sjö tugs aldri og var verknaðurinn framinn á heimili hans og móður meints á rásar manns á þriðja tím- anum aðfaranótt sunnudags að staðar tíma. Maðurinn var látinn þegar lög- regla kom á vett vang. Hinn grunaði er í haldi lög- reglunnar í Tor revi eja í suðurhluta Spánar þar sem fólkið hefur allt verið bú sett um nokkurt skeið. Svæðið í kringum Tor re vieja hefur verið eftir sóttur staður meðal Ís lendinga undan farin ár og hafa hafa margir fest kaup á húsi í borginni sem er í um 40 mínútna fjar lægð frá borginni Ali cante. – aá, ókp Íslendingur á sjötugsaldri myrtur á Spáni 1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.