Fréttablaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 4
JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250 HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI jeep.is AFMÆLISTILBOÐ VERÐ FRÁ: 10.390.000 KR. AFMÆLISTILBOÐ UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR LISTAVERÐ VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. STJÓRNSÝSLA Bæjarráð Fljótsdals­ héraðs hefur fyrir sitt leyti  sam­ þykkt samkomulag við ríkið um skiptingu leigutekna þessara aðila sem landeiganda á vatnasvæði Geit­ dalsárvirkjunar. Í þeirri útgáfu samkomulagsins sem bæjarráðið samþykkti eru sagðar hafa verið gerðar minni­ háttar breytingar sem ræddar hafi verið á fundinum. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um hafnar Björn Ingimarsson, bæjar­ stjóri Fljótsdalshéraðs, að afhenda afrit af hinum samþykkta samningi að svo stöddu. „Eins og fram kemur í afgreiðslu bæjarráðs þá er þetta afgreitt með ákveðnum breytingum sem þarf að bera undir hinn aðila samningsins, fjármálaráðuneytið, áður en hægt verður að ganga frá samningnum. Þegar endanlegur samningur liggur fyrir verður hægt að afhenda hann,“ segir bæjarstjórinn. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýs­ ingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir ekki búið að ganga frá sam­ komulaginu. „Um leið og það liggur fyrir er hægt að af henda þér það,“ segir í svari Elvu til blaðamanns. Geitdalsárvirkjun er verkefni samnefnds einkahlutafélags sem er í eigu Arctic Hydro. Áætlað er að afl virkjunarinnar verði allt að 9,9 megavött. „Megininnrennslið í Geitdalsá er úr Leirudalsá, sem rennur í gegnum nokkur vötn á leið sinni úr vestri. Eitt þessara vatna mun fara undir fyrirhugað miðlunarlón,“ segir í skýrslu verkfræðistofunnar Mann­ vits um framkvæmdina sem enn er í umhverfismati. Meðal þess sem tilheyrir fram­ kvæmdinni er þriggja ferkílómetra miðlunarlón 702 metra hæð  yfir sjávarmáli í Leirudal. Lengd stíf lu er áætluð um einn kílómetri og hæð hennar átján metrar. Hjörleifur Guttormsson, fyrrver­ andi alþingismaður Alþýðubanda­ lagsins og fyrrverandi iðnaðarráð­ herra, er einn þeirra sem andmælt hefur Geitdalsárvirkjun. „Hér er um að ræða náttúrufars­ lega afar verðmætt svæði sem er ósnortið víðerni án teljandi mann­ virkjagerðar en nýtt til sauðfjár­ beitar um aldir,“ segir í umsögn Hjörleifs. „Ég vil ekki trúa því að bæjar­ stjórn Fljótsdalshéraðs og sér­ fróðir sem vinna í hennar þágu fari að greiða götu virkjana á þessu svæði, þegar um er að ræða aðra og langtum mikilvægari kosti til fram­ tíðarnota,“ segir einnig í athuga­ semdum iðnaðarráðherrans fyrr­ verandi. gar@frettabladid.is Semja um landleigutekjur af virkjun Geitdalsár í Skriðdal Fjármálaráðuneytið og Fljótsdalshérað ganga frá samkomulagi um skiptingu leigutekna frá Arctic Hydro vegna fyrirhugaðrar virkjunar Geitdalsár. Bæjarráð hefur samþykkt samkomulagið en það fæst enn ekki afhent. Fyrrverandi iðnaðarráðherra er meðal þeirra sem andmælt hafa virkjunaráformunum. REYKJAVÍK Ekkert útboð og engar verðfyrirspurnir voru gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar í tengslum við framkvæmdir við innsiglingar­ vitann við Sæbraut sem vígður var í fyrra. Alls kostuðu framkvæmd­ irnar 43,6 milljónir króna en s a m k væmt i n n k aupa r eg lu m borgarinnar þurfa allar verklegar framkvæmdir sem kosta meira en 30 milljónir króna að fara í útboð. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að samningur­ inn við Suðurverk hafi upphaflega hljóðað upp á 27,6 milljónir króna sem sé undir útboðsmörkum. Síðan hafi verið samið við sama verktaka­ fyrirtæki um greiðslur upp á átta milljónir króna vegna umfangs og aðrar átta milljónir til að setja vit­ ann á staura. Verðmiðinn á vitanum hefur vakið athygli, átti hann að kosta 75 milljónir króna en fór meira en 100 milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga­ fulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að ekki hafi verið kannað verð hjá öðrum verktökum en Suðurverki þegar kom að fráganginum. „Suðurverk var valið vegna þess að góð reynsla er af fyrirtækinu í svipuðum verkum og þeir leystu verkið vel af hendi. Þeir unnu t.d. við frágang í kringum Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason sem vekur mikla lukku og er einn fjölmennasti ferðamannastaður borgarinnar,“ segir Bjarni. „Vitinn er nú þegar orðinn mjög vinsæll áfangastaður íbúa og ferða­ manna við Sæbrautina og mörgum frábærum myndum póstað af honum á samfélagsmiðlum sem fara um allan heim.“ -boþa Ekkert útboð og engar verðfyrirspurnir vegna innsiglingarvita Innsiglingarvitinn við Sæbraut var vígður á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Staðsetning helstu mannvirkja fyrirhugaðrar virkjunar í Geitdalsá samkvæmt frumhönnun Mannvits. Geitdalsá Þrýstipípa og vegur Vegur Leirudalslón Vatnasvið inntakslóns Vatnasvið Miðár Vatnasvið Leirudalslóns Inntakslón Leirudalsstí Veituskurður og garður Botnrás og inntak Inntaksstía Inntak í Miðá Stöðvarhús Hér er um að ræða náttúrufarslega afar verðmætt svæði sem er ósnortið víðerni án teljandi mannvirkjagerðar. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra S TJ Ó R N S ÝS L A Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norð­ urlandi eystra, Páll Winkel, fang­ elsismálastjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuð­ borgarsvæðisins, eru meðal þeirra sem sækja um Ríkislögreglustjóra­ embættið. Umsóknarfrestur til að sækja um stöðuna rann út fyrir helgi en ekki hefur verið gefið upp hversu margir sóttu um starfið. Embætti ríkislögreglustjóra var auglýst laust til umsóknar fyrir jól eftir starfslokasamning dómsmála­ ráðherra við Harald Johannessen, en hann hafði gegnt embættinu í 22 ár. Kjartan Þorkelsson, lögreglu­ stjóri á Suðurlandi, sem var skipað­ ur í embættið til bráðabirgða, hefur greint frá því að hann hafi ekki hug á að sækjast eftir embættinu. Halla Bergþóra hefur starfað í málaflokkum tengdum réttarkerf­ inu mestan hluta starfsævinnar. Hún leysti Ólaf Þór Hauksson af í embætti sýslumanns á Akranesi uns hún var skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra um mitt ár 2014. Páll Winkel varð fangelsismála­ stjóri árið 2007. Áður hafði hann gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglu­ stjóra. Hann hefur starfað í lög­ gæslu­ og refsivörslukerfinu frá útskrift úr laga deild um aldamótin. Sigríður Björk hefur verið lög­ reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2014. Áður var hún lög­ reglustjóri á Suðurnesjum og aðstoðarríkislögreglustjóri. – ds Halla Bergþóra, Páll og Sigríður vilja í embættið FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND 1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.