Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 16
Í ljósi þeirrar þróunar sem verið hefur síðustu vikurnar væri illskilj- anlegt ef Seðlabankinn tæki ekki til baka þá hækkun sem verið hefur á vaxtaaðhaldi bankans frá seinasta vaxtaákvörðunarfundi,“ nefnir hún. Jafnframt hafi ný stjórntæki Seðlabankans ráðandi áhrif á útlánagetu bankanna. Eiginfjár- kröfur bankanna hafi verið hertar og sérstakur sveif lujöfnunarauki, sem leggst ofan á þær, muni hækka um 0,25 prósentustig í febrúar. Þá greiði bankarnir auk þess sérstakan bankaskatt og aðra sérskatta sem leggist þungt á rekstur þeirra. „Allir þessir þættir hafa ekki aðeins þau áhrif að samkeppnis- staða þeirra á útlánamarkaði er verulega skökk heldur koma þeir einnig niður á afkomu bankanna,“ segir Ásdís. „Sökum þessa hefur aðgengi að fjármagni úr bankakerfinu til dæmis snarversnað sem endur- speglast meðal annars í því að útlánsvextir eru hærri en ella. Bank- arnir eru einfaldlega að bregðast við erfiðu rekstrarumhverfi. Þessi breyting sem er að eiga sér stað á útlánamarkaði bitnar mest á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa ekki annað val en að taka lán í bankakerfinu,“ bætir hún við. Líkur á frekari vaxtalækkun Jón Bjarki telur talsverðar líkur á frekari vaxtalækkun á þessu ári. Einnig telur hann líklegt að slakað verði á öðrum fjármálalegum skil- Greinendur Landsbankans meta virði Lykils, sem TM keypti nýverið, á tíu til ell- efu milljarða króna að teknu til- liti til mögulegra samlegðaráhrifa af kaupunum og þriggja millj- arða króna arðgreiðslu. Þeir telja kaupin ekki fela í sér endapunkt á umbreytingaferli tryggingafélags- ins, heldur muni félagið horfa til frekari útvíkkunar á starfsemi sinni og jafnvel þróast í eignarhaldsfélag í anda hins finnska Sampo eða hins norska Storebrand. Í nýju verðmati hagfræðideildar Landsbankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er áætlað að kaupverð TM á öllu hlutafé í Lykli verði á bilinu 9,6 til 9,8 milljarðar króna. Þannig verði hlutfall verðs- ins af áætluðu eigin fé 0,82. Sérfræðingar hagfræðideildar- innar telja að helstu samlegðar- áhrifunum vegna kaupanna verði náð í gegnum hagstæðari fjármögn- un og fjármagnsskipan. Lækka megi eiginfjárhlutfall Lykils, sem sé 29 prósent, en þeir benda á að mögu- legt sé að losa um þrjá milljarða króna í umfram eigið fé til þess að koma hlutfallinu nær samsvarandi hlutfalli íslensku bankanna. Þá telja sérfræðingarnir góðar líkur á því að það takist að lækka fjármögnunarkjör Lykils um níutíu til hundrað punkta sem myndi skila sér í að minnsta kosti 250 milljóna króna sparnaði fyrir félagið á ári. Auk þess verði hægt að ná sam- legð í rekstrarkostnaði en þar telja greinendur Landsbankans fimmtán prósenta sparnað, að mestu í hús- næðiskostnaði og launakostnaði, mögulegan. Að teknu tilliti til ofangreindra samlegðaráhrifa er virði Lykils metið á um tíu til ellefu milljarða króna eins og áður sagði. Til saman- burðar er verðmat hagfræðideildar á eignaleigufélaginu um sjö til átta milljarðar króna án samlegðar- áhrifa á rekstrarkostnað og fjár- magnsgjöld. Greinendurnir taka jafnframt fram að áhættan upp á við í verðmati Lykils liggi í auknum samlegðar- áhrifum í rekstrarkostnaði og hærri umframarðgreiðslu þannig að eigin- fjárhlutfall félagsins fari nær lög- boðnum mörkum, 14 prósentum. Þá geti mögulega falist samlegðaráhrif á tekjuhliðinni, svo sem í krosssölu á milli trygginga og eignaleigu, en erfitt verði þó að ná því. Áhættan niður á við felist hins vegar í hærri afskriftum, lægri bók- færðu virði útlána og ofmati á sam- legðaráhrifum. Óvissan um kaupin og verðmat TM er töluverð, að mati sérfræð- inganna, þegar litið sé til slakrar af komu Lykils, aukinna vanskila og harðrar samkeppni félagsins, sér í lagi um einstaklinga. Þá sé ábatinn af kaupunum þegar verðlagður að miklu leyti inn í gengi bréfa trygg- ingafélagsins. Enn fremur er það mat hagfræði- deildarinnar að kaup TM á Lykli séu fyrstu skref félagsins til frekari útvíkkunar á starfseminni. Ekki sé ólíklegt að horft sé til þess að þróa TM í eignarhaldsfélag í anda Sampo eða Storebrand. „Þó erfitt sé að fylgja eftir starf- semi Storebrand í lífeyris- og sparn- aðarstarfsemi, þá er Storebrand eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki Noregs en eignarstýringarstarfsemi gæti rúmast vel í samstæðu TM með Lykli,“ segir í umfjöllun hagfræði- deildarinnar. Greinendur Landsbankans meta gengi hlutabréfa í TM á 37,7 krónur á hlut og ráðleggja fjárfestum að halda bréfum sínum í félaginu. Til samanburðar stóð gengið í 35 krón- um á hlut eftir lokun markaða í gær. Verðmatið gerir ráð fyrir að starf- semi TM verði eingöngu í trygg- ingum - auk rekstrar Lykils - og að breytingar á fjármagnsskipan félagsins verði nýttar í arðgreiðslur eða endurkaup. Hins vegar telja sér- fræðingar hagfræðideildarinnar ekki ólíklegt að stjórnendur TM vilji ráðast í frekari fjárfestingar á næstu árum og útvíkka starfsemina. – kij 200 milljónir króna er mögu- legur árlegur sparnaður í rekstrarkostnaði TM í kjölfar kaupanna á Lykli, að mati hagfræðideildar Lands- bankans. Miðað við stöðu hagkerfisins er fátt sem bendir til annars en að fram undan sé áframhald- andi aðlögun. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Það eru vitaskuld ákveðin vandamál sem fylgja lágum vöxtum sem fara að raungerast eftir því sem stýrivextirnir lækka mikið meira. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Útvíkki mögulega starfsemina í anda Storebrand 5% 4% 3% 2% 1% 30.12.2014 16.01.202019.07.2017 ✿ Verðbólguvæntingar n Verðbólguálag til 10 ára n Verðbólga til 5 ára n Verðbólga til 2 áraÁsdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna-hagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segist óttast að efnahags-lægðin sem gengur yfir landið verði enn dýpri ef ekki verði dregið enn frekar úr aðhaldi peningastefnunnar og horft til þess að endurskoða eiginfjárkröfur og sértæka skattlagningu bankanna. Aðhaldið hafi aukist umtalsvert frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í liðnum mánuði. „Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að herða aðhald í miðjum efnahagsslaka og sérstaklega ekki nú þegar mikil óvissa ríkir um stöðu hagkerfisins,“ segir hún í samtali við Markaðinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, bendir aðspurður á að verðbólguvæntingar hafi á f lesta mælikvarða verið að þokast niður á við. Það þýði þá að óbreyttum skammtímavöxtum að raunvextir hafi þokast upp og pen- ingalegt aðhald aukist. Peningastefnunefnd Seðlabank- ans kemur næst saman í byrjun febrúar. Hún lækkaði stýrivexti bankans um 1,5 prósentustig á liðnu ári – og eru þeir nú í sögulegu lágmarki í þremur prósentum, en engu að síður þokuðust raunvextir lítið niður á sama tíma. Þeir hafa heldur hækkað nokkuð að undan- förnu samhliða hratt lækkandi verðbólguvæntingum. „Miðað við stöðu hagkerfisins,“ útskýrir Ásdís, „er fátt sem bendir til annars en að fram undan sé áframhaldandi aðlögun. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort hag- vaxtarspár séu of bjartsýnar fyrir árið 2020. Sérstaklega þegar litið Óttast að lægðin verði enn dýpri Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir „illskiljanlegt“ ef Seðlabankinn taki ekki til baka þá aukningu sem hefur verið á vaxtaaðhaldi bankans undanfarið. Fátt bendi til annars en að fram undan sé áframhaldandi aðlögun í hagkerfinu. yrðum þannig að auðveldara verði að miðla lágum stýrivöxtum yfir í almenn lánskjör og lengri vexti. „Þetta er farið að hanga meira saman,“ nefnir hann. „Það eru vitaskuld ákveðin vandamál sem fylgja lágum vöxtum sem fara að raungerast eftir því sem stýri- vextirnir lækka meira. Það er ekki enn þá farið að bíta mikið. En nú um stundir eru óbundnir innláns- vextir, eins og á debetreikningum, til dæmis komnir við núllið og ef við ætlum ekki beinlínis að fara að rukka fólk og fyrirtæki fyrir að geyma fé hjá bönkum þá tekur þetta í vaxtamuninn ef útlánsvextir eiga að lækka eitthvað að ráði. Á sama tíma hefur arðsemi bankanna verið að minnka og for- svarsmenn þeirra benda á að þessi blanda af arðsemiskröfu sem er gerð til þeirra, vaxtastiginu og öðrum kvöðum sem hvíla á þeim auðveldi þeim ekki að miðla frekari lækkun stýrivaxta inn í lægri útlánsvexti,“ segir Jón Bjarki. kristinningi@frettabladid.is er til þess að atvinnuleysi er enn að aukast og Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni jafnvel þokast í átt að fimm pró- sentum nú í upphafi árs. Hlutafé fjárfestingafélagsins Tækifæris, sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi, var nýverið aukið um eitt hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Jón Helgi Pétursson framkvæmda- stjóri segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin komi til vegna fjárfestinga félagsins í Geo- Sea-sjóböðunum á Húsavík og fjöl- miðlinum N4. Núverandi hluthafar Tækifæris tóku þátt í hlutafjáraukningunni en KEA er langsamlega stærsti hluthafi fjárfestingafélagsins með um 72 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru meðal annars Stapi lífeyrissjóður með 15 prósenta hlut og Íslensk verðbréf með 9,2 prósent. Eigið fé Tækifæris, sem er í rekstri Íslenskra verðbréfa, nam um 2.150 milljónum króna í lok árs 2018 en á sama tíma átti félagið eignir upp á tæplega 2.240 milljónir króna. Stærsta eign þess er 44 prósenta hlutur í Jarðböðunum við Mývatn en hann var metinn á ríf lega tvo milljarða króna í árslok 2018. – kij Lögðu Tækifæri til hundrað milljónir króna Jón Helgi Pétursson, framkvæmda- stjóri Tækifæris. 2 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.