Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 8 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Durum Durum ... Hákarlinn er kominn! DÓMSMÁL „Ákvörðunin gengur eins langt og harkalega og mögulegt er og skerðir réttindi starfsmanns að öllu leyti án nokkurrar málefna- legrar ástæðu,“ segir í stefnu í máli sem Landssamband eldri borgara rekur vegna grunnskólakennara sem sagt var upp því hún varð sjö- tíu ára. Málið snýst um konu sem sagt var upp í Breiðholtsskóla í fyrravor. „Ástæða starfslokanna var ein- ungis sú að stefnandi væri orðin 70 ára gömul,“ segir í stefnunni. Upp- sögnin byggi á lögum sem eigi við um ríkisstarfsmenn. Það sé konan ekki og því byggi uppsögnin ekki á fullnægjandi lagagrundvelli. Segir í stefnunni að aldur sé ekki málefnalegt sjónarmið er komi að störfum. „Aldur segir enda ekkert til um það hversu hæfur viðkomandi einstaklingur er til þess að sinna tilteknu starfi. Það er því ómál- efnalegt að ákveða að 70 ára fólk geti ekki sinnt starfi af þeirri einu ástæðu að það er orðið 70 ára.“ Jafnvel þótt heimilt væri að skerða starfsréttindi, sem njóti verndar stjórnarskrár sem eign, þurfi að gæta meðalhófs. „Ákvörð- unin gengur eins langt og harkalega og mögulegt er og skerðir réttindi starfsmanns að öllu leyti án nokk- urrar málefnalegrar ástæðu,“ segir í stefnunni. – gar / sjá síðu 6 Sjötug rekin og stefnir Kona sem sagt var upp kennarastarfi í Breiðholtsskóla vegna aldurs í fyrra stefnir borginni. Rekið sem prófmál af hálfu Landssambands eldri borgara. Ástæða starfslok- anna var einungis sú að stefnandi væri orðin 70 ára gömul. Úr stefnu fyrrverandi kennara við Breiðholtsskóla VIÐSKIPTI Íslenska fyrirtækið Ker- ecis vinnur verðmæti fyrir um hálfa milljón króna úr hverjum þorski, að sögn Guðmundar Fertrams Sigur- jónssonar forstjóra. Afurð Kerecis er affrumað þorskroð sem er selt til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Fyrirtækið vex hratt í Banda- ríkjunum og Guðmundur segir við Markaðinn að öflugt sölu- og mark- aðsstarf sé lykillinn að árangri. „Við erum ekki lengur tækni- þróunarfyrirtæki heldur sölu- og markaðsdrif ið f y rirtæk i með öfluga vöruþróun. Kerecis er með hundruð viðskiptavina og er orðið þekkt á markaði. Ástæðan er öflugt markaðsstarf, en ég held að margir íslenskir frumkvöðlar klikki stund- um á því.“ – þfh / sjá Markaðinn Hálf milljón úr hverjum þorski STJÓRNSÝSLA Skýrsla Innri endur- skoðunar Reykjavíkurborgar um Sorpu kemur út í dag. Hún verður opinberuð að loknum stjórnarfundi Sorpu. Upphaflega átti hún að koma út 5. desember í fyrra en var frestað. Tilefnið var 1,4 milljarða frávik frá áætlun vegna framkvæmda í Álfs- nesi. Birkir Jón Jónsson, stjórnarfor- maður Sorpu, og Líf Magneudóttir varaformaður hafa ekki svarað ítrekuðum viðtalsbeiðnum. – boþa Sorpuskýrsla opinberuð í dag Birkir Jón Jónsson. Kosningabíl Ef lingar var ekið um götur borgarinnar í gær og tók hann við atkvæðum félagsmanna sem starfa hjá borginni um verkfallsboðun. Fyrsta stopp var í leikskólanum Nóaborg við Stangarholt. Það þótti mörgum viðeigandi því formaður félagsins er fyrrverandi starfsmaður á leikskólanum. Kosningunni lýkur á hádegi á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.