Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 31
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 22. JANÚAR 2020 Myndlist Hvað? Leiðsögn Hvenær? 12.15 Hvar? Gerðarsafn, Kópavogi Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna Afrit sem var opnuð síðasta föstudag. Þar eru verk sjö samtímalista- manna. Orðsins list Hvað? Vísindi á Norðurslóðum Hvenær? 12.00-13.00 Hvar? Oddi, Háskóla Íslands Frásagnarhefð og efnisleiki lunda og hvítabjarna. Hvað? Er sigur í sjónmáli? Hvenær? 13.00-16.15 Hvar? Grand hótel við Sigtún Opið Málþing um áfengis- og vímuefnaforvarnir á Íslandi.  Hvað? Fyrirlestur Lawrence Lessig Hvenær? 16.00 Hvar? Veröld, hús Vigdísar Lawrence Lessig, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla heldur fyrirlesturinn: Það sem bandaríska lýðræðis- krísan segir okkur um lýðræði alls staðar. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Hvað? Húslestur í skammdeginu Hvenær? 20.00 Hvar? Borgarbókasafnið Gerðu- bergi Rithöfundarnir Elísabet Jökuls- dóttir og Jónína Leósdóttir lesa. Frítt er inn og fólk hvatt til að taka með sér handavinnuna. TÓNLIST Verk eftir Rakhmaninoff og Gubaidulinu Norðurljós í Hörpu föstudaginn 17. janúar Flytjendur: hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ungverska tónskáldið Györgi Ligeti hélt einu sinni tæplega tíu mínútna langt erindi um framtíð tónlistar- innar. Hann stóð bara í pontunni og sagði ekki neitt, en skrifaði nokkrar fjarstæðukenndar tillögur til áhorf- enda. Þetta fór ekki vel í þá, og eftir töluverða háreysti var hann færður burt með valdi. Með þessum gerningi var Ligeti að lýsa því yfir að framtíð tónlist- arinnar er svo óljós að ekki er hægt að segja neitt af viti um hana. Það hefur samt oft verið gert. Gott dæmi er þegar spáð var í alfræðiriti um tónlist Rakhman- inoffs að hún væri aðeins bóla sem myndi springa og yrði öllum gleymd í náinni framtíð. Þetta var um miðja síðustu öld. Rakh- maninoff hefur þó sjaldan verið vinsælli. Um helgina voru f luttar tvær kammertónsmíðar eftir hann á sitthvorum tónleikunum. Verður hér fjallað um þann fyrri, sem var haldinn í Norðurljósasalnum í Hörpu á föstudaginn. Rakhmaninoff og Gubaidulina Tónleikarnir voru í Föstudagsröð- inni svokölluðu, sem er á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Efnisskráin samanstóð af verki Rakhmaninoffs og tónlist eftir Sofiu Gubaidulinu, en þau tvö mynda saman eitt af þemum vetrardag- skrár Sinfóníunnar. Tvennir tón- leikar verða í viðbót þar sem verk þeirra verða f lutt. Að þessu sinni var fókusinn á æskutónsmíðar, sem voru Trio élegiaque nr. 1 eftir Rakh maninoff og píanókvintett eftir Gubaidulinu. Sá fyrrnefndi var kornungur þegar hann samdi tríóið, en hann var samt strax búinn að finna rödd sína sem tónskáld. Tónlistin skartar dýrlegum melódíum og töfrakenndum hljómum. Ísmeygi- leg, grípandi byrjunin umbreytist f ljótt í spennandi atburðarás með ýmsum óvæntum uppákomum og ávallt tignarlegum hápunktum. Tríóið var einstaklega fallega leikið af Nicola Lolli fiðluleikara, Sigur- geiri Agnarssyni sellóleikara og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Strengjaleikurinn var munúðarfullur og tilfinninga- þrunginn; píanóleikurinn mjúkur en nákvæmur og alltaf sannfærandi ljóðrænn. Samspilið var pottþétt og heildarhljómurinn flottur. Fullt af fjöri og húmor Sömu sögu er að segja um f lutn- inginn á píanókvintettinum eftir Gubaidulinu. Anna Guðný lék á píanó ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Páli Palomares á fiðlur, Gregory Aronovich á víólu og Bryndísi Höllu Gylfadóttur á selló. Leikurinn var í hvívetna tæknilega pottþéttur, fullur af fjöri og húmor, snerpu og skaphita. Sjálf tónlistin var þó ansi ólík því sem maður á að venjast frá tónskáldinu. Gubaidulina er virk í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, og tónlist hennar fjallar mikið um trúhneigð mannsins og leitina að sannleikanum. Hún er yfirleitt alvörugefin og sjaldan auðveld áheyrnar. Kvintettinn hér var hins vegar aðgengilegt æskuverk og saminn undir sterkum áhrifum af Prókofíev og Sjostakóvitsj. Léttur, öfgakenndur stíllinn skilaði sér full- komlega í líflegri spilamennskunni. Þau Rakhmaninoff og Gubaidul- ina eru mjög ólík tónskáld og fátt sem þau eiga sameiginlegt. Samt var eitthvað hressandi við að heyra þau svona hlið við hlið og hinir tónleik- arnir í þessu þema eru því töluvert tilhlökkunarefni. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Efnisskráin samanstóð af spennandi andstæðum og flutningurinn var ætíð fagmannlegur. Grípandi æskuverk í föstudagsröðinni Verk eftir Sofiu Gubaidulinu var flutt í Norðurljósasal Hörpu. Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 13. febrúar 2020. • vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð. • ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar. • vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar. • Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu. Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og sjóðinn má finna á vefnum birta.is ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta@birta.is I birta.is DAG HVERN LESA 96.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP APR-JÚN 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.