Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 23
2018. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 8 milljónum dala á fjár- hagsárinu 2019 sem lauk í septem- berlok og yfir 10 milljónum dala á almanaksárinu. Eruð þið að einblína á Banda- ríkjamarkað? „Sykursýki er miklu stærra vandamál í Bandaríkjunum en í Evrópu eins og staðan er í dag og bandaríska kerfið er meira pen- ingadrifið. Þegar stjórnvöld sjá aukningu á sjúkdómum eins og sykursýki, þá eru viðbrögðin þau að setja meiri pening í endurgreiðslur á því sviði til að fjármagna betri meðhöndlun. Fyrir vörur með öfl- uga virkni eru greiðsluleiðirnar í Bandaríkjunum mun ábatasamari en greiðsluleiðir í Evrópu. Við erum með mjög góðar vísindalegar sann- anir fyrir virkni sáraroðsins sem leiðir til þess að varan er greidd af Medicare þrátt fyrir að vera til- tölulega dýr. Í Evrópu er kerfinu ekki stjórnað með sama máta og er erfitt fyrir sjúkrastofnanir að kaupa dýrari vörur,“ segir Guðmundur en vara Kerecis er greidd af Medicare í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Þríþættur vöxtur Kerecis lauk fjármögnun fyrir sex- tán milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári sem að stærstum hluta er varið í uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins og þá aðal- lega í Bandaríkjunum. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hlut- hafa og nýrra fyrir um 1.250 millj- ónir og auk þess var kröfum skuld- breytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Félagið vinnur ötullega að því að fjölga sölumönnum þannig að sölunet fyrirtækisins nái til allra stærstu svæða Bandaríkjanna en til þess þarf hátt í 200 sölumenn. Áætlanir Kerecis gera ráð fyrir því að þar verði fyrirtækið komið með 180 sölumenn árið 2022. Þeir eru nú um 40 talsins. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði félagsins verið allt að 12,4 milljarðar króna. Fjárfestingafyrirtækið Emerson Collective, sem er í eigu Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs stofn- anda Apple, er einn þeirra fjárfesta sem bæst hafa í hópinn, fyrst sem lánveitandi árið 2018 og svo árið 2019 sem hluthafi þegar fyrirtækið breytti lánum í hlutafé ásamt því að leggja inn nýtt hlutafé. Emerson Collective er núna einn af stærstu hluthöfum félagsins. „Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi forseti lýðveldisins, lék lykilhlutverk í að koma á tengslum milli Kerecis og Emerson Collect- ive en hann kom á tengslum milli fyrirtækjanna á Artic Circle ráð- stefnunni árið 2018. Ólafur var svo kjörinn í stjórn Kerecis sem fulltrúi Laurene síðasta haust en víðtækt tengslanet Ólafs er fyrirtækinu afskaplega mikilvægt,“ segir Guð- mundur. „Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hversu stórt nafn Ólafur Ragn- ar er á heimsvísu og hversu víðtæku tengslaneti hann býr yfir. Áhrifa- fólk um allan heim leitar til hans. Tengsl Ólafs munu nýtast okkur mjög vel til dæmis í nýmarkaðs- löndum þar sem Kerecis mun leggja aukna áherslu á markaðssetningu á næstu árum.“ Stjórnendur Kerecis áætla að tekjur félagsins á þessu fjárhagsári, sem hófst 1. október síðastliðinn, nemi allt að þremur milljörðum íslenskra króna, og allt að þrefaldist frá fyrra ári. Hvernig náið þið svona miklum vexti? „Það má segja að við munum vaxa á þrenns konar máta. Í fyrsta lagi eru líffræðilegar lækningavörur fyrir sár að stækka um 25 prósent á ári meðal annars vegna aukinnar tíðni sykursýki. Við erum með mjög góðar vísindalegar sannanir fyrir virkni sáraroðsins og erum þar af leiðandi í lykilstöðu til að ná til okkar hluta af þessum mikla vexti. Í öðru lagi eigum við eftir að sækja inn á fjölmörg markaðssvæði og í þriðja lagi erum við að þróa nýjar vörur sem skila hærri framlegð. Við stefnum á að setja á markað vörur fyrir munnhol, höfuðmeiðsl, skurðaðgerðir og lýtalækningar. En þessar vörur eru með hærri þrösk- uld hjá FDA. Það tekur lengri tíma og meira fjármagn að fá þær sam- þykktar og þess vegna er framlegðin hærri,“ segir Guðmundur. Bíða færis á yfirtökum Kerecis horfir til þess að styðja mögulega við vöxt Kerecis með svipuðum hætti og stoðtækjafram- leiðandinn Össur sem fjármagn- aði yfirtökur á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum í kjölfar skráningar á hlutabréfamarkað um síðustu aldamót. Fyrsta skrefið var tekið í byrjun árs 2019 þegar gengið var frá kaupum á svissneska sáraum- búðafyrirtækinu Phytoceuticals. Markaðurinn greindi síðan frá því síðasta sumar að Kerecis hefði verið í undirbúningsferli hjá Kauphöll- inni varðandi mögulega skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Er verið að horfa til þess að skrá fyrirtækið á næstu misserum? „Við erum með mjög sterkan fjár- festahóp á bak við okkur í dag og höfum gott aðgengi að fjármagni frá þessum hópi. Hins vegar gæti komið upp sú staða að við myndum finna fyrirtæki til að kaupa og þyrftum að sækja talsvert fjármagn. Þá gæti hentað að skrá félagið og ná í fjár- muni hjá stofnanafjárfestum eins og Össur gerði á sínum tíma. „Það eru tvær ástæður fyrir því að skrá fyrirtæki. Ein er sú að gefa hluthöfum kost á því að komast út og önnur að gefa fjárfestinum kost á því að komast inn. Eins og staðan er í dag er engin pressa frá hluthöfum á að komast út úr fyrirtækinu. Það verður svo að koma í ljós á næstu misserum hvort við finnum réttu tækifærin og skráum félagið,“ segir Guðmundur og bætir við að Kerecis sé í raun rekið eins og skráð félag í dag hvað varðar upplýsingagjöf og uppgjör. Innviðirnir séu því til staðar. Reynslu vantar í nýsköpun Guðmundur er einn af tíu frum- kvöðlum sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra skipaði til setu í nýrri hugveitu sem var komið á fót í tengslum við umfangsmiklar breytingar á nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. „Það er gróska í nýsköpun á Íslandi en hún einkennist af hug- myndum sem spretta upp hjá ungu fólki í háskólaumhverfinu. Aftur á móti er ekki mikið um það á Íslandi að fólk sem býr að reynslu úr ák veðnum at vinnugeir um gerist frumkvöðlar. Þegar ég sæki nýsköpunarviðburði á Íslandi sé ég mikið af ungu fólki með eldhug en án djúprar reynslu og þekkingar úr ákveðnum starfsgreinum. Á þessu eru undantekningar en þegar ég sæki nýsköpunarviðburði erlendis er staðan önnur og meðalaldurinn virðist vel yfir 40 árum,“ segir Guð- mundur. „Við erum ekki að sjá nógu mikið af fólki með reynslu úr atvinnulíf- inu í nýsköpun á Íslandi. Ég held að meginviðfangsefni þessarar hug- veitu snúist um það hvernig hægt sé að styrkja nýsköpunarumhverfið þannig að það verði meira aðlað- andi fyrir reynslumikið fólk að fást við nýsköpun. Viðhorfið á Íslandi hefur verið dálítið þannig að fólk eigi að fórna öllu fjölskyldulífi fyrir nýsköpun. Við verðum að hverfa frá þessari hugsun,“ segir Guðmundur. Var reynsla úr atvinnulífinu lykil- þáttur í árangri Kerecis? „Já, árangur Kerecis felst ekki einungis í því að hugmyndin sé góð. Meginástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel er sú að við vorum með teymi sem hafði djúpa þekkingu á öllu því sem þurfti til að keyra verkefni áfram. Fjárfestar vilja sjá teymi sem hefur ekki bara eina hugmynd, heldur reynslu í því að koma hugmynd í framkvæmd og á markað. Í okkar tilfelli snýst þetta um þekkingu á einkaleyfum, fjár- mögnun, klínískum rannsóknum, dreifileiðum og þeim áhættum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir. Það eru teymin sem ná árangri. Öll verkefni þar sem stofnendur einblína á eina hugmynd og tækni- þekkingu en vanrækja allt hitt eru dæmd til að mistakast,“ segir Guð- mundur. Stærð styrkja skiptir máli Samkvæmt tillögum nýsköpunar- ráðherra er áformuð stofnun frum- kvöðlasjóðs sem mun hafa 2,5 milljarða króna til ráðstöfunar. Sjóðurinn mun bera nafnið Kría og verður hann meðfjárfestir í öðrum íslenskum frumkvöðlasjóðum og er markmiðið að auka heildarfjár- magn sem er í umferð í nýsköpun á Íslandi. Spurður um fjármögnunarum- hverfið á Íslandi segir Guðmundur að skortur hafi verið á bæði fjár- magni og nýsköpunarverkefnum þar sem öf lug teymi standa að baki. Hvað fjármögnun varðar séu tillögurnar afskaplega jákvæðar og að með auknu fjármagni í umferð sé líklegra að öflug teymi úr atvinnu- lífinu freistist til að láta drauma um vöruþróun og nýsköpun rætast. Hann nefnir einnig að Tækniþró- unarsjóður hafi hækkað styrki sína talsvert undanfarin ár sem sé mikil- vægt skref til þess að ná til aðila úr atvinnulífinu. „Það er miklu betra að vera með fáa og háa styrki heldur en marga og litla vegna þess að ef styrkirnir eru margir og litlir þá nærðu að jafnaði til yngra og reynsluminna fólks. Ef styrkir eru færri og stærri þá næst frekar til aðila sem búa að þekk- ingu og raunhæfum hugmyndum,“ segir Guðmundur. Þá bendir hann á að Ísland sé með fæst skráð einka- leyfi af öllum OECD-löndunum sem bendi til þess að nýsköpun sé ekki nógu mikil hér. „Þó að við séum að standa okkur vel á sumum sviðum, eins og stoð- tækjum og vinnslutækni, þá ætti að vera mun meiri nýsköpun á Íslandi. Það er líka nauðsynlegt til þess að halda uppi lífskjörum til lengri tíma.“ Ef styrkirnir eru margir og litlir þá nærðu að jafnaði til yngra og reynsluminna fólks. Guðmundur er efnafræðingur og rekstrarverkfræðingur að mennt en áhuginn á meðhöndlun sára kviknaði þegar hann starfaði hjá Össuri um síðustu aldamót og áttaði sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir aflimanir. MYND/KERECIS ✿ Sölunet Kerecis í Bandaríkjunum ✿ Fjölgun sölumanna 2018 2019 2022- Sölunet Kerecis mun ná yfir öll Bandaríkin árið 2022 samkvæmt áætlunum félagsins. Sölumenn 2019 38 2020 68 2021 128 2022 180 MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.