Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 11
#iseyskyr FYRIR FÓLK Á FERÐINNI Ísey skyr fæst nú í nýjum hentugum umbúðum til að grípa með sér á ferðinni, eftir æfingu eða sem nesti. Þórólfur Ingi Þórsson afreksíþróttamaður í langhlaupum og Sonja Skarpaas Þórólfsdóttir HANDBOLTI Lokaleikurinn í milli- riðlinum fer fram í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir því sænska. Svíar mættu Ungverjum í kvöldleiknum í gær og var sá leikur ekki búinn þegar Fréttablaðið rúll- aði í prentsmiðjuna. Það er ljóst að síðari hálf leikur- inn tók alveg gríðarlega orku af leik- mönnum íslands og stutt hvíld mun ekki hjálpa neinum. Þó draumurinn um Ólympíuleikana sé nánast f log- inn út um gluggann og leikurinn í raun upp á stoltið ættu nokkrir lykilmenn að geta beitt sér að fullu. Aron Pálmarsson tók til dæmis lítið þátt í leik gærdagsins. Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru búnir að ljúka keppni fyrir töluverðu en þeir töp- uðu fyrstu þremur leikjum sínum í milliriðlinum. Þó hafa áhorfendur haldið stuðningi sínum við lands- liðið til streitu og er búist við að um tíu þúsund manns mæti á leikinn sem hefst klukkan 19.30. – bb Kristján og Svíar í dag Alexander Petersson á fullri ferð á mótinu í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HANDBOLTI „Síðari hálf leikurinn var vel spilaður, bæði í vörn og sókn. Það var jákvætt. En það situr í mér þessi byrjun og ég er miður mín,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í samtali við RÚV eftir leikinn. Það var eðlilega þungt í honum hljóðið enda fyrri hálfleikur einn sá versti í manna minnum. Og það gegn Noregi. Aðspurður um hvað hafi hrein- lega gengið á sagði Guðmundur – eftir smá þögn: „Við þurfum að fara yfir það og ræða það, liðið saman. Það var greinilegt að menn voru ekki tilbúnir að fara í þetta verkefni eins og þurfti. Og þeir gengu á lagið og komast í 7-0 og það á endanum fór með þetta.“ Guðmundur henti þeim sem eiga að kallast lykilmenn út og lét unga og ferska fætur sprikla síðari hálf- leikinn. „Við skiptum nánast um lið og þá fara hlutirnir að ganga miklu betur. Síðari hálfleikurinn var frá- bær og við vinnum hann. Það var jákvætt að við gáfumst ekki upp og baráttan var til staðar.“ –bb Miður sín eftir byrjunina Guðmundur var langt frá því að vera sáttur. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ýmir Örn Gíslason komst lítt áleiðis gegn Sander Sagosen og Magnus Gullerud. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HANDBOLTI Tap Íslands gegn Nor- egi í gær þýðir að draumur íslenska liðsins um að fara á Ólympíuleik- ana í Tókýó næsta sumar er úr sög- unni. Íslenska liðið tapaði 31-28 en martraðar fyrri hálf leikur fór með leik okkar manna. Norska liðið skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins og Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari íslenska liðsins, neyddist til þess að grípa inn í og taka leikhlé þegar einungis rúmar tvær mínútur voru liðnar af leikn- um. Bað hann leikmenn að fara ekki að spila einhvern tralala bolta. Leikhléið skilaði ekki tilætluðum árangri og Norðmenn héldu áfram að auka forystuna sem var orðin sjö mörk þegar tæpar tíu mínútur voru búnar. Aron Pálmarsson braut svo ísinn fyrir íslenska liðið. Þetta var eina mark Arons í leiknum sem var tekinn af velli og horfði hann á rest- ina af leiknum á bekknum. Leik- menn íslenska liðsins náðu  ekki að þétta raðir sínar í vörninni og Norðmenn skoruðu úr níu af fyrstu tíu sóknum sínum í leiknum. Guðmundur freistaði þess að stappa stálinu í leikmenn sína og hleypa nýju blóði í liðið þegar hann tók annað leikhlé sitt um miðbik fyrri hálf leiks. Hann henti byrj- unarliðinu á bekkinn og ungu gutt- arnir tóku við kef linu. Vissulega slökuðu Norðmenn á en það má ekki vanmeta þá ágætu staðreynd að Ísland vann síðari hálf leikinn. Viktor Gísli varði níu skot og tvö af fimm vítaköstum sem hann fékk á sig. Íslenska liðið gerði sig gildandi um miðjan seinni hálf leikinn og kom bilinu niður í þrjú mörk en nær komust Strákarnir okkar ekki. Norðmenn hafa unnið alla leiki sína á mótinu. – hó, bb Ólympíuleikarnir úr sögunni eftir martraðar fyrri hálfleik 2 mörk skoraði Ísland fyrstu 10 mínútur leiksins. S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.