Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 24.01.2020, Qupperneq 30
Reikistjörnur er tón-leikaröð í Hörpu ætluð fjölskyldum sem hefst um helgina. Fy rsti listamaðurinn sem kemur fram er tónlist- arkonan Bríet Ísis Elfar. Hún segist hafa alveg sérstaklega gaman af því að koma fram fyrir börn. „Börn eru með galopin eyru og undrandi augu. Svo dansa þau frekar en fullorðnir. Ég elska að spila fyrir börn því þá líður mér eins og algjörri rokkstjörnu. Það er klárlega meira krefjandi að spila fyrir fullorðið fólk því mín tilfinning er stundum sú að það þurfi að vera drukkið til þess að dansa og lifa sig inn í tónlistina. Síðan eru þau feimnari við að svara spurningum frá mér en börnin, því þau eru svo einlæg,“ segir Bríet. Góð í puttastríði Hún segist hafa verið ung þegar hún áttaði sig á því að hana langaði að verða söngkona þegar hún yrði stór. „Ég held að það sé draumur allra að verða einhvers konar stjarna. Ég bjóst svo sem aldrei við því að komast þetta langt og fá að sinna áhugamálinu mínu eins og ég geri í dag. En þetta er algjör draumur,“ segir Bríet. Bríet hlær þegar hún rifjar upp að hún stefndi einnig um tíma á að verða nuddari. „Samt aðallega út af því að ég nuddaði strák sem ég var hrifin af og hann sagði að ég ætti að verða nuddari. Mig langaði líka að verða fimleikastjarna, leikkona og söng- kona. En fyrirmyndin mín var alltaf Lína Langsokkur, en var hún ekki fyrirmynd svo margra? Svo var ég og er líka rosalega góð í Einn, tveir, þrír puttastríð en ég veit ekki alveg hvort ég hefði getað gert það að atvinnu,“ segir Bríet. Væri að vinna á bókasafni En ef hún væri ekki söngkona í dag, hvað væri Bríet þá að gera? „Ætli ég væri ekki bara að vinna á bókasafni? Mér finnst samt svo ótrúlega skemmtilegt að hugsa til þess að ástæðan fyrir því að ég er á þeim stað sem ég er í dag, er ein- faldlega út af því að ég sagði já. Ég greip tækifærið. Ég held að ég væri að gera eitthvað annað afskaplega skemmtilegt, því að lífið getur tekið mann á svo ótal marga mismunandi en góða staði,“ segir Bríet. Bríet vinnur nú hörðum höndum að því að gefa út meiri tónlist. „Ég er á fullu í stúdíóinu að taka upp. Svo er einnig von á tónlistar- myndbandi sem fyrir mér er mikið fagnaðarefni. Annars hef ég mjög góða tilfinningu fyrir þessu ári. Áramótaheitið mitt er að gefa meira út og úthýsa allri neikvæðni í lífi mínu.“ Bon Iver og Björk Bríet heldur upp á marga íslenska tónlistarmenn „Já, ég held mikið upp á Axel Flóvent, Gabríel Ólafsson, Júníus Meyvant, Valdimar, Röggu Gísla SVO VAR ÉG LÍKA ROSALEGA GÓÐ Í EINN, TVEIR, ÞRÍR PUTTASTRÍÐ EN ÉG VEIT EKKI ALVEG HVORT ÉG HEFÐI GETAÐ GERT ÞAÐ AÐ ATVINNU. Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD KL. 20:10 KAUPTU STAKAN LEIK: Bríet úthýsir neikvæðninni á nýju ári Bríet kemur fram á tónleikaröðinni Reiki- stjörnur nú um helgina. Hún fer fram í Hörpu og er fyrir alla fjölskylduna. Þegar söngkonan var yngri dreymdi hana um að verða Lína Langsokkur eða nuddari. Reikistjörnur Reikistjörnur er ný tónleikaröð fyrir alla fjölskylduna og fer fram í Kaldalóni á laugardögum í vetur. Dagskráin er glæsileg og margt af vinsælasta tónlistar- fólki landsins kemur fram. Hér gefst fjölskyldum tækifæri til að sækja tónleika saman um helgar. Nú um helgina verður einnig í gangi vísindasmiðja og því fá gestir tækifæri til að skoða hvern krók og kima Hörpu undir leiðsögn. og í raun svo ótrúlega marga. En þau hafa áhrif á mann þegar maður fylgist með þeim koma fram, þau hafa ákveðna töfra sem ekki allir búa yfir.“ Spurð hverjum hún myndi helst vilja vinna með, stendur ekki á svari. „Bon Iver, það væri svo ótrúlega sturlað og gaman. Annars væri líka mikill heiður að fá að vinna með Björk, hún er drottning okkar Íslend- inga að mínu mati,“ segir Bríet. Þó að tónlistin eigi hug hennar allan um þessar mundir, svona í það minnsta meðan unnið er að nýrri plötu, á Bríet ýmis önnur áhugamál. „Ég elska að mála og keyra út úr bænum með mömmu minni og spjalla við hana. Svo finnst mér mjög gaman að fara í leikhús og ferðast. Ég elska að skapa og upp- lifa nýja hluti. Það er svolítið það sem lífið snýst um, ekki satt?,“ segir Bríet. steingerdur@frettabladid.is Bríet kemur fram um helgina á nýrri tónleikaröð fyrir alla fjölskylduna í Hörpu. MYND/SARA BJÖRK ÞORSTEINSDÓTTIR 2 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.