Fréttablaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.12.2019, Blaðsíða 2
Veður Norðaustan 8-15 m/s, en lægir í kvöld. Víða él, en bjart S- og V- lands og hiti kringum frostmark að deginum. SJÁ SÍÐU 16 Ljósadýrð EKKERT BRUDL Gjafakort BÓNUS • Fæst í öllum verslunum • Góð gjöf sem kemur sér vel fyrir alla 16 nýir byggingarreitir innan byggðar voru kannaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁRBORG Sveitarstjórn Árborgar stefnir að því að þétta byggðina innan Selfoss og hefur fengið verk- fræðistofuna Ef lu á Suðurlandi til að gera skýrslu um mögulega þéttingarreiti. Sextán reitir hafa verið valdir og sex þeirra teknir til frekari greiningar í fyrsta áfanga. „Ein helsta ástæðan fyrir því að við viljum þétta byggðina er gríð- arlega mikil eftirspurn eftir bygg- ingarlóðum á Selfossi. Við höfum varla undan að framleiða íbúðir fyrir fólk,“ segir Gísli Halldór Hall- dórsson, sveitarstjóri Árborgar. Byggðar hafa verið um 200 til 300 íbúðir á ári og á síðasta ári fjölgaði íbúum í sveitarfélaginu um 1.000, þar af langmest á Selfossi. „Við höfum áhyggjur af því að ef við náum ekki að anna eftirspurn- inni þá hækki það fasteigna- og lóðaverð fram úr hófi. Því er hand- hægast að líta til þeirra svæða þar sem gatnagerð er tilbúin og lítið þarf til að hefja framkvæmdir,“ segir hann. Í heildina gerir þetta um 43.000 fermetra í lóðum og um 13.500 fer- metra í byggingarsvæði. Ekki hefur verið ákveðið hvers konar íbúðir verður um að ræða. Bæjarstjórn bað um úttektina í nóvember síðastliðnum og hug- myndirnar verða núna lagðar fram til kynningar og umræðu. Gísli segir útilokað að segja til um lokaniðurstöðuna og hverjir af þessum reitum haldist vænlegir eftir umræðuna. „Næsta skref er að heyra í íbúum og kanna afstöðu til þeirra reita sem minnstar líkur eru á að valdi óánægju,“ segir Gísli sem vonast til að það verði ljóst í vetur hvað verði gert, helst fyrir páska. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en verðum að gefa fólki tækifæri á að bregðast við og lýsa sínum skoðunum.“ Umræða hefur skapast á meðal íbúa í bænum um grænu svæðin og leikvellina sérstaklega, sem hugs- anlega hverfa með þéttingunni. Í inngangi skýrslunnar er þó sér- staklega kveðið á um þessi svæði og mælt með því að sveitarfélagið geri áætlun um þau, það er að sem f lestir íbúar geti haft aðgang að leiksvæði innan 300 metra radíuss. Gísli segir að aðgangur að leik- svæðum verði í forgangi og ef ein- hver leiksvæði fari undir byggð verði aðrar lausnir til staðar. „Við erum að fara að byggja tvö ný leik- svæði sem mikil þörf er fyrir strax á næsta ári,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Mikil þétting byggðar í kortunum á Selfossi Sveitarstjórn Árborgar stefnir að mikilli þéttingu byggðar á Selfossi þar sem íbúum fjölgar mjög hratt. Greiningarvinna er þegar hafin. Aðgangur íbúa að leikvöllum og grænum svæðum verður áfram tryggður, segir sveitarstjórinn. Við höfum áhyggjur af því að ef við náum ekki að anna eftir- spurninni þá hækki það fasteigna- og lóðaverð fram úr hófi. Gísli Halldór Halldórsson, sveitarstjóri Árborgar Það verður ekki annað sagt en að miðbærinn iði af lífi þessa dagana enda jólaundirbúningurinn kominn á fullt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI HEILBRIGÐISMÁL Engum starfsmanni hefur verið sagt upp í klínískri þjón- ustu á Landspítalanum. Þetta stað- festir Ragna Gústafsdóttir, deildar- stjóri á bráðamóttöku. Búið er að fækka í framkvæmdastjórn og á skrifstofum framkvæmdastjóra. „Engar uppsagnir hafa átt sér stað í hjúkrun eða hjá öðrum starfsstétt- um, hvorki hjá læknum né sjúkralið- um, hér á bráðadeild,“ segir Ragna. Páll Matthíasson skrifaði um „sársaukafullar uppsagnir“ á Land- spítalanum í forstjórapistli sínum sem birtist á föstudag. Hvergi kemur fram hversu mörgum hefur verið sagt upp og ekki náðist í forstjórann við vinnslu fréttarinnar. Ragna segir líklegt að Páll eigi við uppsagnir á skrifstofu fram- kvæmdastjórnar. „Ég hef ekki heyrt um neinar uppsagnir á klíník og það hafa ekki verið uppsagnir á bráða- deild,“ staðfestir hún. – ilk Engar uppsagnir hjá þeim sem veita þjónustu Maðurinn féll til bana af svölum á þriðju hæð hússins eftir hádegi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI LÖGREGLUMÁL Lögreglan rannsakar mannslát sem varð í Úlfarsárdal um miðjan dag í gær er karlmaður féll til bana af svölum fjölbýlishúss. Maður- inn var fluttur á Landspítalann og var úrskurðaður látinn við komuna þangað að því er fram kemur í yfir- lýsingu lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Mikill viðbúnaðar var á vettvangi í kjölfar atburðarins og voru fimm manns handteknir. Þeir eru allir erlendir ríkisborgarar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn vildi lítið tjá sig um málið við Fréttablaðið áður en það fór í prentun í gærkvöldi, að öðru leyti en að málið væri í rannsókn. Að hans sögn beinist rannsóknin að því hvort maðurinn hafi stokkið sjálfviljugur fram af svölunum eða hvort honum hafi verið hrint fram af þeim. Margeir vildi ekki svara því hvort teknar hefðu verið skýrslur af hinum handteknu eða hvort lög- menn og eftir atvikum túlkar hefðu verið kallaðir til. – aá Fall manns af svölum til rannsóknar Fimm voru handteknir vegna málsins í gær. Rann- sókn málsins er á frumstigi. 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.