Fréttablaðið - 23.12.2019, Qupperneq 2
Veður
Norðaustanátt, víða 10-18 m/s
en lægir. Snjókoma eða él norð-
austan til og við norðvestur-
ströndina. Bjart með köflum og
yfirleitt þurrt um landið sunnan-
vert. SJÁ SÍÐU 30
Gyðingar á Íslandi fögnuðu ljósahátíð
Gyðingar á Íslandi fögnuðu í gær upphafi Hanukkah, Ljósahátíðarinnar, þar sem þess er minnst Jerúsalem var frelsuð undan Sýrlendingum og
ljósið í musterinu fór aftur að loga. Avi Feldman, fyrsti rabbíni gyðinga hérlendis, stýrði viðburði í miðbæ Reykjavíkur af því tilefni. Dagur B.
Eggertsson, borgarstjóri, var viðstaddur athöfnina. Hátíðin, sem stendur í 8 daga, er gyðingum mikil gleðihátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
REYKJAVÍK Skýrsla sú sem unnið er
að á vegum innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar er enn óútkom-
in þrátt fyrir að áætlað hafi verið að
hún yrði tilbúin 5. desember síðast-
liðinn.
Á stjórnarfundi í Sorpu undir lok
september var samþykkt að óskað
yrði eftir úttekt innri endurskoðun-
ar borgarinnar á starfsemi Sporpu.
Tilefnið var að bygging gas- og
jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi
fór 1,4 milljarða fram úr áætlun sem
og kostnaður vegna tækjabúnaðar
í stækkun móttökustöðvar í Gufu-
nesi.
Bókað var á stjórnarfundinum
að innri endurskoðun athugi sér-
staklega stjórnarhætti fyrirtækis-
ins, einkum með tilliti til þess að
mistök af þessu tagi hafi alvarleg
áhrif á sjóðstreymi félagsins og fjár-
stýringu. Jafnframt var í bókuninni
tilgreint að athuga eigi þær úttektir
sem áður hafi verið gerðar á Sorpu.
Í skrif legu svari Halls Símonar-
sonar, innri endurskoðanda Reykja-
víkurborgar, staðfestir hann við
Fréttablaðið að unnið sé nú að
skoðun á málefnum sem varða
Sorpu í samræmi við beiðni stjórnar
félagsins og að unnið sé samkvæmt
áætlun sem kynnt var og samþykkt
á fundi stjórnar þann 27. septem-
ber.
Jafnframt kemur fram í svarinu
að úttektin hafi tekið lengri tíma en
áætlað var í upphafi. Verkið sé þó í
lokafasa. Ekki kom fram hvenær
áformað er nú að því ljúki. – jþ
Skýrsla um
Sorpu nokkuð
á eftir áætlun
Frá urðunarstað Sorpu í Álfsnesi.
JÓLAHÁTÍÐ Greiningardeild Íslands-
stofu hefur rannsakað gögn yfir
störf íslensku jólasveinanna og
áætlar að íslensk börn fái tvö tonn
af kartöflum í skóinn fyrir þessi jól
og tæp fimm tonn af mandarínum.
Samkvæmt frétt á vef Íslandsstofu
eru íslensku jóla sveinarnir mun
duglegri en kollegar þeirra í öðrum
löndum.
Samkvæmt greiningardeildinni
þurfa jólasveinarnir að gefa gjafir
í 45.500 skó á hverri nóttu og að
það taki þá ekki nema átta klukku-
stundir. Jólasveinarnir gefa því
hvorki meira né minna 591.500
gjafir þessar þrettán nætur sem
þeir vinna.
Niðurstöðurnar gera ráð fyrir að
þrjú prósent íslenskra barna séu
óþekk og því neyðist sveinarnir til
að gefa tvö tonn af kartöflum í skó-
inn. Það er þó ekki mikið miðað við
þau 4,8 tonn af mandarínum sem
fara í skó íslenskra barna árlega.
Kertasníkir er langvinsælastur
Greiningardeildin telur þessar
tölur, og þá staðreynd að vinnudag-
ar þeirra eru mun fleiri en vinnu-
dagar erlendra jólasveina, sýna svo
ekki verði um villst að þeir eru þeir
allra duglegustu í heimi. Þeir eru
einnig einstaklega gjafmildir því að
þeir munu gefa gjafir fyrir tæplega
þrjú hundruð milljónir á þessu ári.
Fréttablaðið hefur áður sagt frá
því að kannanafyrirtækið MMR
hafi skoðað vinsældir jólasvein-
anna þrettán. Eitt þúsund Íslend-
ingar átján ára og eldri voru spurðir.
MMR segir að Kertasníkir sé sá
vinsælasti, en að á hæla hans komi
Stúfur. Aftur á móti eru Askasleikir,
Þvörusleikir og Pottaskefill þeir
óvinsælustu. Þannig virðist þjóðin
ekki kippa sér mikið upp við þjóf-
óttu jólasveinana, en óvinsælastir
eru þeir sem hafa tamið sér þann
ósið að sleikja óhrein matarílát. En
hvort þeir neyðist oftar en Kerta-
sníkir og Stúfur, til þess að setja
kartöf lur í skó barnanna kemur
ekki fram í niðurstöðum MMR.
Enginn er alltaf góður
Í fyrra ritaði Hrund Þrándardóttir
sálfræðingur hjá Sálstofunni mikil-
vægt opið bréf til jólasveinanna.
Hún minnti þar á að enginn sé
100 prósent góður allan daginn,
hvorki börn né fullorðnir. Þó það
sé oft sagt að börn þurfi að vera
góð til að fá í skóinn þá þurfi við-
mið um hver eru „góð“ og hvenær
þau eigi að vera góð að vera mjög
skýr. Þá sé einnig mjög mikilvægt
að gæta jafnræðis við val á gjöfum,
því börnin beri oft saman gjafirnar
sem þau fá frá jólasveinunum.
gudjoningi@frettabladid.is
Krakkar fá tvö tonn
af kartöflum í skóinn
Íslandsstofa hefur loks gefið út allar helstu tölur sem tengjast jólasveinunum.
Hún áætlar að þrjú prósent íslenskra barna séu svo óþæg að þau fái kartöflu í
skóinn og segir íslensku sveinana vera mun duglegri en hina erlendu.
Íslandsstofa segir jóla sveina hrifna af mandarínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Á átta klukkustundum
gefa jólasveinarnir gjafir í
45.500 skó á hverri nóttu.
Alls áætlar Íslandsstofa að
þrjú prósent íslenskra barna
séu óþekk.
MENNTAMÁL Auður Þórunn Rögn-
valdsdóttir er dúx Tækniskólans af
rafeindavirkjabraut. Áður en Auður
lauk námi í rafeindavirkjun hafði
hún lokið hugbúnaðarverkfræði frá
Danska tækniháskólanum DTU og
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík.
Auður Þórunn segir að hana hafi
alltaf langaði að kunna að smíða
rafeindarásir en ekki bara teikna
þær. Lokaverkefni hennar, steríó-
magnari og fjarstýring fyrir magn-
arann, er stofustáss sem Auður
smíðaði og notar heima hjá sér til
að spila tónlist.
Auður stefnir nú á nám í kennslu-
fræði til að hefja strax í vor störf
sem kennari við rafeindavirkjadeild
Tækniskólans.
Alls útskrifuðust 275 nemendur
frá Tækniskólanum í síðustu viku.
Komu þeir af af 49 námsbrautum og
var yngsti nemandinn 17 ára en sá
elsti 61 árs. – ds
Rafeindavirki
er dúxinn í
Tækniskólanum
2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð