Fréttablaðið - 23.12.2019, Page 4
40” BREYTTUR
MEGA CAB
TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM FYRIR ÁRAMÓT
EIGUM TIL AFGREIÐSLU STRAX CREW CAB BIG HORN,
LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR.
EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM.
BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAR
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
SAMGÖNGUR Sorpa bs. hefur fram-
leitt metan sem eldsneyti frá árinu
2000 og í dag er hægt að kaupa gasið
á fimm stöðum á landinu, fjórum á
höfuðborgarsvæðinu og einum á
Akureyri. Fyrirtækið framleiðir
um 3,5 milljónir normalrúmmetra
af gasinu en aðeins 60% af því er
nýtt, eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum. Afgangurinn er brenndur.
Næsta vor er ráðgert að Sorpa
bs. stórauki metanframleiðslu sína
þegar ný gas- og jarðgerðarstöð,
sem kostar um 4,5 milljarða króna,
verður tekin í notkun. Alls fer met-
anframleiðslan úr 3,5 milljónum
normalrúmetra í 6,5 milljónir.
Sorpa bs. er í eigu sveitarfélag-
anna sex á höfuðborgarsvæðinu og
því er ákveðinn þrýstingur á þau að
auka notkun sína á metani. Eins og
Fréttablaðið greindi frá á dögunum
sendi framkvæmdastjóri Sorpu
áskorun til allra sveitarfélaganna og
undirstofnana þeirra að þau kanni
þann möguleika að fjölga fara-
tækjum í sinni eigu sem gangi fyrir
metani. Viðtökur þeirra sem hafa
svarað, Kópavogsbæjar og Slökkvi-
liðisins á höfuðborgarsvæðinu, hafa
verið heldur dræmar.
Nú er því í skoðun að Strætó bs.
stórauki notkun sína á metani.
Hugmyndir eru um að fyrirtækið
fjárfesti í allt að 20 metanbílum.
Fyrirtækið keypti tvo metanbíla
árið 2005 en reynslan af þeim var
ekki góð. Ný og betri tækni hefur
þó síðan litið dagsins ljós og í sept-
ember keypti fyrirtækið sinn þriðja
metanvagn af gerðinni Scania City-
wide.
Bíllinn var notaður og var kaup-
verðið 31 milljón króna. Sá fjórði
verður síðan tekinn í notkun í
byrjun næsta árs en áætlað kaup-
verð hans er 41 milljón króna.
Verðmunurinn helgast af því að sá
nýjasti er mun minna ekinn. „Þessi
bíll sem við fengum í september
hefur reynst mjög vel. Hann hefur
verið í fullri notkun undanfarið og
þykir góður í akstri,“ segir Jóhannes
Svavar Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs.
Til þess að fjölga metanbílum
Strætó þarf að leggja eins kílómetra
metanlögn frá Bíldshöfða og að höf-
uðstöðvum Strætó á Hesthálsi sem
og að fjárfesta í betri áfyllibúnaði.
„Þetta er framlenging á lögn sem
liggur frá Álfsnesi. Það hefur verið
ókostur að þurfa að fara út fyrir
höfuðstöðvarnar til þess að fylla
bílana,“ segir Jóhannes Svavar.
Veitur hf. munu standa straum
af framkvæmdinni. Niðurstöður
frumathugunar og arðsemisgrein-
ingar liggja fyrir. Samkvæmt Ólöfu
Snæhólm Baldursdóttur, upplýs-
ingafulltrúa fyrirtækisins, verða
tölurnar þó ekki gefnar út opinin-
berlega þar sem þær verða nýttar í
útboði ef til þess kemur. „Það er gert
ráð fyrir að Strætó skuldbindi sig til
þess að kaupa ákveðið lágmarks-
magn, “ segir Jóhannes Svavar.
bjornth@frettabladid.is
Strætó íhugar metanvæðingu
Kannaður er fýsileiki þess að fjölga metanvögnum hjá Strætó bs. Rykið verið dustað af hugmynd um að
leggja sérstaka metanlögn að bækistöð fyrirtækisins. Nýlega fjárfesti Strætó í tveimur metanvögnum.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
Til skoðunar er að leggja eins kílómetra langa metanlögn að höfuðstöðvum Strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þessi bíll sem við
fengum í september
hefur reynst mjög vel. Hann
hefur verið í fullri notkun
undanfarið og þykir góður í
akstri.
Jóhannes S.
Rúnarsson,
framkvæmda-
stjóri Strætó bs.
SAMFÉLAG Kerfi R A RIK er háð
br áð a bi r gð a v ið ger ðu m e f t i r
skemmdirnar sem urðu í ham-
faraveðrinu nýlega. Það er því við-
kvæmt og ber skjaldað eins og er en
hefur þó haldið í því illviðri sem í
gær gekk yfir Norður- og Austur-
land. RA RIK er í við bragðs stöðu en
fyrir tækið vonast til að fara inn í
jólin á ró legri nótum þegar ó veðrið
er gengið yfir.
„Það má segja að kerfið sé hálf-
laskað núna og því er það við-
kvæmara fyrir slæmu veðri á
sumum stöðum,“ segir Helga
Jóhannsdóttir, formaður neyðar-
stjórnar RARIK. Gular veður við-
varanir voru í gildi á öllu Norð-
ur- og Austur landi í gær, þeim
lands hlutum sem urðu verst úti
nýlega þegar skemmdir urðu á
kerfi RA RIK. Mörg heimili voru þá
raf magns laus í nokkra daga. Slæm
ísingar veður spá var í fyrrinótt
en kerfið stóðst þá áraun. Engar
skemmdir hafa orðið á bráða birgða-
við gerðunum, sem gerðar voru eftir
síðasta storm, í þeim sem í gær gekk
yfir. „Við erum búin að vera að berj-
ast við af leiðingarnar af þessu veðri
alveg síðan það varð,“ segir hún.
„Það hafa verið dá litlar truflanir
á á kveðnum svæðum og við erum
búin að vera á fullu að bregðast við
þeim. Við skipta vinirnir hafa því
þurft að sýna okkur þolin mæði,“
heldur Helga áfram.
„Ekkert hefur komið upp á núna á
meðan þessar við varanir eru í gildi.
Við fylgjumst vel með og fyrir tækið
er enn á hæsta við búnaðar stigi,“
segir Helga. „En við tökum stöðuna
þegar veðrið hefur gengið yfir og
vonumst til að geta f lautað við-
búnaðar stig af og farið inn í jólin
að eins ró legri. Við vonum bara að
bæði við og við skipta vinir okkar
getum haldið gleði leg jól með raf-
magni.“ ottar@frettabladid.is
Vona að allir geti haldið raf mögnuð og gleði leg jól
Kerfi RARIK er við-
kvæmt og berskjaldað eftir
illviðri undanfarið.
1 Munu ræða hvort Harry og Meghan verði svipt titlum
sínum Borgarráð Brighton & Hove
mun ræða tillögu þess efnis að
hertogahjónin Harry og Meghan
Markle verði svipt titlum sínum
sem hertogahjónin af Sussex.
2 Viðvörunarbjöllur hringja á jólum Fíkniefnið Spice hefur
gert vart við sig meðal hópa ung-
menna í öllum hverfum.
3 Þvo hár með vatni úr kaff-vélinni Hárgreiðslustofur
í vesturhluta borgarinnar hafa
notast við mismunandi leiðir við
hárþvott í heitavatnsleysinu í dag.
SAMFÉLAG Bæjarráð Vestmanna-
eyja hefur tekið fyrir ósk Lund-
ans, skemmtistaðar í bænum, um
lengdan opnunartíma í dag, Þor-
láksmessu. Lundinn sótti um að
fá að hafa opið til þrjú í nótt og
til klukkan fjögur aðfaranótt 27.
desember. Þá sóttu forsvarsmenn
skemmtistaðarins um að áramóta-
fögnuðurinn myndi fá að standa til
kl. 06.00.
Bæjarráðið veitti góðfúslegt leyfi
að því gefnu að farið sé að skilyrðum
sýslumanns um slíkt áfengisleyfi og
með fyrirvara um jákvæða umsögn
hlutaðeigandi eftirlitsaðila.
Þá er umsóknin háð ríkri kröfu
um frágang og snyrtimennsku og
áskilur bæjarráð sér rétt til að láta
þrífa umhverfi skemmtistaðarins á
kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
– bb
Partýpinnar á
Þorláksmessu
Októberfest í desember. Allavega í
Vestmannaeyjum fyrir áhugasama.
2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð