Fréttablaðið - 23.12.2019, Qupperneq 10
Palestínumenn báru
fram kæruna árið 2015.
P Ó LL A N D Samband kaþólsk u
kirkjunnar í Póllandi og stjórnar-
flokksins Lög og réttlæti er sterkt,
svo sterkt að það er byrjað að valda
kirkjunni sjálfri vandamálum, eins
og vefurinn Politico greinir frá.
Í Póllandi er ekki opnuð opin-
ber bygging án blessunar prests.
Ekki heldur knattspyrnuleik-
vangs, slökkviliðsstöðvar eða jafn
vel hringtorgs. Á öllum hátíðum
og viðburðum, trúarlegum jafnt
sem veraldlegum, kemur kirkjan
að með einum eða öðrum hætti. Í
hverjum skóla, hverjum réttarsal og
hverri opinberri skrifstofu hangir
róðukross við hlið skjaldarmerkis
landsins.
Lög og réttlæti byggja sín stjórn-
mál á íhaldssemi, gömlum gildum,
hinu hefðbundna f jölsk yldu-
mynstri og trúnni. Ríkið, þjóðin,
f lokkurinn og kirkjan eru eitt.
Ekki eru þó allir Pólverjar sem
gleypa pilluna án þess að hugsa
sig tvisvar um og þetta samlífi
kirkjunnar og f lokksins er byrjað
að skaða kirkjuna. Fjölmargir Pól-
verjar, þótt trúaðir séu, fella sig ekki
við harða afstöðu stjórnvalda í garð
hinsegin fólks. Þá finnst mörgum
sem sjálfstæði kirkjunnar sé ógnað
með þessari tengingu við ríkis-
valdið.
„Fórnarlömbin í þessu sambandi
eru réttindi borgaranna,“ segir
Pawel Borecki, kennari við laga-
deild Varsjárháskóla. „Mörgum
borgurum finnst þeir óvelkomnir í
þessu landi.“
Í lögum landsins og stjórnar-
skránni er skýrt kveðið á um
aðskilnað ríkis og kirkju. Fram-
kvæmdin er hins vegar önnur í raun
því kirkjunnar menn koma inn á
hið veraldlega svið með ýmsum
hætti og hafa áhrif langt út fyrir það
sem rammi laganna setur þeim. Til
dæmis í menntakerfinu, dómstól-
um, menningarmálum, svo ekki sé
talað um bein stjórnmálaleg áhrif.
Stjórnmálamenn sjálfir græða
á þessu samstarfi, því auk þess að
höfða almennt til trúar fólks þá
skaffa prestarnir sjálfir atkvæði
fyrir frambjóðendur. Þetta á ekki
aðeins við um Lög og réttlæti, eldri
f lokkar bæði á hægri og vinstri
vængnum hafa haft sterk tengsl
við kirkjuna. Lög og réttlæti hefur
hins vegar fært þetta samband upp
á annað stig.
Hinn pólski páfi, Jóhannes Páll
II, sem lést árið 2005, er lykilper-
sóna í þessari sögu. Hans hlutverk
í sigrinum á kommúnismanum
er ekki vanmetið og árið 2014 var
hann gerður að dýrlingi. Á meðan
Jóhannes Páll stýrði Vatíkaninu
var pólskur almenningur á bandi
kirkjunnar í einu og öllu. En eftir að
hann féll frá hefur neikvæð afstaða
til kirkjunnar vaxið, sér í lagi eftir
að samlífið með Lögum og réttlæti
hófst árið 2015.
Í könnun sem gerð var árið 2017
höfðu 48 prósent Pólverja nei-
kvæða afstöðu til sambandsins og
70 prósent sögðu að klerkar ættu
ekki að skipta sér af veraldlegum
málefnum. Hér er einnig um mikið
kynslóðabil að ræða. Kirkjusókn er
á undanhaldi, sérstaklega hjá þeim
yngri. Ofan á þetta var stórt barna-
níðingahneyksli presta af hjúpað
fyrr á þessu ári.
Blaðamaðurinn Karol Wilc-
zynski, er einn af þeim sem hafa
barist fyrir því að tengsl kirkjunnar
við ríkisvaldið rofni. En sjálfur er
hann sanntrúaður kaþólikki. Hann
ásamt fleirum sendu kirkjunni opið
bréf í haust þar sem þess var krafist
að kirkjunni yrði skilað til fólksins.
„Við heyrum sífellt meira af pre-
dikunum sem sá hatri manna á
milli í stað þess að okkur sé kennt
um hinn miskunnsama guð,“ segir
Wilczynski.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Tengsl stjórnarflokksins við
kirkjuna hafa neikvæð áhrif
Sterk tengsl stjórnarflokksins Laga og réttlætis og kaþólsku kirkjunnar í Póllandi eru farin að skaða
kirkjuna. Þar í landi kemur kirkjan að öllu því sem hið opinbera gerir þó kveðið sé á um aðskilnað í
stjórnarskrá. Hafið er átak trúaðra til að endurheimta sjálfstæði kirkjunnar og skera á tengslin.
Trúaðir berjast nú fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju í Póllandi, en tengsl þeirra eru sterk. NORDICPHOTOS/GETTY
Við heyrum sífellt
meira af predik-
unum sem sá hatri manna á
milli í stað þess að okkur sé
kennt um hinn miskunn-
sama guð
Karol Wilczynski blaðamaður
ÍSR AEL Yf irsaksóknari Alþjóða
stríðsglæpadómstólsins vill hefja
formlega rannsókn á Ísraels-
mönnum vegna framferðis þeirra
á Vesturbakkanum, Gaza strönd-
inni og austurhluta Jerúsalem-
borgar. Málið hefur verið á borði
dómstólsins síðan árið 2015 þegar
Palestínumenn kærðu framferði
Ísraelsmanna.
Yfirsaksóknari
vill rannsókn á
stríðsglæpum
Benjamín Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, heldur því fram að
kæran eigi sér enga stoð, sé drifin af
pólitík og að dómstóllinn hafi ekki
lögsögu í málinu.
Fatou Bensouda, hinn gambíski
yfirsaksóknari, segir hins vegar að
kæran uppfylli öll þau skilyrði sem
dómstóllinn setur fyrir rannsókn
og hefur beðið dómarana um að
skera úr um á hvaða svæðum hægt
sé að gera hana því þær hafa óvana-
lega lagalega stöðu. Slík rannsókn
myndi bæði beinast að hernaðarað-
gerðum Ísraelsmanna og uppbygg-
ingu landnemabyggða á landi Pal-
estínumanna. – khg
Fatou Bensouda yfirsaksóknari.
AFGANISTAN Ashraf Ghani, núver-
andi forseti Afganistans, virðist
hafa verið naumlega endurkjörinn
í kosningum sem fóru fram í land-
inu í lok september. Niðurstöður
kosninganna voru birtar fyrst í
gær, nærri þremur mánuðum eftir
að atkvæði voru greidd.
Að sögn AP fréttastofunnar
fékk Ghani 50,64% atkvæða en
frambjóðandi þurfti að að fá yfir
helming greiddra atkvæða í fyrstu
umferð til að tryggja sér embættið.
Mótframbjóðandinn Abdullah
Abdullah, hægri hönd forsetans
í ríkisstjórninni, hlaut 39,52%
Ghani hafði sigur í forsetakjöri í Afganistan með naumum mun
atkvæða. Hann hefur þegar mót-
mælt niðurstöðunum og lýst sjálfur
yfir sigri. Abdullah hefur heimild
til að kæra úrslitin og hefur þegar
greint frá því að svo verði gert.
Bráðabirgðaúrslit áttu að verða
ljós 19. október. Bið varð á þeim
vegna tæknilegra örðugleika og
ásakana nokkurra frambjóðenda
um kosningasvindl. Fyrirfram var
búist við að þeir Ghani og Abdullah,
myndu keppa hart um embættið.
Að sögn AFP áttu forsetakosning-
arnar að vera tákn styrks hins unga
lýðræðis Afganistans. Hins vegar
varð af margvíslegum ástæðum að
ógilda um eina milljón þeirra 2,7
milljóna atkvæða sem greidd voru.
Kosningaþátttaka var því lítil.
Talibanar stjórna eða ríkja í
meira en helmingi landsins. og
ráðast nær daglega gegn afganska
ríkishernum og embættismönnum
og þeim sem eru álitnir bandamenn
stjórnvalda. Á sama tíma falla tugir
óbreyttra borgara. – dsGhani þurfti yfir helming atkvæða til að tryggja endurkjör. NORDICPHOTOS/AFP
Niðurstöður kosning-
anna voru birtar fyrst í gær,
nærri þremur mánuðum
eftir að atkvæði voru greidd.
BRETLAND Elísabet II Bretadrottn-
ing sótti kirkju í gær nálægt sveita-
setri sínu á meðan Filippus prins
eiginmaður hennar til 72 ára, dvelur
á King Edward VII sjúkrahúsinu í
London.
Að sögn AP fréttastofunnar er
enn ekki ljóst hvort hinn 98 ára
gamli prins og hertogi af Edinborg,
muni dvelja með fjölskyldunni yfir
jólin á sveitasetri konungsfjölskyld-
unnar í Sandringham í Norfolk.
Samkvæmt áratuga hefð býður
Elísabet drottning fjölskyldunni að
verja jólunum í Sandringham.
Vilhjálmur Bretaprins, Katrín
hertogaynja og börn þeirra munu
dvelja þar yfir hátíðirnar ásamt
nánustu fjölskyldu. Drottningin
hefur ekki breytt út af áratuga hefð
og fór að venju í kirkju í gær. Kon-
ungsfjölskyldan mun einnig sækja
messu á jóladagsmorgun.
Fulltrúar Buckinghamhallar
birtu í gær sérstakar hátíðarmyndir
af Elísabetu drottningu búa til jóla-
eftirrétt með dyggri aðstoð frá syni
sínum, Karli Bretaprins, barna-
barninu Vilhjálmi prins og hertoga
af Cambridge og langömmubarninu
George prins af Cambridge, sem lét
ekki sitt eftir liggja.
Allir eru þeir í erfðaröðinni
til krúnunnar. Karl sá fyrsti, Vil-
hjálmur annar og sá stutti er þriðji í
erfðaröðinni. – ds
Elísabet drottning sækir kirkju en óvíst með Philip
Konunglegur jólaeftirréttur útbúinn í Sandringham. NORDICPHOTOS/GETTY
GEIMFERÐIR Starliner geimfarinu
sem átti að f ljúga til Alþjóðlegu
geimstöðvarinnar, var snúið við og
það lenti aftur á jörðinni í gær.
Starliner, geimfari Boeing fyrir-
tækisins, var skotið á loft á föstudag.
Í framtíðinni á að nota farið til að
ferja geimfara út í geim frá Banda-
ríkjunum.
Ómögulegt reyndist að fljúga því
til geimstöðvarinnar því geimfarið
brenndi mun meira eldsneyti en til
stóð og missti af sporbrautinni. Var
því snúið aftur til jarðar.
Um borð í farinu voru jólagjafir
til geimfaranna sex sem vinna í
geimstöðinni. Þeir verða því að
opna pakkana síðar. – ds
Engar jólagjafir
til geimfaranna
Úr Alþjóðlegu geimstöðinni.
2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð