Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2019, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 23.12.2019, Qupperneq 17
Eini hópurinn sem telur sig munu nýta sér þjónustuna minna er fólkið sem aldrei verslar við rekstraraðila í miðbænum. Opnunartímar Kirkjugarða Reykjavíkur um jólin Á aðventunni, um jól og áramót eru Fossvogskirkjugarður, Gufuneskirkjugarður, Kópavogskirkjugarður og Hólavallagarður opnir allan sólarhringinn nema Fossvogskirkjugarður er lokaður fyrir allri bílaumferð á aðfangadag milli kl 11:00 og 14:00 vegna mikils fjölda gangandi og slysahættu. Þeir sem ekki geta vitjað leiða ástvina sinna nema koma akandi er bent á að koma annað hvort fyrir eða eftir tilgreindan lokunartíma. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Á Þorláksmessu og aðfangadag er hringakstur í Gufuneskirkjugarði með aðkomu eingöngu frá Hallsvegi og farið er út norðan megin inn á Borgaveg eins og verið hefur. Símavarsla verður á skrifstofu Kirkjugarðanna á aðfangadag og gamlársdag frá kl. 08:00 - 12:00 í síma 585 2700 fyrir þá sem þurfa að leita upplýsinga og aðstoðar. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. www.kirkjugardar.is Mér er ljúft og skylt að svara grein Miðbæjarfélagsins í Fréttablaðinu þann 11. desember, þar sem félagið bregst við umfjöllun minni um rangfærsl- ur þess um göngugötur í miðborg Reykjavíkur. Í greininni er nafnið mitt nefnt 14 sinnum, og það að ég búi erlendis þrisvar. Miðbæjar- félagið gerir hins vegar enga tilraun til þess að skýra rangfærslur sínar og notar óhikað aftur sömu tölur og ég hef sýnt fram á að eru rangar. Það vantar því enn skýringu á því af hverju félagið heldur því fram að 246 rekstraraðilar hafi skrifað undir undirskriftalista þess, þótt þeim sé fullljóst að fjöldi aðila skrifi undir tvisvar og að á listanum sé fólk sem aldrei hefur verið með rekstur á svæðinu. Ekki er skýrt af hverju félagið hefur kosið að stórýkja tölur varðandi starfsmannafjölda fyrir- tækjanna. Svo ekki sé talað um þá fjölmörgu aðila sem eru ósáttir við að vera bendlaðir við málflutning félagsins í dag. Vandræði Miðbæjarfélagsins við prósentureikning Einnig vantar skýringu á því hvernig félagið komst að þeirri niðurstöðu að 92% rekstraraðila við Laugaveg, Skólavörðustíg og Banka- stræti hafi skrifað undir listann. Það glittir reyndar aðeins í hana Miðbæjarfélagið forðast að svara fyrir rangfærslur Páll Tómas Finnsson upplýsinga- ráðgjafi og áhugamaður um vistvænar borgir þar sem félagið talar um að 90% rekstraraðila og fyrirtækja „sem þátt tóku“ hafi lýst sig andvíga lok- unum. Það er hins vegar ekki þann- ig sem prósentureikningur virkar, og því algjör fjarstæða að tala um þetta sem óhagganlega staðreynd eins og gert er – enn og aftur – í svarinu. Það var fyrirsjáanlegt að Mið- bæjarfélagið myndi reyna að klína á mig einhverri óvild gagnvart lista- mönnum og hárskerum. Á undir- skriftalistanum stendur vissulega að þar sé um að ræða rekstraraðila í miðbænum, en vandamálið er að talsmaður félagsins hefur ekki kynnt það þannig í fjölmiðlum. Hann hefur haldið því fram að 92% fyrirtækja og verslana á svæðinu séu á móti lokunum, sem er einfald- lega kolrangt. Það skal því engan undra þó að ég treysti Rannsóknar- setri verslunarinnar betur til þess að telja útsölustaði verslunar og þjónustu á svæðinu en Miðbæjar- félaginu. Afstaða rekstraraðila á skjön við viðhorf borgarbúa Miðbæjarfélagið nefnir ágæta viðhorfskönnun Zenter rannsókna í svarinu, en í könnuninni kemur margt athyglisvert fram. Helsti kostur hennar er að hægt er að skoða og meta gögnin sem liggja til grundvallar, sem er meira en hægt er að segja um fullyrðingar Mið- bæjarfélagsins. Könnunin sýnir að 62% rekstr- araðila í miðborginni eru andvíg göngugötum allt árið. Miðbæjar- félagið hefur haldið því fram að hlutfallið á göngugötusvæðinu sé 74%, en það þarf kannski ekki að koma á óvart að sú tala er röng. Rétt hlutfall er 65,7%. Talsmaður félagsins kallaði það í útvarpsviðtali „hneykslanlegt“ að blanda rekstraraðilum á Granda og í Kvosinni í málið, en eins og kom fram í svarinu hikar Miðbæjarfélag- ið ekki við að gera það sjálft þegar það hentar málstað þess. Félaginu til huggunar vil ég benda á að svörin frá Granda og Hafnartorgi voru tólf, og því felur 75% stuðningurinn þar í sér afstöðu níu aðila. Sé viðhor f höf uðborgarbúa skoðað blasir við allt önnur mynd. Í miðbænum eru 74% íbúa hlynntir göngugötum allt árið og 6% til við- bótar hlutlausir. Í póstnúmerunum 103-107 eru 77% íbúa annað hvort hlynnt eða hlutlaus. Hvergi á höfuð- borgarsvæðinu er meirihluti and- vígur göngugötum. Stuðningurinn er 75% í hópi þeirra sem nýta sér þjónustu í mið- bænum vikulega eða oftar og 89% þeirra telja sig munu nýta þjónust- una jafnoft eða oftar verði svæðinu breytt í göngugötur. Það sama á við um 78% þeirra sem sækja þjónust- una einu sinni til þrisvar í mánuði. Eini hópurinn sem telur sig munu nýta sér þjónustuna minna er fólkið sem aldrei verslar við rekstraraðila í miðbænum. Hægt væri að nefna fjölmörg atriði til viðbótar úr viðhorfskönn- uninni sem benda til þess að við- skipti muni aukast í miðborginni verði svæðinu breytt í göngugötur. Forsendan er að þar verði skapað vistlegt og skemmtilegt borgarum- hverfi fyrir gangandi og hjólandi, sem samkvæmt talningum eru 81% þeirra sem fara um Laugaveginn. Prófessor Wojciech Sadurski, heimskunnur pólskur fræði-maður á sviði lögfræði, bíður nú niðurstöðu dómsmáls vegna ummæla sem hann lét falla á Twitter um pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS). Með ummæl- unum líkti hann f lokknum við skipulögð glæpasamtök. Stjórnmálaf lokkurinn höfð- aði í kjölfarið meiðyrðamál gegn honum, sem vakið hefur hneykslan í alþjóðlegu samfélagi fræðafólks í lögfræði. Fjallað hefur verið um málið í virtum fjölmiðlum um allan heim og hefur fræðasamfélagið staðið fyrir undirskriftasöfnun til stuðn- ings honum undir myllumerkinu #WithWoj. Þykir það til marks um slæmt ástand mála í Póllandi að reynt sé að þagga niður í gagnrýni á stjórnvöld með því að lögsækja gagnrýnendur. Ég tek undir þessi sjónarmið. Það er mikilvægt að unnt sé að gagnrýna aðila í valdastöðum í hverju sam- félagi án þess að eiga yfir höfði sér valdbeitingu og í því tilliti verður að veita nokkuð svigrúm til óheflaðrar og óhefðbundinnar tjáningar. Það að draga fólk fyrir dómstóla getur eitt og sér talist valdbeiting, óháð því hver niðurstaða dómsmálsins verður, sérstaklega ef efnahags- legt eða pólitískt valdaójafnvægi er á milli aðila. Þeir sem eru í slíkri valdastöðu verða því að temja sér mildi í meðförum um vald sitt. Hjá því verður ekki komist að #WithWoj Haukur Logi Karlsson nýdoktor við lagadeild Háskólans í Reykjavík benda einnig á víðara samhengi þessarar málshöfðunar. Á síðustu árum hefur PiS gengið skipulega til verks við að þrengja að sjálfstæði dómstóla í Póllandi með ýmsum aðferðum. Af því tilefni hefur fjöldi mála ratað til Evrópudómsstóls- ins, meðal annars að frumkvæði Evrópusambandsins, sem telur blikur á lofti varðandi sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Það vekur því sérstakan óhug að pólsk stjórnvöld lýsi velþóknun á stöðu mála á Íslandi með því að skila inn greinargerð til stuðn- ings þeim ótilhlýðilegu pólitísku afskiptum og lögbrotum sem urðu við skipun Landsréttar á árinu 2017. Það eitt og sér ætti að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar um rétt- mæti þeirrar vegferðar að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadóms- stólsins í máli Ástráðs Haraldssonar héraðsdómara. Það mætti segja að glöggt sé gests augað, að pólsk stjórnvöld sjái stuðning og réttlætingu við aðgerðir sínar við að knésetja pólska dóms- valdið í áfrýjun íslenskra stjórn- valda. Á meðan klóra íslenskir ráða- menn sér af heimóttarskap í hausn- um yfir afskiptasemi alþjóðasam- félagsins af fullveldi Hæstaréttar Íslands til að beita stjórnsýslulög- um nr. 37/1993 á hvert það álitamál um mannréttindi sem upp kann að koma. Sem betur fer eru íslenskir fræði- menn ekki í þeirri stöðu að þurfa að þola málsóknir vegna gagnrýni á gjörðir ráðandi afla. Mál prófess- ors Wojciech Sadurski sýnir hins vegar að full ástæða er til þess að vera vakandi fyrir öllum tilburðum í þá veru, enda nægir oft að þagga harkalega niður í einum áberandi gagnrýnanda, til þess að aðrir hugsi sig tvisvar um að láta skoð- anir sínar í ljós. Þess vegna stend ég með Woj. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.