Fréttablaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Maxine, eða Max eins og hún er oftast kölluð hefur unun af ferðalögum og hefur ferðast mikið um heiminn. Þegar hún kom til Íslands hafði hún verið á ferðalagi í 10 ár. „Ég var á ferðalagi frá Asíu til Evrópu og hafði verið í Danmörku áður en ég kom hingað,“ segir Max. Á Íslandi gripu örlögin í taumana en þar kynntist hún manninum sínum Magnúsi og saman eiga þau synina Elvis Thor fjögurra ára og Axl Tý tveggja og hálfs árs. Þau hjónin hafa ekki látið barneignir stoppa sig í að ferðast og Elvis litli var ekki nema þriggja mánaða þegar hann fór fyrst til útlanda. „Við erum vön að fara út í lok nóvember á hverju ári og koma til baka í febrúar eða mars, en Elvis fæddist 22. nóvember svo við gátum ekki farið þá. Við fórum í staðinn í febrúar eða mars árið eftir. Þá fórum við til Indlands, Malasíu, Balí og Ástralíu þar sem amma hans býr.“ Þar með var ferðalögum Elvis litla ekki lokið það árið en í nóv- ember fór litla fjölskyldan aftur út og Elvis hélt upp á eins árs afmælið sitt í Marokkó og varði jólunum á Tenerife. „Svo fæddist Axl í mars 2017 og við fórum út í nóvember eins og venjulega. Elvis varð tveggja ára í Taílandi og jólin voru haldin á Balí,“ segir Max. Drukku romm og sungu í karókí á Madagaskar Ein minnisstæðustu jólin sem Max hefur átt með fjölskyldu sinni á ferðalagi var í fyrra á Mada- gaskar. „Við ætluðum bara að eyða deginum á hótelherberginu okkar af því allt fólkið þar var með fjöl- skyldum sínum og enginn á ferli. Við vorum með bílstjóra af því við máttum ekki keyra sjálf þar. Bílstjórinn bauð okkur að koma í þorpið hans og vera með fjölskyld- unni hans. Við hugsuðum bara af hverju ekki, við höfðum ekkert annað að gera.“ Max og fjölskylda fóru því í þorpið þar sem fjölskylda bíl- stjórans bjó nánast öll í litlu húsi. „Þau elduðu heilan helling af mat, alls kyns kjöt og grænmeti. Til dæmis svínsmaga og annan sér- stakan mat. Við töluðum saman og drukkum sterkt romm frá Mada- gaskar sem er hefð að drekka á jól- unum þar. Svo urðum við að dansa því það eru ekki jól á Madagaskar ef þú dansar ekki. Svo enduðum við öll í karókí.“ Þetta var mjög sérstök lífs- reynsla að sögn Max, og þegar hún fór út til að fara á klósettið sem var fyrir utan húsið, sem Elvis fannst mjög skrýtið, þá heyrði hún fólk syngja og dansa í öllum húsunum í kring. Allir í þorpinu voru að fagna jólunum á sama hátt. Mikill farangur fylgir börn- um á ferðalagi um heiminn Max segir að henni finnist alls ekki erfitt að ferðast með ungbörn. „Þegar við komum í vélina gaf ég þeim alltaf brjóst svo maginn væri fullur af mat, svo sofnuðu þeir oftast og sváfu þar til vélin lenti,“ segir hún. „Þetta verður ögn flóknara með eldri börn, en mörg flugfélög bjóða upp á afþreyingu fyrir börn og svo er hægt að leyfa þeim að horfa á uppáhaldsteikni- myndina sína og þá er f lugferðin allt í lagi. En það fylgir mikill farangur því að ferðast með börn. Eins og leikföng, bleyjutaska, aukableyjutaska, matur, auka bolur á þig ef þau skyldu æla á þig og líka stórir hlutir eins og kerra og jafnvel barnabílstóll. Margar bílaleigur bjóða ekki upp á bílstóla fyrir ung börn og þú þarft að hafa þetta allt með þér í f lugið.“ Þeir Elvis og Axl eru mjög hrifnir af f lugvélum og tala mikið um að fara í stóru flugvélina. Fjölskyldan ferðast mest til Asíu því þaðan er stutt að fara til Nýja-Sjálands og Max segir að þar sé ódýrt að fljúga milli landa. En hún hlakkar til að halda fyrstu jól allrar fjöl- skyldunnar saman á Íslandi. „Ég hef alltaf lagt áherslu á það við strákana að jólin snúist um að vera með fjölskyldunni, að sýna kærleika og fyrirgefa. Það á betur við um allan heim heldur en aug- lýsingar í sjónvarpinu sem segja að þú þurfir að kaupa dýra hluti til að halda jól.“ Í anda þessarar hugsunar hafa Max og synir hennar dundað sér við að búa til heimatilbúnar jólagjafir handa öllum. Þau hafa líka búið til gjafapappír út teikni- myndasögum, plakötum og jafn- vel treflum. „Ég hef viljað leggja áherslu á það við strákana að það þarf ekki að gefa dýrar gjafir til að gleðja einhvern. Það að búa þær til er það sem veitir gleði.“ Gefa heimilislausum börn- um mat og nammipoka Max segir ekki mikið um jólahefð- ir hjá fjölskyldunni á ferðalögum en þau kaupi þó yfirleitt nammi handa heimilislausum börnum. „Það er mjög mikið um heimilis- laus börn í Asíu að betla á helstu ferðamannastöðunum. Við gefum þeim yfirleitt öllum nammipoka og ef þau eru svöng kaupum við mat handa þeim. Við segjum strákunum okkar að það séu ekki öll börn eins heppin og þeir. Þessi börn geta ekki opnað ísskápinn þegar þau eru svöng og fengið sér að borða því foreldrar þeirra eiga engan mat, og kannski eiga þau enga foreldra. Við viljum að þeir viti þetta því á Íslandi sérðu ekki betlandi börn. Við viljum kenna þeim að jólin snúast um að gefa, ekki bara þínum nánustu heldur til samfélagsins.“ Max langaði að gefa af sér þessi jól líka og bauð sig fram til að aðstoða í jólamatnum hjá Hjálp- ræðishernum en aðstoðar hennar var ekki þörf. „Ég held ég hafi verið of sein að hafa samband, það buðu greinilega margir sig fram. En mér hefði þótt gaman að geta kennt strákunum mínum að á Íslandi eru líka fjölskyldur sem eiga ekki nógan mat og að það er fallegt að þarna komi fólk og borði saman og búi til eina stóra fjölskyldu. Í ár verðum við hjá tengaforeldrum mínum og fjölskyldu mannsins míns. Það verður gaman fyrir strák- ana að fá að upplifa jól með frænd- systkinum sínum,“ segir Max. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Fjölskyldan saman á Bali. Elvis Thor og Axl Týr á jólunum á Bali. Ein eftirminnilegustu jól sem Max hefur upplifað á ferðalagi voru á Madagaskar með fjölskyldu bílstjórans. Max með báða strákana sína á bakinu á ferðlagi á Indlandi. Framhald af forsíðu ➛ Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.