Fréttablaðið - 23.12.2019, Page 26
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við fráfall
Erlings Ólafssonar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Landspítalans.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Helga Kristjánsdóttir
Faðir minn,
Jóhann Eyfells
myndlistarmaður og prófessor,
lést á hjúkrunarheimili í
Fredericksburg í Texas þann
3. desember síðastliðinn.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni
27. desember klukkan 15.00.
Ingólfur Eyfells og aðrir aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Gunnar Sigurðsson
löggiltur endurskoðandi,
Naustabryggju 54,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut,
laugardaginn 14. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
27. desember klukkan 13.00.
Guðný Leósdóttir
Margrét Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Sigurður Gunnar Sveinsson
Þóra Gunnarsdóttir Matthías Einarsson
Hildur Gunnarsdóttir Héðinn Friðjónsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Magnús Jón Björgvinsson
Ísafold, Strikinu 3, Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 19. desember sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Björgvin Magnússon Björk Tryggvadóttir
Ólafía Margrét Magnúsdóttir Sæmundur Pálsson
Guðný Rósa Magnúsdóttir Gunnar Guðjónsson
Erla Magnúsdóttir Þórður Höskuldsson
og afabörn.
Merkisatburðir
1603 Ahmed 1. verður soldán í Tyrkjaveldi aðeins þrettán
ára gamall. Hann ríkir til dauðadags 1617. Hann tekur við
af föður sínum Memeð 3.
Akmeð er þekktastur fyrir byggingu Bláu moskunnar í
Istanbúl.
1945 Ný Ölfusárbrú er tekin í notkun.
1978 Bandaríski raðmorðinginn John Wayne Gacy er
handtekinn í Chicago.
1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík er staðfest.
Hún kemur í stað samþykktar sem gilt hafði í meira en
hálfa öld.
1989 Ion Iliescu verður forseti Rúmeníu.
Ludwig van Beethoven (1770–1827),
þýska gullaldartónskáldið, er almennt
talinn vera einn þeirra listamanna sem
hafi breytt tónlistarsögunni. Það gerði
hann meðal annars með níu sinfóníum
sem eru taldar meðal helstu meistara-
verka vestrænnar menningar.
Á þessum degi hélt Ludwig van
Beethoven sögulega risatónleika í
Theatre an der Wien, Vínarborg, þar
sem efnisskráin var ekki skorin við
nögl. Þar var frumfluttur hinn innilegi
fjórði píanókonsert, fimmta og sjötta
sinfónían, Kórfantasían, konsertarían
Ah, perfido og þrír þættir úr C-dúr
messunni. Beethoven stjórnaði auk
þess sem hann lék af fingrum fram.
Tónleikarnir voru maraþontónleikar,
því á fjórum klukkustundum voru
alls átta verk Beethovens frumflutt.
Mörgum gestanna þótti setan fulllöng
í köldu leikhúsinu.
Fimmta sinfónía Beethovens, með
sína spennuþrungna upphafstakta, er
að öllum líkindum þekktasta tónverk
sígildra tónbókmennta. Það er eitt
þeirra tónverka sem oftast heyrast í
tónleikasölum heimsbyggðarinnar.
Tónleikarnir þennan dag mörkuðu
þau tímamót að þetta var í síðasta
skiptið sem einn fremsti píanóleikari
sinnar tíðar kom fram opinberlega.
Heyrnarleysi Beethovens var orðið
það alvarlegt.
Þ E T TA G E R Ð I S T 22 . D E S E M B E R 18 0 8 :
Sögulegir risatónleikar Beethovens í Theater an der Wien
Loftur Jóhannesson f lug-maður lést þann 23. janúar á þessu ári. Hann var fæddur í Reykjavík þann 23. desember 1930 og hefði því fagnað 89 ára afmæli sínu í dag ef hann
hefði lifað.
Loftur var af mörgum talinn vera
einn auðugasti Íslendingurinn en því
hefur verið haldið fram að hann hafi
fyrst og fremst efnast af vopnasölu til
vanþróaðra ríkja. Rétt er að geta þess að
Loftur neitaði því alla tíð að starfa við
vopnasölu en heimildir um þá umdeildu
iðju koma fyrst og fremst úr erlendum
bókum og fjölmiðlum.
Umdeildur ferill hans var dreginn
fram í dagsljósið fyrir nokkrum árum
í tengslum við Panamaskjölin svoköll-
uðu. Þá kom í ljós að Loftur tengdist
fjórum aflandsfélögum á Bresku Jóm-
frúaeyjunum og Panama.
Loftur var sannarlega gefið nafn við
hæfi enda áttu háloftin hug hans alla tíð.
Hann lauk atvinnuflugmannsprófi árið
1949, aðeins 19 ára gamall, en fluttist þá
til Bretlands þar sem hann lauk frekara
námi og vann fyrir ýmis þarlend f lug-
félög.
Í Bíafra-stríðinu 1967-1970 lokuðust
allar f lutningsleiðir til landsins. Loftur
f laug nokkrar ábatasamar en áhættu-
samar ferðir með hjálpargögn fyrir
svissneska flugfélagið Balair.
Hann eygði þó fljótlega tækifæri og í
samstarfi við nokkra Íslendinga stofn-
aði hann sitt eigið f lugfélag,Fraktflug.
Það fjárfesti í tveimur gömlum DC-6
f lugvélum frá Japan, undirbauð sam-
keppnisaðilana í hjálparf lugi og hóf
gróðarekstur. Loftur og hinir Íslending-
arnir högnuðust vel, en gefið hefur verið
í skyn að f lugfélagið hafi ekki aðeins
flutt hjálpargögn til stríðandi fylkinga.
Eins og áður segir fjölluðu erlendir
miðlar af og til um meint vopnaviðskipti
Lofts. Frægust er sagan af því að Loftur
hafi selt stjórnarher Saddams Hussein
í Írak tólf skriðdreka sem breska blaðið
The Sunday Times greindi frá. Frumleg
hugsun virðist þó ekki hafa átt upp á
pallborðið hjá erlendum vopnasölum
því Loftur ku hafa gengið undir heitinu
„Íslendingurinn“ meðal þeirra.
Árið 1992, birti þýska tímaritið Der
Spiegel frétt sem unnin var upp úr
skjölum föllnu austur-þýsku leyni-
þjónustunnar Stasi. Í greininni var full-
yrt að Loftur hefði verið milliliður milli
vopnasala í Austur-Þýskalandi og CIA í
stórfelldum vopnaviðskiptum. Þannig
á Loftur að hafa verið í svo miklu uppá-
haldi hjá Stasi að hann hafi fengið að
geyma vopn og önnur stríðstól í sinni
eigu í vopnageymslum austur-þýska
hersins. Uppljóstranir Spiegel vöktu
mikla athygli og rannsakaði þýsk þing-
nefnd málið. Í umfjöllun Sunday Times
var fullyrt að fyrirtæki Lofts, Techaid,
hefði átt í viðskiptum við Stasi fyrir
milljónir sterlingspunda með eldflauga-
byssur, Kalashnikov-riffla og fjölmörg
önnur vígatól.
Loftur kvæntist tvisvar, fyrst Irmgard
Toft og síðar Sophie Genevieve Dumas
Jóhannesson. Loftur og Sophie héldu
heimili á nokkrum stöðum á heims-
kringlunni, meðal annars í London, í
Maryland-fylki í Bandaríkjunum sem
og á Barbados í Karíbahafinu. Þau eign-
uðust eina dóttur. bjornth@frettabladid.is
Íslenskur vopnasali sem
lauk lífsgöngunni á árinu
Margir töldu hann einn auðugasta Íslendinginn og var auðurinn talinn stafa frá um-
fangsmiklum viðskiptum með vopn og önnur hergögn, eftir því sem sögur herma. Fátt
er þó vitað með vissu í þessum efnum. Yfir lífshlaupi hans er eins konar ævintýrablær.
Þó því verði ekki haldið fram með vissu hafa erlendir fjölmiðlar talið að Loftur hafi verið umfangsmikill í vopnasölu á árum.
2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT