Fréttablaðið - 23.12.2019, Qupperneq 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann
Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
SMÁRATORG HOLTAGARÐAR
AKUREYRI ÍSAFJÖRÐUR
www.dorma.is
VEFVERSLUN
ALLTAF
OPIN
Fyrir þínar
bestu stundir
Skemmtilegar
Múmíngjafavörur
Múmín púði 50x50 cm.
Fjólublár eða blár.
Fullt verð: 5.900 kr.
JÓLATILBOÐ: 5.015 kr.
15%
AFSLÁTTUR
Allar Múmín
gjafavörur með
15% jólaafslætti
Múmín púðaver 50x30 cm
Fullt verð: 4.900 kr.
JÓLATILBOÐ: 4.165 kr.
Múmín snyrtitaska,
minni, gráblá.
Fullt verð: 3.900 kr.
JÓLATILBOÐ: 3.315 kr.
Múmín rúmföt, 140x200 cm.
Fullt verð: 9.900 kr.
JÓLATILBOÐ: 8.415 kr.
MÚMÍN
SÆNGURFÖT
Múmín
rúmfötin
samanstanda
af sængur veri
og koddaveri
sem bæði eru
með rennilás.
Þau eru úr
100% lífrænni
bómull og fást
í 3 litum, græn,
grá og gul.
Múmín snyrtitaska, stærri.
Fullt verð: 6.900 kr.
JÓLATILBOÐ: 5.865 kr.
Afgreiðslutímar til jóla
Þú finnur afgreiðslutíma
allra verslana Dorma á
heimasíðu okkar
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
ÞEGAR VALUR FREYR
SKAUT PLÖNTUNA
BRAST ÉG Í GRÁT ÞANNIG AÐ
MAMMA ÞURFTI AÐ FARA MEÐ
MIG HEIM.
2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Ævintýrið um Kar-íus og Baktus þekkja f lestir Í s l e n d i n g a r enda er um að r æ ð a síg i ld a
sögu eftir norska höfundinn Thor-
björn Egner. Bókin kom út árið 1949
og fjallar í stuttu máli um tann-
tröllin tvö, Karíus og Baktus, sem
lifa sældarlífi í munninum á sæl-
gætisgrísnum Jens. Piltur er ekkert
sérstakleg duglegur að tannbursta
sig og það hentar tanntröllunum vel
enda vita þeir fátt betra en að ryðja
í sig sætindum. Þegar þeir gerast
of aðgangsharðir í byggingafram-
kvæmdum þá fer Jens til tannlæknis
með skelfilegum afleiðingum fyrir
félagana.
Í byrjun febrúar verður nýtt leik-
rit um Karíus og Baktus frumsýnt
í Hörpu. Tveir ungir leikarar, þau
Elísabet Skagfjörð og Kjartan Darri
Kristjánsson, munu bregða sér í
gervi tanntröllanna og er verkið í
leikstjórn Söru Marti Guðmunds-
dóttur. Alls hafa átta sýningar
verið settar í sölu og mun leikritið
verða sett upp í Kaldalóni í Hörpu.
Sýningin verður aðeins 45 mínútur
að lengd og er sett á svið með það í
huga að kynna unga krakka fyrir
töfrum leikhússins í fyrsta skipti.
Þá verður það mögulega heppileg
aukaafurð að börnin hugi að eigin
tannheilsu eftir sýninguna.
Elísabet og Kjartan Darri segjast
vera orðin spennt fyrir því að sýna
verkið fyrir unga leikhúsgesti enda
getur fyrsta leikhúsreynslan oft
verið eftirminnileg. „Börn lifa sig
svo mikið inn í hlutina og því er
bæði stressandi og gefandi að leika
fyrir þau. Þau sitja ekkert á sér ef
þeim er ekki skemmt og því viljum
við gjarnan gefa þeim góða upp-
lifun,“ segir Elísabet.
Það væri ólíkt hennar fyrstu leik-
húsheimsókn sem endaði í tárum.
„Ég fór á Litlu hryllingsbúðina í
Borgarleikhúsinu árið 1999. Þegar
Valur Freyr skaut plöntuna brast ég
í grát þannig að mamma þurfti að
fara með mig heim,“ segir Elísabet
kímin.
Þessi harmræna fyrsta reynsla
gerði Elísabetu þó síður en svo
afhuga leikhúsinu. Hún útskrifað-
ist úr Listaháskóla Íslands tæpum
tveimur áratugum síðar og hefur
einnig lokið námi í ballett og
nútímalistdansi frá Listdansskóla
Íslands..
Kjartan segir að hans fyrsta leik-
húsminning sé í móðu. „Ég hrein-
lega man ekki eftir fyrstu leikhús-
heimsókn minni en veit þó að ég
fór á Kardemommubæinn ásamt
foreldrum mínum. Kannski er
ástæðan sú að ég á að hafa verið
stjarfur af hræðslu allt leikritið,“
segir Kjartan og hlær.
Hann útskrifaðist sem leikari úr
LHÍ 2015 og hefur síðan starfað hjá
Leikfélagi Akureyrar og tekið þátt í
fjölda sýninga í sjálfstæðu senunni.
Hvorugt þeirra segist hafa séð
leikritið um tanntröllin á sviði.
„Nei, en ég hlustaði mikið á hljóð-
bókina sem barn og einhvern veg-
inn er sagan ljóslifandi í kollinum á
mér,“ segir Kjartan Darri.
Að þeirra sögn mega leikhús-
gestir búast við því að sagan verði
sögð með hefðbundnum hætti.
„Tanngarðar hafa ekki mikið breyst
í áranna rás og fólk fer enn þá til
tannlæknis,“ segir Elísabet. Kjartan
bendir á að þó hafi þurft að aðlaga
textann að nútímanum á sumum
stöðum. „Fransbrauð er ekki það
versta sem börn láta ofan í sig í dag,“
segir hann brosandi.
steingerður@frettabladid.is
Fransbrauð ekki það
versta fyrir börn
Ný uppsetning hins sígilda leikverks um Karíus og Baktus eftir
Thorbjörn Egner verður aðeins 45 mínútur að lengd og er ætluð til
að kynna unga krakka fyrir töfrum leikhússins í fyrsta skipti.
Vonast er til að aukaafurð nýrrar uppfærslu á Karíusi og Baktusi verði til þessað börn hugi betur að tannheilsu sinni.