Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.12.2019, Qupperneq 2
Veður Norðan 5-13 m/s í kvöld með snjó- komu á norðanverðu landinu, en rofar til sunnanlands. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. SJÁ SÍÐU 20 Æsast þá leikar Ös var á sölustað Hjálparsveitar skáta í Reykjavík við Malarhöfða í gær. Aðeins má bjóða f lugelda í smásölu frá og með 28. desember fram á þrett­ ánda dag jóla. Sala á skoteldum til yngri en tólf ára er bönnuð. „Öll meðferð barna á þeim skal vera undir eftirliti fullorðinna. Einnig er bannað að selja eða af henda skotelda barni undir 16 ára aldri sé þess getið í leiðbeiningum með skoteldum,“ segir á síðu slökkviliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þú færð Gissur hvíta á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Byrjar á fallegum gull og silfurpálmum og fer síðan í gullstjörnur með brakandi silfri. Breytist yfir í rauðar stjörnur og endar með silfurbraki. skot 39 SEK 4 5 4 49 kg Vilhjálmur Einarsson, einn frækn­ asti íþróttamaður Íslands, lést á laugardag, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist 5. júní 1934 að Hafranesi við Reyðarfjörð. For­ eldrar hans voru Sigríður Vilhjálms­ dóttir frá Hánefsstöðum á Seyðis­ firði og Einar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal. Vilhjálmur setti Norðurlandamet í þrístökki, 15,83 metra, rétt áður en velja átti íslenska keppendur á Ólympíuleikana í Melbourne í Ástralíu árið 1956.  Í  þrístökks­ keppninni  þar setti Vilhjálm­ ur  ólympíumet með 16,26 metra stökki. Tveimur tímum síðar bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva metið með 16,35 metra stökki. Vil­ hjálmur fékk því silfurverðlaun og varð fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á ÓL.  Vilhjálmur varð  í þriðja sæti á Evrópumeistaramóti í Stokkhólmi árið 1958. Á ÓL í Róm 1960 stökk hann lengst 16,37 og lenti í 5. sæti. Vilhjá lmu r va r skólast jór i Héraðsskól ans í Reyk holti 1965­ 1979 og skóla meist ari Mennta skól­ ans á Eg ils stöðum frá upp hafi skól­ ans 1979 til árs ins 2001. Ef t irlifand i eig inkona  Vil­ hjálms  hans er Gerður Unndórs­ dóttir. Saman áttu þau sex syni. Vilhjálmur Einarsson var fimm sinnum útnefndur íþróttamaður ársins, 1956, 1957, 1958, 1960 og 1961. Vilhjálmur Einarsson látinn Vilhjálmur Einarsson, fyrrverandi skólameistari. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL IÐNAÐUR Ein af áramótabombun um í ár er bjórinn Stjörnuljós, af rakstur samstarfs brugghúsanna Smiðjunn­ ar og Borgar. Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar, segist ákaflega stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að brugga með Borg. Smiðjan hóf að brugga sinn eigin bjór fyrir um ári. Smiðjan er í Vík í Mýrdal. Sveinn segir um 95 prósent gesta vera erlenda ferðamenn sem margir hafi fylgst með framkvæmdum Sveins og fjölskyldu á samfélagsmiðlum og þekki því hvern krók og kima. „Árið er búið að vera skemmtilega klikkað og það er ekkert leiðinlegt að enda það á þessum nótum,“ segir Sigurður en veitingastaðurinn var opnaður árið 2017. Frá því að dyrnar voru opnaðar á Smiðjunni hefur verið mikið að gera Starfsmennirnir eru orðnir þrettán og sá fjórtándi á leiðinni. Sveinn réð föður sinn sem þúsundþjalasmið. „Það hefur verið vöntun á húsnæði hérna og fyrstu sex starfsmennirnir sem við réðum höfðu aldrei unnið á veitingahúsi en þeir voru með hús­ næði hér. Þannig að það var ráðist í að kaupa starfsmannahús sem við tókum í gegn. Svo gerði ég íbúð í bílskúrnum á nokkrum vikum. Við vorum svo sjálf að kaupa okkur hús hér í Vík,“ segir Sveinn. Að sögn Sveins hefur hann þurft að gúgla sig fram úr alls konar vandamálum því að í Vík sé vöntun á iðnaðarmönnum. „Ég er markaðsfræðimenntaður og hef reyndar lítið verið að sinna því en það vonandi kemur á næsta ári,“ segir Sveinn sem skrifaði BS­ritgerð sína um handverksbrugghús. Hann tók meðal annars viðtal við Árna Theódór Long, sem er bruggari hjá Borg og einn sá færasti í bransanum hér á landi. „Ég náði að láta öll mín verkefni í skólanum snúast um handverks­ bjóra því þessi kúltur er eitthvað svo fallegur og spennandi. Það er eitt­ hvað svo fallegt að öll þessi brugg­ hús séu saman að búa til vöru en séu samt í samkeppni. Við ætluðum upp­ haflega að gera sumarbjór saman en við höfðum einfaldlega ekki tíma til að hittast, það var svo mikið að gera,“ útskýrir Sveinn. „Þannig að áramótabjór var það, með björtum sítrustónum í bland við sindrandi apríkósur og ferskjur sem ætti að geta lýst upp áramóta­ næturhimininn. Það er búið að vera gaman að vinna með þessum snill­ ingum. Ég er mikið bjórnörd og er búinn að fylgjast með þeim öllum í mörg ár. Þetta var ekkert nema dásamlegt.“ benediktboas@frettabladid.is Enda framkvæmdaár með áramótabruggi Mannskapurinn í Smiðjunni Brugghúsi í Vík við bjórkatla fyrirtækisins. Sveinn Sigurðsson, einn af eigendum Smiðjunnar brugghúss, og fjölskylda hans hafa átt viðburðaríkt ár. Þau byrjuðu að brugga sinn eigin bjór í Vík og eru nú með 13 ársverk. Þau enda árið með einni áramótabombu. HEILBRIGÐISMÁL Um áramótin munu komugjöld á heilsugæslu um allt land lækka úr 1.200 krónum í 700. Stefnt er að því að leggja gjöldin af árið 2021. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á dög­ unum áform um lækkun greiðslu­ þátttöku almennings í heilbrigðis­ þjónustu. Aukin framlög ríkisins vegna þessa nema 135 milljónum króna á næsta ári. Áformað er að fella komu­ gjöld í heilsugæslu á dagvinnutíma niður að fullu árið 2021 og er áætl­ aður kostnaður vegna þess um 350 milljónir króna. Líkt og verið hefur greiða börn, aldraðir og öryrkjar ekki komugjöld á heilsugæslu. Svandís sagði hlutfall kostnaðar sem komi úr vasa einstaklingsins á Íslandi vera hærra en þau viðmið sem Alþjóðaheilbrigðisstofnun setur. – ds Komugjöld á heilsugæslu lækka 2020 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.