Fréttablaðið - 30.12.2019, Page 5

Fréttablaðið - 30.12.2019, Page 5
 Fólki finnst þetta dýrt sums staðar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Í tilefni af þriggja ára afmæli Jeep® umboðsins á Íslandi bjóðum við Jeep® Compass Limited hlöðnum lúxusbúnaði á ótrúlegu tilboðsverði • Leðurinnrétting með rafdrifnum sætum • Leðurklætt aðgerðastýri • Rafdrifin opnun á afturhlera • Hiti í stýri og framsætum • Íslenskt leiðsögukerfi • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Alpine hljómflutningstæki með bassaboxi • Sjálfvirk tveggja svæða miðstöð með loftkælingu • Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar • Bluetooth til að streyma tónlist og síma • Svart þak • 140 hö. diesel, 9 gíra sjálfskipting • Select-Terrain fjórhjóladrif með 4 drifstillingum • Bakkmyndavél • Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan • Árekstrarvari • LED dagljós og LED afturljós • 18” álfelgur • Blindhorns- og akreinavari • Fjarlægðarstilltur hraðastillir • Leggur sjálfur í stæði JEEP® COMPASS LIMITED jeep.is FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.424.000 KR. - TILBOÐ: 5.990.000 KR. TAKMARKA Ð MAGN 5.990.000 kr. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 SAMGÖNGUMÁL Vegagerðin mun um áramót taka við öllum lands­ byggðarleiðum Strætó. Sveitar­ félögin vildu ekki halda rekstrinum áfram enda tap á leiðunum. Búist er við því að Vegagerðin bjóði leið­ irnar út á næsta ári en óvíst er hvort samstarfið við Strætó heldur áfram. Fyrirkomulagið hefur hingað til verið þannig að landshluta­ samtök sveitarfélaganna sáu um leiðirnar, greiddu verktökum fyrir og Strætó bs. þjónustaði þau. Lands­ hlutasamtökin vildu hvorki halda rekstrinum áfram ein né stofna sér­ stakt félag með Vegagerðinni. Nú tekur því Vegagerðin við hlutverki allra landshlutasamtakanna. Um er að ræða leiðir frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði, Akureyrar, Egilsstaða, Snæfellsness og Hólma­ víkur. Vagnarnir eru oft mjög illa nýttir, sérstaklega á Vesturlandi og Vestfjörðum. Fyrir tæpu ári tók Vegagerðin yfir leiðina frá Reykja­ vík til Keflavíkurflugvallar og leiðir á Suðurnesjum af Sambandi sveitar­ félaga á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins er óvíst hvort Vegagerðin heldur áfram samstarf inu við Strætó, en Strætó innheimtir um 100 milljónir árlega fyrir þjónust­ una, sem meðal annars inniheldur leiðakerfið og talstöð. Þá er óánægja á landsbyggðinni með skiptimiða­ kerfið sem sé óhagstætt fyrir fólkið þar og misræmi á verðum milli sömu leiða, til dæmis leiða 15 og 57 sem fara báðar frá Reykjavík upp í Mosfellsbæ. Jóhannes Rúnarsson, f ram­ kvæmdastjóri Strætó, segir að hlut­ verk Strætó sé óbreytt og hann hafi fullvissu um að svo verði út næsta ár. Því til stuðnings vísar hann til stefnu ríkisins í almenningssam­ göngum, Ferðumst saman, sem gefin var út í febrúar á síðasta ári. Segir hann verða unnið eftir henni á næsta ári. „Allur akstur var boðinn út af landshlutasamtökunum og ég geri ráð fyrir að Vegagerðin haldi því fyrirkomulagi áfram,“ segir Jóhann­ es. Hópbílar í Hafnarfirði sjá nú um mestan landsbyggðaraksturinn. Jóhannes segist hins vegar ekki vita hvort skiptimiðakerfi lands­ byggðarinnar haldi áfram. „Fólki finnst þetta dýrt sums staðar. Það er þá væntanlega eitthvað sem verður skoðað hjá Vegagerðinni í leiðinni, hvort möguleiki sé að endurskoða gjaldskrá. En það er engin formleg vinna hafin við það,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Vegagerðin tekur um áramót yfir landsbyggðarleiðir Strætó Sveitarfélögin vildu hvorki halda rekstri landsbyggðarstrætó áfram ein né með Vegagerðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vegagerðin mun um áramótin taka við öllum landsbyggðar- leiðum Strætó en fyrir ári tók hún ábyrgð á leiðunum um Suður- nes. Sveitarfélögin vildu ekki halda rekstrinum áfram þar sem tap hefur verið á þessum leiðum. 1 Íbúi á Aragötu óttast Krist-ján: „Þú veist ekkert hvað hann gerir næst“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við laga- deild HÍ, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu. 2 Jenni fer Ani ston og Brad Pitt elska og treysta hvort öðru á ný Sambandið á milli leikaranna Jennifer Aniston og Brads Pitt hefur aldrei verið betra. 3 Zac Efron flogið á spítala í lífshættulegu ástandi Zac Efron er talinn hafa verið í bráðri lífshættu rétt fyrir jól þegar hann fékk hættulega bakteríusýkingu í Papúa Nýju-Gíneu. 4 Skemmdarverk unnið á bíl Kristjáns: „Perri“ Rispa var gerð á bíl fyrir utan heimili Krist- jáns Gunnars Valdimarssonar við Aragötu. 5 Hertogahjónin fengu ekki borð á kanadískum veitinga- stað Hertogahjónin af Sussex sem nú eru í Kanada þurftu frá að hverfa á veitingastað í Norður- Saanich því ekki var unnt að upp- fylla öryggiskröfur á staðnum. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lög menn lýsa efa­ semdum um verk lag lög reglunnar er hún hand tók Kristján Gunnar Valdimars son lektor í gær um leið og gæslu varð halds tíma yfir honum lauk án þess að dómari hefði tekið afstöðu til kröfu um að hann sæti áfram í varðhaldi. Dómari við Héraðs dóm Reykja­ víkur tók í gær sólar hrings frest til að ákveða hvort fallist verði á fjögurra vikna gæslu varð hald yfir Kristjáni. Sagði Karl Steinar Vals son yfir lög­ reglu þjónn Kristján handtekinn á grund velli fyrir mæla frá ríkis sak­ sóknara frá 2018. „Þessi fram ganga er í raun frá leit í laga legu til liti. Með þessum sömu veiku rök semdum gæti lög reglan frelsis svipt ein stak linga út í það óendan lega með því einu að hand­ taka þá aftur og aftur,“ segir Páll Rúnar M. Kristjáns son hæsta réttar­ lög maður. Þor gils Þor gils son lög maður bend­ ir á að fyrir mæli ríkis sak sóknara séu ekki lög. Laga heimild þurfi til að frelsis svipta menn. Þor gils var verj­ andi Sindra Þórs Stefáns sonar sem yfir gaf fangelsið Sogn meðan dóm­ ari tók sér frest til að taka af stöðu til kröfu um fram lengingu varð halds. Hall dóra Þor steins dóttir, lektor í lögfræði við HR, segir að lög reglan hefði þurft að færa Kristján fyrir dómara fyrr en raun bar vitni. „Megin mark miðið með fyrir­ mælunum sem lög reglan vísar til er ein mitt að á rétta mikil vægi þess að lög reglan leiði menn fyrir dómara áður en sólar hrings frestur líður ef það á að fara fram á á fram haldandi gæslu varð hald, til þess að þessi staða komi ekki upp,“ segir Hall­ dóra. „Þetta er flókið og á mjög gráu svæði.“ – oæg Lögreglan sögð hafa verið á gráu svæði með handtöku lektors Við héraðsdóm. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Meira á frettabladid.is 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.