Fréttablaðið - 30.12.2019, Qupperneq 5
Fólki finnst þetta
dýrt sums staðar.
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Strætó
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
Í tilefni af þriggja ára afmæli Jeep® umboðsins á Íslandi bjóðum við
Jeep® Compass Limited hlöðnum lúxusbúnaði á ótrúlegu tilboðsverði
• Leðurinnrétting með rafdrifnum sætum
• Leðurklætt aðgerðastýri
• Rafdrifin opnun á afturhlera
• Hiti í stýri og framsætum
• Íslenskt leiðsögukerfi
• 8,4” upplýsinga- og snertiskjár
• Alpine hljómflutningstæki með bassaboxi
• Sjálfvirk tveggja svæða miðstöð með
loftkælingu
• Aðfellanlegir og upphitaðir hliðarspeglar
• Bluetooth til að streyma tónlist og síma
• Svart þak
• 140 hö. diesel, 9 gíra sjálfskipting
• Select-Terrain fjórhjóladrif með 4
drifstillingum
• Bakkmyndavél
• Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan
• Árekstrarvari
• LED dagljós og LED afturljós
• 18” álfelgur
• Blindhorns- og akreinavari
• Fjarlægðarstilltur hraðastillir
• Leggur sjálfur í stæði
JEEP® COMPASS LIMITED
jeep.is
FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.424.000 KR. - TILBOÐ: 5.990.000 KR.
TAKMARKA
Ð MAGN
5.990.000
kr.
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
SAMGÖNGUMÁL Vegagerðin mun
um áramót taka við öllum lands
byggðarleiðum Strætó. Sveitar
félögin vildu ekki halda rekstrinum
áfram enda tap á leiðunum. Búist
er við því að Vegagerðin bjóði leið
irnar út á næsta ári en óvíst er hvort
samstarfið við Strætó heldur áfram.
Fyrirkomulagið hefur hingað
til verið þannig að landshluta
samtök sveitarfélaganna sáu um
leiðirnar, greiddu verktökum fyrir
og Strætó bs. þjónustaði þau. Lands
hlutasamtökin vildu hvorki halda
rekstrinum áfram ein né stofna sér
stakt félag með Vegagerðinni. Nú
tekur því Vegagerðin við hlutverki
allra landshlutasamtakanna.
Um er að ræða leiðir frá Reykjavík
til Hafnar í Hornafirði, Akureyrar,
Egilsstaða, Snæfellsness og Hólma
víkur. Vagnarnir eru oft mjög illa
nýttir, sérstaklega á Vesturlandi
og Vestfjörðum. Fyrir tæpu ári tók
Vegagerðin yfir leiðina frá Reykja
vík til Keflavíkurflugvallar og leiðir
á Suðurnesjum af Sambandi sveitar
félaga á Suðurnesjum.
Samkvæmt heimildum Frétta
blaðsins er óvíst hvort Vegagerðin
heldur áfram samstarf inu við
Strætó, en Strætó innheimtir um
100 milljónir árlega fyrir þjónust
una, sem meðal annars inniheldur
leiðakerfið og talstöð. Þá er óánægja
á landsbyggðinni með skiptimiða
kerfið sem sé óhagstætt fyrir fólkið
þar og misræmi á verðum milli
sömu leiða, til dæmis leiða 15 og 57
sem fara báðar frá Reykjavík upp í
Mosfellsbæ.
Jóhannes Rúnarsson, f ram
kvæmdastjóri Strætó, segir að hlut
verk Strætó sé óbreytt og hann hafi
fullvissu um að svo verði út næsta
ár. Því til stuðnings vísar hann til
stefnu ríkisins í almenningssam
göngum, Ferðumst saman, sem
gefin var út í febrúar á síðasta ári.
Segir hann verða unnið eftir henni
á næsta ári.
„Allur akstur var boðinn út af
landshlutasamtökunum og ég geri
ráð fyrir að Vegagerðin haldi því
fyrirkomulagi áfram,“ segir Jóhann
es. Hópbílar í Hafnarfirði sjá nú um
mestan landsbyggðaraksturinn.
Jóhannes segist hins vegar ekki
vita hvort skiptimiðakerfi lands
byggðarinnar haldi áfram. „Fólki
finnst þetta dýrt sums staðar. Það er
þá væntanlega eitthvað sem verður
skoðað hjá Vegagerðinni í leiðinni,
hvort möguleiki sé að endurskoða
gjaldskrá. En það er engin formleg
vinna hafin við það,“ segir hann.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Vegagerðin tekur um áramót
yfir landsbyggðarleiðir Strætó
Sveitarfélögin vildu hvorki halda rekstri landsbyggðarstrætó áfram ein né með Vegagerðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Vegagerðin mun um
áramótin taka við
öllum landsbyggðar-
leiðum Strætó en fyrir
ári tók hún ábyrgð á
leiðunum um Suður-
nes. Sveitarfélögin vildu
ekki halda rekstrinum
áfram þar sem tap hefur
verið á þessum leiðum.
1 Íbúi á Aragötu óttast Krist-ján: „Þú veist ekkert hvað
hann gerir næst“ Kristján Gunnar
Valdimarsson, lektor við laga-
deild HÍ, situr nú í gæsluvarðhaldi
grunaður um kynferðisbrot og
frelsissviptingu.
2 Jenni fer Ani ston og Brad Pitt elska og treysta hvort öðru á
ný Sambandið á milli leikaranna
Jennifer Aniston og Brads Pitt
hefur aldrei verið betra.
3 Zac Efron flogið á spítala í lífshættulegu ástandi Zac
Efron er talinn hafa verið í bráðri
lífshættu rétt fyrir jól þegar hann
fékk hættulega bakteríusýkingu í
Papúa Nýju-Gíneu.
4 Skemmdarverk unnið á bíl Kristjáns: „Perri“ Rispa var
gerð á bíl fyrir utan heimili Krist-
jáns Gunnars Valdimarssonar við
Aragötu.
5 Hertogahjónin fengu ekki borð á kanadískum veitinga-
stað Hertogahjónin af Sussex
sem nú eru í Kanada þurftu frá að
hverfa á veitingastað í Norður-
Saanich því ekki var unnt að upp-
fylla öryggiskröfur á staðnum.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Lög menn lýsa efa
semdum um verk lag lög reglunnar
er hún hand tók Kristján Gunnar
Valdimars son lektor í gær um leið
og gæslu varð halds tíma yfir honum
lauk án þess að dómari hefði tekið
afstöðu til kröfu um að hann sæti
áfram í varðhaldi.
Dómari við Héraðs dóm Reykja
víkur tók í gær sólar hrings frest til að
ákveða hvort fallist verði á fjögurra
vikna gæslu varð hald yfir Kristjáni.
Sagði Karl Steinar Vals son yfir lög
reglu þjónn Kristján handtekinn á
grund velli fyrir mæla frá ríkis sak
sóknara frá 2018.
„Þessi fram ganga er í raun frá leit
í laga legu til liti. Með þessum sömu
veiku rök semdum gæti lög reglan
frelsis svipt ein stak linga út í það
óendan lega með því einu að hand
taka þá aftur og aftur,“ segir Páll
Rúnar M. Kristjáns son hæsta réttar
lög maður.
Þor gils Þor gils son lög maður bend
ir á að fyrir mæli ríkis sak sóknara
séu ekki lög. Laga heimild þurfi til að
frelsis svipta menn. Þor gils var verj
andi Sindra Þórs Stefáns sonar sem
yfir gaf fangelsið Sogn meðan dóm
ari tók sér frest til að taka af stöðu til
kröfu um fram lengingu varð halds.
Hall dóra Þor steins dóttir, lektor í
lögfræði við HR, segir að lög reglan
hefði þurft að færa Kristján fyrir
dómara fyrr en raun bar vitni.
„Megin mark miðið með fyrir
mælunum sem lög reglan vísar til er
ein mitt að á rétta mikil vægi þess að
lög reglan leiði menn fyrir dómara
áður en sólar hrings frestur líður ef
það á að fara fram á á fram haldandi
gæslu varð hald, til þess að þessi
staða komi ekki upp,“ segir Hall
dóra. „Þetta er flókið og á mjög gráu
svæði.“ – oæg
Lögreglan sögð hafa verið á gráu svæði með handtöku lektors
Við héraðsdóm. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Meira á frettabladid.is
3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð