Fréttablaðið - 30.12.2019, Page 11
Stjórnmálakreppa Ítalíu
Eftir stjórnmálakreppu á Ítalíu
tilkynnti Matteo Salvini, leiðtogi
þjóðernisflokksins Norðurbanda-
lagsins í ágúst um stjórnarslit við
Fimmstjörnuhreyfinguna og boð-
aði kosningar. En í stað kosninga
myndaði Fimmstjörnuhreyfingin
nýja ríkisstjórn með jafnaðar-
mönnum í Demókrataf lokknum
og Salvini var hent út úr stjórninni.
Þetta hefur þjappað þremur
f lokkum ítalskra hægrimanna til
samstarfs; Bandalaginu undir stjórn
Matteo Salvini, Forza Italia undir
forystu Silvio Berlusconi og öfga-
hægrif lokknum Ítalska bræðra-
laginu undir stjórn Giorgiu Meloni.
Víðar kosningar
Það voru kosningar víðar. Í fyrstu
kosningum í Taílandi frá valda-
ráninu árið 2014 tókst stjórn-
málaf lokkum hlynntum hernum
rétt að ná meirihluta, með aðstoð
dómstóla. Á Spáni voru tvennar
kosningar og eru sósíalistar áfram
stærsti f lokkurinn á spænska þing-
inu undir forystu Pedro Sanchez.
Fylgi Lýðflokks hægrimanna jókst
verulega og öfgahægrif lokkurinn
Vox bætti við sig miklu fylgi.
Narendra Modi, forsætisráðherra
Indlands og forystumaður Bharat-
iya Janata-f lokksins, hins hægri-
sinnaða þjóðernisf lokks hindúa,
vann kosningar og situr annað
kjörtímabil. Joko Widodo tryggði
sér fimm ár til viðbótar sem for-
seti Indónesíu. Afríska þjóðarráðið
vann þingkosningar í Suður-Afríku,
þrátt fyrir að hlutur flokksins hefði
minnkað verulega. Frjálslyndi
f lokkurinn undir forystu Scotts
Morrison, forsætisráðherra Ástral-
íu, hélt síðan velli í kosningum þrátt
fyrir slæmar skoðanakannanir.
Forsetakosningarnar í Argentínu
komu Peronistum til valda þegar
Alberto Fernández sigraði Mauricio
Macri. Fyrrverandi forseti landsins,
hin umdeilda, Cristina Fernández
de Kirchner, varð varaforseti.
Frjálslyndir vinstrimenn undir
forystu Justins Trudeau voru aftur
kosnir til valda í Kanada, en eru
með minnihlutastjórn í kjölfar
pólitískra hneykslismála.
Ný ríkisstjórn jafnaðarmanna,
undir forsæti Mette Frederiksen,
tók við völdum í Danmörku eftir
kosningar í júní. Jafnaðarmenn
eru einir í stjórn en njóta stuðnings
Radikale Venstre, Sósíalíska þjóðar-
flokksins og Einingarlistans.
Boeing í mikilli kreppu
Árið var erfitt fyrir f lugvélafram-
leiðandann Boeing. Eftir alvarlegt
f lugslys í mars vegna bilunar í sjálf-
stýringarhugbúnaði hinna glæ-
nýju Boeing 737 MAX 8. Því settu
f lugmálayfirvöld víða um heim
f lugbann á vélarnar, uns fullvissa
væri fengin fyrir öruggi þeirra. Sex
mánuðum síðar tilkynnti Boeing
að framleiðslu yrði hætt. Enn gildir
f lugbann MAX-vélanna. Hefur það
haft víðtæk áhrif, meðal annars á
rekstur Icelandair. Forstjóri Boeing
var síðan rekinn í desember með
milljarða starfslokasamning.
Boeing var einnig í fréttum í
lok árs þegar Starliner, geimfari
fyrirtækisins, mistókst að fljúga til
Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og
var snúið aftur til jarðar. Geimfarið
reyndist brenna meira eldsneyti en
ætlað var og missti af sporbrautinni.
Grænland ekki til sölu
Athygli heimsins beindist að Græn-
landi í ágúst þegar Bandaríkjafor-
seti lýsti áhuga stjórnar sinnar á að
kaupa landið af Dönum líkt og um
hver önnur fasteignaviðskipti væri
að ræða. Bæði Grænlendingar og
Danir höfnuðu hugmyndinni, liðin
væri sú tíð að lönd og þjóðir gengju
kaupum og sölum. Trump var ekki
sáttur og hætti við ríkisheimsókn
til Danaveldis. En í fyrsta sinn frá
seinni heimsstyrjöld hafa Banda-
ríkin opnað ræðismannsskrifstofu
í Nuuk á Grænlandi.
Annars voru norðurslóðamál
mikið í fréttum, þar sem stórveldin
ERLENDUR FRÉTTAANNÁLL
Flugmálayfirvöld víða um heim settu flugbann á hinar glænýju Boeing 737 MAX 8 flugvélar uns fullvissa væri
fengin fyrir öryggi þeirra. Boeing tilkynnti síðan í lok árs að framleiðslu flugvélanna yrði hætt. NORDICPHOTOS/GETTY
Ríkisstjórnin í Kína efndi til mikilla hátíðarhalda í október í tilefni 70 ára stjórnar kommúnista. NORDICPHOTOS/GETTY
Margir munu sakna eins frægasta kattar samtímans,
Grumpy Cat, en hann féll frá á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY
Matteo Salvini, leiðtogi Norður-
bandalagsins NORDICPHOTOS/GETTYÍhaldsmenn og Boris Johnson unnu sinn stærsta kosningasigur í 32 ár.
Mette Frederiksen stýrir nýrri ríkisstjórn Jafnaðar-
manna í Danmörku. NORDICPHOTOS/GETTY
sækja æ meira í sig veðrið. Kapp-
hlaup virðist hafið um áhrif og
ítök á svæðinu sem er talið ríkt af
auðlindum og styttir siglingaleiðir
milli Asíu og Evrópu til muna. Tog-
streita er um norðurslóðir á milli
Bandaríkjanna, Kína og Rússa.
Hinir síðastnefndu hafa aukið mjög
hern aðar viðbúnað sinn í norður-
héruðum sínum. Mike Pence, vara-
forseti Bandaríkjanna, heimsótti
meðal annars Ísland til að ræða
málefni norðurslóða.
Hryðjuverkaárásir víða
Sem fyrr voru hryðjuverkaárásir
víða. Í einni slíkri létu lífið 46
sjúkraf lutningalögreglumenn í
indverska hluta Kasmírhéraðs og
réðust indverskar orrustuþotur
á skotmörk herskárra múslima í
Pakistan í fyrsta skipti síðan 1971. Í
framhaldinu greip ríkisstjórn Ind-
lands til margvíslegra aðgerða til
að hefta tjáningar-, funda- og fjöl-
miðlafrelsi og þrengja að réttindum
múslímskra Kasmírbúa.
Í mars framdi maður í nafni
hvítrar þjóðernishyggju fjölda-
morð með hálfsjálfvirkri byssu í
tveimur moskum í Christchurch á
Nýja-Sjálandi. Alls var 51 myrtur
og 40 særðust. Skotvopnalöggjöf í
landinu var þá hert til muna og í lok
árs var um 50 þúsund byssum skilað
til lögreglunnar.
Undir áhrifum frá skotárás í
Christchurch skaut síðan maður 22
í Walmart í El Paso í Texas í Banda-
ríkjunum.
Á páskadag réðust liðsmenn ISIS
á Srí Lanka á kristna menn og ferða-
menn og drápu 253 í kirkjum, hótel-
um og víðar. Efasemdir eru uppi um
að þau morð hafi verið hefnd mús-
lima fyrir morðin í Christchurch.
Kjarnorkuvopnum heims fækkar
Kjarnorkuvopnum heimsins hefur
fækkað. Sænska friðarrannsóknar-
stofnunin SIPRI segir Rússa og
Bandaríkjamenn eiga 93 prósent
allra kjarnorkuvopna í heiminum;
Rússar séu með 6.500 en Banda-
ríkjamenn með 6.185. Ríkin hafa
engu að síður fargað 615 kjarna-
oddum síðasta ár. Önnur ríki með
kjarnavopn eru Frakkar með 300,
Bretar með 200, Kínverjar með 290,
Indverjar með 130-140, Pakistanar
með 150-160, Ísraelar með 80-90 og
hugsanlega Norður-Kórea.
Í ágúst síðan tilkynnt að sögu-
legur afvopnasamningur heyrði
sögunni til þegar Bandaríkin og
Rússland sögðu sig frá þeim INF-
afvopnunarsamningnum sem Reag-
an Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov,
leiðtogi Sovétríkjanna, undirrituðu
árið 1987. Hann takmarkaði meðal-
drægar skotf laugar og 2.700 skot-
flaugum var fargað.
Íranar færðust lengra frá því
alþjóðlega samkomulagi sem tak-
markaði uppbyggingu kjarnorku-
vera í landinu og kröfðu Evrópu-
sambandið um efnahagsaðstoð.
Írönum var kennt um árásir á olíu-
hreinsunarstöðvar í Sádi-Arabíu og
Bandaríkin fjölguðu hermönnum
og vopnum í Miðausturlöndum til
að sporna við útþenslu Írans.
Mikil fyrirferð Brexit og Boris
Það er ekki hægt að fjalla um
erlendar fréttir ársins án þess að
nefna útgöngusamning Breta úr
Evrópusambandinu (Brexit). Í janú-
ar tapaði veik ríkisstjórn Theresu
May atkvæðagreiðslu um Brexit í
þinginu með 230 atkvæðum, sem er
talinn mesti ósigur ríkisstjórnar þar
í landi frá upphafi. Eftir það lá leiðin
niður á við. Bretar fengu þrjár fram-
lengingar á útgöngusamningnum
og Bretland er enn í ESB.
Theresa May hékk í forsætis-
ráðherraembættinu fram í júlí.
Síðan olli eftirmaður hennar Boris
Johnson, stjórnarskrármálakreppu
þegar hann sendi þingið heim til að
takmarka andstöðuna við Brexit,
en Hæstiréttur sagði það ólögmætt.
Bretar gengu síðan til enn einna
þingkosninganna og Íhaldsflokkur-
inn fékk sinn stærsta meirihluta í 32
ár. Skoski þjóðarflokkurinn skilaði
þar einnig stórsigri. Verkamanna-
f lokkurinn með veikan leiðtoga,
Jeremy Corbyn, galt afhroð. Áætlað
er að Bretland gangi loks formlega
úr Evrópusambandinu 31. janúar á
nýju ári eftir 47 ára aðild.
In memoriam
Fjölmargir heimsfrægir einstakling-
ar, sem hafa markað samtímann á
ýmsum sviðum, létust á árinu. Í
heimi stjórnmálanna má nefna
Robert Mugabe sem stýrði Zimb-
abwe með harðri hendi, Frakk-
landsforsetann Jacques Chirac og
Li Peng, aðalræðismann Kína. Í
heimi íþróttanna má nefna einn
besta markvörð knattspyrnu-
sögunnar, Gordon Banks, og Niki
Lauda, heimsmeistara í Formúlu 1.
Menningin missti Nóbelsskáldið
Toni Morrison, tískukónginn Karl
Lagerfeld og einn besta trymbil sög-
unnar, Ginger Baker. Margir sakna
líka frægasta kattar samtímans,
Grumpy Cat, sem féll frá á árinu.
david@frettabladid.is
3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð