Fréttablaðið - 30.12.2019, Page 14

Fréttablaðið - 30.12.2019, Page 14
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust™ Guðmundur Steingrímsson Í DAG Árið 2019 verður allt svo gott. Allir búa í borgum undir glerhjálmum og fljúga í glansandi eldflaugum með viðkomu á tunglinu eða hóteli á hafsbotni.“ Nei, ekki alveg. En svona var framtíðarsýnin. Þessi dægurlaga- texti var saminn af Sjón og fluttur af hljómsveitinni Pinkowitz árið 1989 fyrir leikritið Tóm ást. Ákaflega gott lag. Ekki mjög frægt samt. Þór Eldon samdi. Texti þess mótaði lengi hugmyndir mínar um það hvernig árið 2019 yrði. Ætíð var það óralangt í burtu. Svo kom það allt í einu. Og leið. Nú búið. Fólk flýgur ekki um í glansandi eldflaugum með viðkomu á tunglinu, nei. Og í mesta lagi verða nokkur pálmatré í borgarsam- félaginu höfð undir glerhjálmum — eða í einhvers konar glerhjúp í Vogunum — á komandi árum, en aldrei borgin öll. Þótt ekki sé úti- lokað að einhver hótel verði á hafs- botni innan tíðar, gangi svörtustu spár eftir, þá var árið sem nú er að líða semsagt ekki mjög í anda hins þrjátíu ára gamla lags. Hugmyndir okkar um framtíðina eru auðvitað mestmegnis afskaplega vitlausar og markast yfirleitt af því framúr- stefnulegasta sem hefur nýskeð. Árið 1989 hafði verið gengið á tunglinu tuttugu árum áður. Eðlilegt þótti að álykta af rælni í dægurlagatexta að eftir þrjátíu ár myndu allir meira eða minna vera þar. Svo er ekki. Enginn er þar. Ár mennskunnar Við húkum bara enn á þessari jörð, þessi breyskleikabúnt sem við erum, mannfólkið — sífellt f leira og fleira — og reynum að ráða fram úr þessu. Eitt í alheiminum. Mestmegnis er allt við sama hey- garðshornið, eða eins og segir líka í textanum: „Eitt er víst að aldrei breytist. Strákur hittir stelpu og stelpa hittir strák.“ Þau sannindi hafa reyndar aðeins flækst með fleiri kynjum og engum kynjum, henni, honum og hán, og við erum vissulega tengd í gegnum símann í lófanum okkar á hverri sekúndu og hægt er að þrívíddarprenta og tala við bíla og klóna Sám (og þá væntanlega Ólaf Ragnar líka, sem hlýtur að vera planið) og guð má vita hvað, en ennþá ræður samt hið mannlega förinni í grunn- inn. Sjáiði til: Þrátt fyrir alla fullkomnunina þá klikka tölvur ennþá alltaf þegar einhver ætlar að ræsa PowerPoint-sýningu á fundi. Það er fastur liður. Vandræðalegar þagnir af því tilefni munu eiga sér stað langt fram eftir öld ásamt til- heyrandi fáti. „Tæknin er eitthvað að stríða okkur,“ verður áfram umlað af fundarstjórum um aldir alda. „Kann einhver á PC?“ Því þrátt fyrir allt erum við bara manneskjur. Sveittar á efri vör. Ófullkomnar, gleymnar, hvatvísar, skynsamar, óskynsamar, rökvísar, furðulegar, reiðar og glaðar. Úrslitaáratugur Árið 2019 var ár mennskunnar, í öllum sínum litbrigðum. Vísindin verða ætíð fullkomnari, vitneskjan meiri, tæknin betri, en maðurinn er manneskja, sjálfum sér bestur og verstur. Sinnar gæfu smiður. Árið sýndi okkur þetta, svo sterkt. Þrátt fyrir allan lærdóm sögunnar segja þjóðir sig úr farsælu sam- starfi við aðrar þjóðir og halda í illa ígrundaða óvissuleiðangra út í buskann í nafni rómantískrar þjóðernishyggju, eins og sú hug- myndafræði hafi ekki gert nógu mikinn usla. Lýðræðissamfélög kjósa sér leiðtoga með augljósa einræðistilburði líkt og ekkert hafi áunnist með áratugabaráttu undirokaðs fólks gegn slíkum mönnum hér áður fyrr. Fólk ætlar í annan hring. Og það er alveg sama hvað upplýsingarnar segja um vána sem er yfirvofandi. Jörðin hitnar og þekkingin hefur skammtað okkur nauman tíma til að bregðast við, áratug eða minna, en samt skal skellt við skolla- eyrum. Kannski erum við stödd í böl- sýnisbæn Hatara. Leiðtogar rugla og bulla og fá fyrir það fylgi. Veröld brennur. Vonin birtist í unglings- stelpu í gulri regnkápu. Bölið í appelsínugulum auðkýfingi. Helmingur er Team Thunberg. Helmingur Team Trump. Næsti áratugur verður úrslitaáratugur í viðureign aflanna. Sjón hefði ekki getið séð þetta fyrir nema á allsvakalegri sýru, en við skulum leyfa okkur að skálda í eyðurnar úr minni fjarlægð: Þótt Þanos nái að smella fingrum um stund, líkt og hann gerði í bíóhús- unum á árinu, þá skulum við enn vona. Í mannssálinni býr vissulega gjöreyðingarafl en þar býr líka vonin, víðsýnin, útsjónarsemin, samtakamátturinn, sköpunin, dugnaðurinn og hugrekkið. Þetta er svona: Tækninni fleygir fram. Eldflaugar með viðkomu á tunglinu? Kannski. Gervigreind, sjálfkeyrandi bílar og talandi ísskápar. Allt er þetta að gerast. En fram undan er klassísk saga, sem hverfist um fornt þema. Hún fjallar um mannkyn sem enn er komið í bobba og hvernig allt gott fólk þarf að bindast böndum og taka saman höndum í baráttu fyrir því að börn geti á jörðinni áfram vaxið úr grasi og átt fallegt líf. Að því sögðu segi ég gleðilegt ár og takk fyrir þau liðnu. Og í anda minnar kynslóðar: Megi máttur- inn vera með okkur. Dramatískir tímar S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M Á N U D A G U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.