Fréttablaðið - 30.12.2019, Page 15

Fréttablaðið - 30.12.2019, Page 15
Þú færð Þorgeir á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Þorgeir er mögnuð terta. Allir regnbogans litir lýsa upp himininn með blómum, pálmum og stjörnum. Skotunum er fylgt eftir með glitrandi hala og hvellir, brak og brestir óma um svæðið. Þorgeir er skriðinn undan feldinum í allri sinni dýrð. skot 27 SEK 5 5 6 49 kg Eftir að hafa skorað ellefu mörk fyrstu þrjú ár sín í ensku úrvalsdeildinni hefur Calvert-Lewin skorað átta mörk á þessu tímabili. HETJA HELGARINNAR Júlían J.K. Jóhannesson Fæddist árið 1993 og keppir fyrir hönd Glímufélags Ármanns. Hann var aðeins sextán ára þegar hann vann fyrsta mót sitt í kraftlyftingum og sama ár lenti hann í fimmta sæti á Íslandsmeistaramótinu. Undanfarin þrjú ár hefur Júlían tekið þátt í HM í kraftlyftingum í flokki +120 kílóa og komið heim með bronsverðlaunin í hvert skipti. Þá nældi Júlían í silfurverð- laun á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram fyrr á þessu ári. Gott silfur gulli betra. Virkilega stoltur að vera partur af þessum hóp. Til hamingju Júlían! Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfu- bolta sem lenti í 2. sæti í kjörinu. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Júlían J.K. Jóhannesson gerði einum betur en í fyrra þegar hann lenti í fyrsta sæti í árlegu kjöri um Íþróttamann ársins 2019 hjá Samtökum íþróttafrétta- manna um helgina. Með því varð Júlían fyrsti iðkandi kraftlyftinga sem tekur við þessum verðlaunum í 38 ár og sá þriðji í sögunni á eftir Skúla Óskarssyni (1978, 1980) og Jóni Páli Sigmarssyni (1981). Júlían fékk 378 atkvæði af 560 mögulegum og var með 43 stiga for- skot á Martin Hermannsson körfu- boltamann sem lenti í öðru sæti. Sara Björk Gunnarsdóttir sem hlaut nafnbótina í fyrra lenti í þriðja sæti í ár með 289 stig. „Það var ótrúleg tilf inning, maður glaðvaknaði og var spenntur að halda út í daginn,“ sagði Júlían, léttur í lund aðspurður hvernig til- finningin hefði verið að vakna dag- inn eftir sem Íþróttamaður ársins. „Viðbrögðin hafa verið alveg of boðslega góð og fallegum kveðj- um hefur rignt inn, bæði frá fjöl- skyldumeðlimum og öðrum. Þetta hefur verið alveg of boðslega fallegt og maður er alveg ótrúlega þakk- látur. Ég er ekki alveg lentur ennþá, maður er ansi hátt uppi.“ Aðspurður sagðist Júlían hafa gælt við hugmyndina um að nú væri komið að honum þegar hann mætti á lokahófið um helgina. „Ég vissi að möguleikinn væri til staðar en eins og sagt er, ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Í forsetakosningum er yfirleitt talað um að finna meðbyr í samfélaginu og ég upplifði það. Mér fannst ég finna fyrir meðbyr af hálfu sam- félagsins,“ sagði Júlían sem nýtti sér silfurverðlaun síðasta árs til hvatningar á þessu ári. „Ég var nálægt því að vinna þetta í fyrra og var með það á bak við eyrað allt árið. Þetta er stór titill og viðurkenning í íslensku íþróttalífi og á HM vissi ég að það væri meira undir en bara mótið. Það hjálpaði mér að undirbúa mig og hvetja fyrir mótið,“ sagði Júlían sem sagðist oft hafa fylgst með kjörinu spenntur sem ungur drengur. Júlían lenti í þriðja sæti á HM í vetur og var ánægður með fram- farirnar sem hann sýndi í Dúbaí. „Á HM í Dúbaí tókst mér að skila að mér fannst svo gott sem full- komnu móti. Ég fann fyrir mikilli pressu fyrir mótið, bæði að bæta mig og að komast á verðlaunapall og mér tókst að bæta mig í öllum greinunum og setti nýtt met. Það sem mér finnst standa upp úr er hvað ég setti mér háleit markmið og mér tókst að standast þau öll. Þetta hvetur mann áfram fyrir næsta ár, næsta verkefni er að tryggja sér þátttökurétt á heims- leikunum sem eru á fjögurra ára fresti. Það er núna fyrsta markmið og færast ofar á verðlaunapallinn.“ Júlían á von á sínu fyrsta barni, dreng, á nýju ári með kærustu sinni, Ellen Ýri Jónsdóttur. „Ég var einmitt að segja kærust- unni að þetta yrði rætt á fæðingar- deildinni. Hún fullyrti að drengur- inn myndi ekkert muna eftir því en það kemur í ljós,“ sagði Júlían hlæjandi. kristinnpall@frettabladid.is Lyftistöng fyrir kraftlyftingar  Júlían J.K. Jóhannesson var um helgina valinn íþróttamaður ársins 2019 af Samtökum íþrótta- fréttamanna. Júlían er stoltur af nafnbótinni og stefnir að því að nýta hana til að drífa sig áfram  Ég var nálægt því að vinna þetta í fyrra og var með það á bak við eyrað allt árið. Júlían J.K. Jóhannesson Júlían hefur unnið mjög markvisst að þessu markmiði og á þetta fyllilega skilið. Það nær enginn að setja heimsmet yfir nótt og þetta er engin tilviljun. Fyrir kraft- lyftingar á Íslandi er þetta mikil viðurkenning fyrir það góða starf sem hefur verið unnið síðustu tíu ár. Gry Ek Gunnarsson, formaður Kraftlyftingasambands Íslands. 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT F Ó T B O LT I D om i n ic C a lver t- Lewin, framherji Everton, heldur áfram að bera sóknarleik liðsins á herðum sér þetta tímabil en um helgina skoraði þessi 22 ára fram- herji sjöunda og áttunda mark sitt á tímabilinu. Hann hefur því skor- að rúmlega þriðjung marka Ever- ton (23) þegar Everton er búið að leika tuttugu leiki og virðist njóta trausts Carlo Ancelotti eftir að sá ítalski tók við liðinu. Margir áttu von á því að með komu Ancelotti myndi Moise Kean loksins fá  tækifæri en Cal- vert-Lewin hefur nú skorað fimm mörk í síðustu f imm leikjum. Calvert-Lew- in, sem er á fjórða tímabili sínu hjá Ever- ton, var keyptur frá Sheffield United ungur að árum þrátt fyrir að hafa ekki komist á blað í fyrstu ellefu leikjum sínum með uppeldisfélaginu. Á fyrsta ári Calvert-Lewin hjá Everton tókst honum að skora einu sinni en hápunkt- urinn var þegar hann var hluti af U20 ára liði Englands sem vann HM. Ljóst var snemma að hann gæt i rey nst úrvalsdeildarliðum vel en það eina sem vantaði upp á var markaskorun. Á f y rstu þremur t í m a b i l u m sínum í ensku úrvalsdeildinni skor aði C a l- vert-Lewin ell- efu mörk í 78 leikjum en er nú kominn með átta mörk í átján leikjum það sem af er tímabilinu. Undanfarin tuttugu ár hafa aðeins tveir leikmenn Everton skorað fimmtán mörk eða meira á einu tímabili, Yakubu og Romelu Lukaku, en Calvert-Lewin gæti bæst í þann hóp í ár. „Hann verður einn af betri framherjum Englands og Evr- ópu í framtíðinni því hann hefur alla þá hæfileika sem framherji þarf,“ sagði Carlo Ancelotti, knatt- spyrnustjóri Everton, eftir leik. – kpt Búinn að finna markaskóna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.