Fréttablaðið - 30.12.2019, Side 26

Fréttablaðið - 30.12.2019, Side 26
BÆKUR Síldarárin 1867-1969 Útgefandi: JPV útgáfa, Forlagið Fjöldi síðna: 1.152 Ekki veit ég hvað Páll Baldvin Bald- vinsson hugsaði þegar hann hófst handa við að setja saman þessa miklu bók sem gerir síldarárunum skil, gagnmerku tímabili í Íslands- sögunni. Mér þykir þó líklegt að ekki hafi hann verið plagaður af verkkvíða því við blasir að það hlaut að hafa legið fyrir að þetta yrði ekki neitt áhlaupaverk. Enda er afrakst- urinn hátt á tólfta hundrað blað- síður með miklum texta og fjölda mynda. Bókin er mikil að vöxtum eins og blaðsíðufjöldinn gefur til kynna, og þung eftir því. Hún hentar því ekki á náttborð né til kvöldlestrar í rúminu, rétt fyrir svefninn. Það gæti beinlínis reynst hættulegt. Nei, þetta er bók til að hafa á viðhafnar- stað og draga fram til að glugga í stundarkorn og auðga þannig and- ann. Páli Baldvin fatast ekki f lugið í þessari bók. Hann hefur áður sýnt að viðamikil samantekt á söguleg- um staðreyndum afmarkaðs tíma- bils lætur honum vel. Nægir þar að nefna bókina Stríðsárin 1938-1945, sem kom út fyrir örfáum árum. Áður en vikið er að efni bókar- innar og efnistökum er viðeigandi að fjalla um form hennar. Nefnd hefur verið þyngd hennar og umfang, en bókin er vel brotin um. Ýmist tveir eða þrír dálkar á síðu og ártöl leiða fram frásögnina. Undir hverju ártali eru svo sögur, mislangar. Myndir eru grátóna og víða eru „kvót“ á síðum sem létta yfirbragð síðnanna. Papp- írinn er fremur þunnur og hrár og minnir á dagblaðapappír. Letur er fremur smátt, alla vega í samanburði við stærð bókarinnar, en fyrirsagnir og ártöl stór og afgerandi. Allt ýtir þetta undir þá tilfinningu lesandans að hann hafi dagblað frá gamalli tíð fyrir framan sig. Á því fer vel, það eykur traust hans á frásögnunum. Sé eitthvað út á formið að setja hefði að ósekju mátt fara sparlegar með teiknaðar myndir af síld sem víða er að finna á síðum, ýmist framhluti fisksins eða aftur-. Eða þá í heilu líki. Og stundum fleiri en ein. Kápa bókarinnar er eftirtektar- verð. Kjölurinn og inn á spjöldin er skreyttur mynd af síldarroði og áferð hennar minnir á hreistur. Það er ekki margt út á efnistök að setja. Sagan er rakin í stuttu máli fram að því tímabili sem tilgreint er í bókartitli, árunum 1867 til 1969. Eins og áður segir er frásögnin leidd áfram af sögum. Höfundur hefur sjálfur sagt að áhugi hans hafi beinst að því að fjalla um þetta tímabil út frá persónulegri reynslu og lífi þess fólks sem vann við síldina, hvort sem það stóð á síldarplaninu að salta síld eða sótti sjóinn að veiða silfur hafsins. Þetta tekst vel, eink- um þegar kemur að konum sem koma við sögu og fáir vita lengur að til hafi verið, ef nokkru sinni. Þetta gerir höfundur með því að segja sögur af þessu fólki, körlum, konum og börnum. Þær eru vel stílaðar, sumar örstuttar en aðrar lengri. Þetta er prýðilegt form fyrir svona bók, því ekki verða margir sem lesa hana í einum rykk, ef að líkum lætur. Aftast í bókinni er tilvísanaskrá með yfir eitt þúsund tölusettum vís- unum. Þá er viðamikil heimildaskrá þar fyrir aftan. Þetta styður allt þá tilfinningu að sagnfræðilega sé vel að verki staðið og að bókin muni nýtast að því leyti. Að lestri loknum getur maður vart varist þeirri hugsun að margt í íslenskri atvinnusögu minni á síld- ina, sem kom og fór, einkum vegna þess að við kunnum okkur ekki hóf. Jón Þórisson NIÐURSTAÐA: Þrekvirki um merkileg- an tíma í Íslandssögunni. Skemmtileg og fróðleg bók sem langan tíma tekur að lesa. Þrekvirki um síld Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hvað? Hvenær? Hvar? Mánudagur hvar@frettabladid.is 30. DESEMBER 2019 Hvað? Hátíðarhljómar við áramót Hvenær? 20.00 Hvar? Hallgrímskirkja Trompetleikararnir Baldvin Oddsson og Jóhann Nardeau og Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, f lytja glæsileg hátíðarverk frá barokk- tímanum, meðal annars eftir J.S. Bach (Tokkata og fúga í d-moll), Vivaldi og f leiri. Miðasala á midi. is og í Hallgrímskirkju frá kl. 09.00-17.00. Trompetleikararnir Jóhann og Baldvin leika í Hallgrímskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ SIGTRYGGUR ARI M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M Á N U D A G U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.