Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2019, Blaðsíða 4

Læknablaðið - maí 2019, Blaðsíða 4
215 Anna Guðlaug Gunnarsdóttir, Kristján Orri Víðisson, Sindri Aron Viktorsson, Árni Johnsen, Daði Helgason, Inga Lára Ingvarsdóttir, Sólveig Helgadóttir, Arnar Geirsson, Tómas Guðbjartsson Snemmkominn árangur opinna ósæðarlokuskipta við ósæðarlokuþrengslum hjá konum á Íslandi Í þessari rannsókn var borinn saman árangur 151 konu og 277 karla sem gengust undir opin ósæðarlokuskipti vegna lokuþrengsla. Í ljós kom að heildartíðni snemmkominna fylgikvilla reyndist sambærileg fyrir bæði kyn og ekki reyndist marktækur munur á 30 daga dánartíðni sem var 5,6% fyrir hópinn í heild (8,6% fyrir konur og 4% fyrir karla). 223 Halldór Bjarki Einarsson, Ronni Mikkelsen, Jón Torfi Gylfason, Jan Holten Lützhøf Visna Egils Skallagrímssonar Ein sögufrægasta persóna Íslendingasagna er Egill Skallagríms- son. Um árabil hafa fræðimenn sett fram þá tilgátu að Egill hafi þjáðst af Pagets-sjúkdómi. Byggist sú tilgáta á túlkun þeirra á Egils sögu. Spurningin um sannleiksgildi sögunnar vefst hins vegar fyrir og verður ekki svarað en á síðustu árum hefur sagnfræðigildi Ís- lendingasagna verið dregið mjög í efa. 231 Freyr Gauti Sigmundsson, Fredrik Strömqvist, Bjarki Karlsson Pisa-heilkenni – sjúkratilfelli Sextíu og sex ára kona með Parkinson-sjúkdóm leitaði til bækl- unarlækna vegna erfiðra bakverkja. Konan hafði á skömmum tíma fengið hryggskekkju og göngugeta hennar versnað veru- lega. Konan var greind með hryggþröng og hið sjaldgæfa Pisa- heilkenni sem stundum er fylgifiskur Parkinson-sjúkdóms. 208 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Æ Ð I G R E I N A R 5. tölublað ● 105. árgangur ● 2019 211 Að lifa í breyttum heimi Hildur Thors Framboð hefur aukist á orkuþéttum mikið unn- um matvælum með lítið næringargildi og offita vex hröðum skrefum. Daglegt líf, ferðamáti, streita, hraði þjóð- félagsins og eðli vinnunnar hefur mikið breyst. Við þurf- um núna öll að hugsa upp á nýtt hvernig lífi við viljum lifa. 213 Geðheilsa ungs fólks Nanna Briem Góð geðheilsa á unglings- árunum leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni. Fyrst og fremst fyrir einstaklinginn og umhverfi hans, en ekki síður fyrir allt samfélagið. Það er því til mikils að vinna að fjárfesta í geðheilsu okkar unga fólks. L E I Ð A R A R EGILL SKALLAGRÍMSSON prýðir kápuna í þetta sinn enda er heilsufar hans þungamiðjan í fræðigrein í maí- blaðinu. Talið er Hjalti Þorsteinsson (1665-1754) prestur og listamaður í Vatnsfirði við Djúp hafi málað myndina sem er heilsíðumynd og varðveitt í ríkmannlegu stærðar pappírs- handriti með Eglu og fleiri Íslendingasögum og Íslendinga- þáttum, AM 426 fol. Handritið var skrifað á seinni hluta 17. aldar og er varðveitt á Árnastofnun í Reykjavík. Myndina tók Sigurður Stefán Jónsson og hún er birt með leyfi Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.