Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - mai 2019, Síða 12

Læknablaðið - mai 2019, Síða 12
216 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N við bráðan nýrnaskaða.25­27 Afdrif kvenna hafa hins vegar ekki verið rannsökuð sérstaklega og er markmið þessarar rannsóknar að bæta úr því með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra þeirra sjúklinga sem gengust undir opin ósæðar­ lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2013. Listi yfir sjúklinga var fenginn úr tveimur aðskild­ um skrám, annars vegar úr sjúklingabókhaldi Landspítala þar sem leitað var að aðgerðarnúm­ erum fyrir ósæðarlokuskipti (FMD00 og FMD10) og hins vegar úr gagnagrunni hjarta­ og lungna­ skurðdeildar Landspítala. Alls gengust 526 einstaklingar undir ósæðar­ lokuskipti á tímabilinu. Útilokaður var 51 sjúklingur þar sem aðalábending aðgerðar var lokuleki eða hjartaþelsbólga, 35 einstaklingar sem áður höfðu gengist undir hjartaaðgerð og 12 sjúklingar þar sem gögn vantaði. Eftir voru 428 sjúklingar sem mynduðu rannsóknarþýðið. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og að­ gerðarlýsingum. Skráðar voru yfir 130 breytur fyrir hvern sjúkling, þar á meðal aldur, kyn, einkenni fyrir aðgerð, niðurstöður hjartaómana fyrir og eftir aðgerð, áhættuþættir hjarta­ og æðasjúkdóma og fylgikvillar eftir aðgerð. Far­ ið var yfir heilsufarssögu sjúklinganna og skráð hvort saga var um hjartaáfall, hjartabilun, sykursýki, háþrýsting og/eða blóðfituröskun. Nýrnastarfsemi var metin fyrir hvern sjúkling með Cockcroft­Gault jöfnunni sem gefur áætl­ aðan gaukulsíunarhraða (GSH, estimated glo- merular filtration rate) þar sem vægt skert nýrna­ starfsemi var skilgreind sem áætlaður GSH 30­60mL/mín./1,73m2 en verulega skert ef hann var <30mL/mín./1,73m2. Einkenni hjartabilunar voru metin eftir NYHA­staðlinum (New York Heart Association)28 og einkenni hjartaangar eftir CCS­staðlinum (Canadian Cardiovascular Society).29 Þá var EuroSCORE II reiknað fyrir alla sjúklinga, en það metur dánarlíkur innan 30 daga eftir hjartaaðgerð.30 Loks var skráð hvort um bráða­ eða valaðgerð var að ræða og hvort kransæðasjúkdómur var til staðar. Upplýsingar úr aðgerð, svo sem aðgerðar­ tími, tími á hjarta­ og lungnavél og tangar­ tími, voru skráðar í mínútum. Einnig var skráð tegund og stærð ígræddrar loku og hvort önn­ ur aðgerð var framkvæmd samtímis, til dæmis kransæðahjáveituaðgerð, aðgerð á míturloku eða MAZE­aðgerð við gáttatifi. Úr niðurstöðum Tafla I. Samanburður á sjúklingatengdum þáttum fyrir aðgerð. Fjöldi (%) fyrir flokkabreytur, meðaltal með +/- staðalfráviki fyrir normaldreifðar talnabreytur en miðgildi fyrir ónormaldreifðar talnabreytur. Konur (n=151) Karlar (n=277) p-gildi Aldur [ár] 72,6 ± 9,4 70,4 ± 9,8 0,020 Áhættuþættir Líkamsþyngdarstuðull [kg/m2] 27,6 ± 4,8 27,7 ± 4,2 0,850 Saga um háþrýsting 113 (75,3) 187 (67,8) 0,127 Saga um sykursýki 18 (11,9) 45 (16,4) 0,268 Saga um blóðfituröskun 59 (39,1) 141 (51,6) 0,017 Saga um langvinna lungnateppu 16 (10,6) 18 (6,6) 0,205 Fjölskyldusaga um hjarta- og æðasjúkdóma 52 (36,1) 83 (31,4) 0,396 Saga um reykingar 87 (58,8) 191 (69,7) 0,031 Núverandi reykingar 22 (14,9) 39 (14,2) 0,975 Meðfædd tvíblöðkuloka 33 (22,4) 81 (30,2) 0,114 Áætlaður gaukulsíunarhraði >60 mL/min./1,73m2 72 (50,3) 214 (79,0) <0,001 30-60 mL/min./1,73m2 67 (46,9) 52 (19,2) <0,001 <30 mL/min./1,73m2 4 (2,8) 5 (1,8) 0,780 Euroscore II (meðaltal ± staðalfrávik) 5,19 ± 8,82 3,21 ± 4,60 0,002 (miðgildi (bil)) 2,43 (0,67-80,58) 2,03 (0,50- 48,87) 0,001 Fyrri saga um hjartasjúkdóma Hjartaáfall 14 (9,3) 41 (14,9) 0,131 Kransæðavíkkun 21 (13,9) 55 (19,9) 0,155 Hjartabilun 42 (27,8) 46 (16,7) 0,009 Hjartsláttartruflanir 40 (26,5) 72 (26,1) 1,000 Einkenni fyrir aðgerð Mæði 134 (88,7) 234 (84,5) 0,285 Hjartaöng 71 (47,0) 157 (56,7) 0,070 Yfirlið 26 (17,2) 36 (13,0) 0,297 Án einkenna 4 (2,6) 9 (3,2) 0,959 NYHA-flokkur III eða IV 96 (63,6) 158 (57,0) 0,225 CCS-flokkur III eða IV 40 (26,8) 85 (31,6) 0,365 Ómskoðun fyrir aðgerð Hámarksþrýstingsfall yfir ósæðarloku [mmHg] 74,4 ± 29,3 68,0 ± 23,4 0,013 Flatarmál lokuops [cm2] 0,60 (0,28-1,50) 0,70 (0,20-2,00) <0,001 Flatarmál lokuops/heildar-líkamsyfirborð [cm2/m2] 0,32 (0,15-0,76) 0,34 (0,12-0,89) 0,112 Þvermál ósæðarrótar [cm] 3,1 ± 0,5 3,5 ± 0,5 <0,001 Útfallsbrot vinstri slegils [%] 60 (20-75) 60 (10-77) 0,185 Útfallsbrot vinstri slegils <35% 4 (2,7) 10 (3,7) 0,814 Þykkt á bakvegg vinstra slegils [cm] 1,25 ± 0,25 1,30 ± 0,25 0,183 Þykkt sleglaskiptar [cm] 1,38 ± 0,31 1,43 ± 0,29 0,289 Vídd vinstri slegils í þanbili [cm] 4,54 ± 0,56 5,21 ± 0,81 <0,001 Leki við ósæðarloku 19 (18,3) 44 (21,1) 0,668

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.