Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - mai 2019, Síða 13

Læknablaðið - mai 2019, Síða 13
LÆKNAblaðið 2019/105 217 R A N N S Ó K N hjartaómskoðana sem gerðar voru fyrir aðgerð og 5­7 dögum eft­ ir aðgerð voru skráðar 11 breytur, þar á meðal útfallsbrot vinstri slegils, þykkt og stærð vinstri slegils í þanbili í cm og hvort leki var til staðar í eða meðfram ígræddu lokunni. Þá var einnig skráð­ ur hámarks­ og meðalþrýstingsfall yfir lokuna í mmHg og stærð lokuopsins (effective orifice area) í cm2 sem einnig var staðlað eftir líkamsyfirborði sjúklings í m2. Þar sem upplýsingar um meðal­ þrýstingsfall vantaði oft í niðurstöður hjartaómskoðana var ekki hægt að birta þær mælingar, hvorki fyrir né eftir aðgerð. Snemmkomnir fylgikvillar eftir aðgerð voru ýtarlega skráð­ ir. Miðað var við 30 daga frá aðgerðinni og kvillunum skipt í minniháttar og alvarlega fylgikvilla. Minniháttar fylgikvillar voru nýtilkomið gáttatif, afturkræf blóðþurrð í heila, fleiðruvökvi sem þarfnaðist aftöppunar, minniháttar sýkingar á borð við yfir­ borðssýkingar í skurðsári, þvagfærasýking og lungnabólga, og bráður nýrnaskaði sem ekki krafðist nýrnaskilunar. Nýrnaskaði var skilgreindur samkvæmt RIFLE­greiningarskilmerkjum, það er að minnsta kosti 1,5­föld hækkun á kreatíníngildi þar sem miðað var við hæsta kreatíníngildi sjúklings fyrstu 7 daga eftir aðgerðina og það borið saman við grunngildi fyrir aðgerð.31 Alvarlegir fylgi­ kvillar voru alvarlegar sýkingar svo sem miðmætisbólga og hjarta­ þelsbólga, nýrnaskaði sem krafðist nýrnaskilunar, bringubeinslos, óafturkræf blóðþurrð í heila, fjöllíffærabilun og hjartadrep skil­ greint sem einangraðar ST­breytingar eða nýtilkomið vinstra greinrof á hjartalínuriti með CK­MB hækkun >70mg/L. Einnig voru enduraðgerðir vegna blæðingar flokkaðar með alvarlegum fylgikvillum. Magn blæðingar í brjóstholskera fyrstu 24 klukku­ stundirnar eftir aðgerðina var skráð í mL ásamt fjölda eininga af rauðblóðkornaþykkni sem gefnar voru í sömu sjúkrahúslegu. Legutími sjúklinga var skráður í heilum dögum, bæði á gjörgæslu og heildarlegutími. Loks var skráður dánardagur þegar við átti. Sjúklingum var fylgt eftir til 1. september 2018 eða fram að dánardegi. Miðgildi eftirlitstímans var 8,8 ár (bil 0­16 ár og 6 mánuðir). Samtals tók eftirfylgd til 3337 sjúklingaára. Breytur voru skráðar í tölvuforritið Excel (Microsoft Corp., Redmond, WA). Tölfræði var unnin í tölfræðiforritinu R, útgáfu 3.4.2 (R Foundation for Statistical Computing, 2017). Flokkabreyt­ ur voru bornar saman með kí­kvaðrat prófi eða, ef tilfelli voru fá, Fischer­exact prófi. Talnabreytur voru bornar saman með t­prófi ef þær voru normaldreifðar, annars með Wilcox­prófi. Kynjahlut­ fall yfir tímabilin var reiknað með lógistískri aðhvarfsgreiningu (logistic regression). Marktækni miðaðist við p­gildi <0,05. Heildar­ lifun (overall survival) var metin með aðferð Kaplan­Meier og log­ rank­próf notað til að meta marktækan mun milli kynja. Athugað var hvort kvenkyn væri forspárþáttur dauða innan 30 daga með lógistísku aðhvarfsgreiningarlíkani. Í lokalíkaninu var leiðrétt fyrir þekktum áhættuþáttum hjarta­ og æðasjúkdóma, svo sem aldri, en einnig EuroSCORE II. Einnig var næmisgreining gerð með flóknara líkani af fjölþátta lógistískri aðhvarfsgreiningu þar sem teknar voru þær breytur sem sýndu marktæka fylgni við dauða innan 30 daga í einþátta greiningu, skilgreint sem p<0,1, og módelið einfaldað með þrepavali (stepwise regression). Breytur þar sem gildi vantaði voru hermdar (imputed) með fjölhermun með keðjuðum jöfnum (multiple imputation by chained equations, MICE). Áður en rannsókn hófst lágu fyrir öll tilskilin leyfi frá vísinda­ siðanefnd (nr. 10­009­V4), Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Af 428 sjúklingum voru 151 kona (35,3%) og 277 karlar (64,7%) og hélst kynjahlutfallið svipað á rannsóknartímabilinu (p=0,166). Konur voru marktækt eldri en karlar og var meðalaldur þeirra 72,6 ár borið saman við 70,4 ár fyrir karla (p=0,02). Samanburður á áhættuþáttum hjarta­ og æðasjúkdóma og helstu áhættuþáttum ósæðarlokuþrengsla fyrir bæði kyn er sýndur í töflu I. Hóparn­ ir voru nokkuð sambærilegir nema hvað konur voru líklegri til að hafa vægt skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (46,9% fyrir kon­ ur 19,2% karla, p<0,001) og fyrri sögu um hjartabilun (27,8% fyr­ ir konur 16,7% karla, p=0,009). Þá voru karlar marktækt líklegri til að hafa sögu um blóðfituröskun (51,6% á móti 39,1% kvenna, p=0,017) og reykingar (69,7% á móti 58,8% kvenna, p=0,031). Lík­ amsþyngdarstuðull (LÞS) reyndist sambærilegur milli hópa (27,6 ± 4,8 kg/m2 fyrir konur á móti 27,7 ± 4,2 kg/m2 fyrir karla, p=0,850) sem og hlutfall sjúklinga með meðfædda tvíblöðkuloku (22,4% fyrir konur, 30,2% fyrir karla, p=0,114). Mæði var langalgengasta einkenni fyrir aðgerð hjá báðum kynjum (88,7% fyrir konur, 84,5% fyrir karla, p=0,285) og hlutfall einstaklinga með alvarlega mæði í NYHA­flokki III eða IV var sambærilegt (63,6% fyrir konur, 57,0% karla, p=0,225). Þrettán sjúklingar (3,0%) voru einkennalausir fyr­ ir aðgerð og fannst þar ekki marktækur munur á kynjum (2,6% kvenna, 3,2% karla, p=0,959). Konur reyndust hins vegar með marktækt hærra EuroSCORE II, eða að meðaltali 5,2 borið saman við 3,2 fyrir karla (p=0,002). Helstu niðurstöður hjartaómskoðana fyrir aðgerð eru sýndar í töflu I. Útfallsbrot vinstri slegils var sambærilegt milli kynja en einnig fjöldi sjúklinga með útfallsbrot undir 35% (2,7% kvenna Tafla II. Samanburður á aðgerðartengdum þáttum. Fjöldi (%) fyrir flokkabreytur, meðaltal með +/- staðalfráviki fyrir normaldreifðar talnabreytur en miðgildi fyrir ónormaldreifðar talnabreytur. Konur (n=151) Karlar (n=277) p-gildi Lokugerð 0,896 Ólífræn 23 (15,2) 47 (17,0) Lífræn án grindar 73 (48,3) 132 (47,7) Lífræn með grind 55 (36,4) 98 (35,4) Stærð ígræddrar loku [mm] 23,40 ± 1,90 25,85 ± 1,90 <0,001 Aðgerðartengdir þættir Bráðaaðgerð 16 (10,6) 44 (15,9) 0,174 Aðgerðartími [mín] 250 (135-1645) 262 (124-770) 0,318 Vélartími [mín] 156 ± 60 157 ± 46 0,836 Tangartími [mín] 110 ± 36 116 ± 34 0,104 Lægsti hiti [°C] 34,8 (31,4-36,2) 34,9 (31,5-37,1) 0,448 Samhliða aðgerðir Kransæðahjáveita 65 (43,0) 176 (63,5) <0,001 Aðgerð á míturloku 10 (6,6) 10 (3,6) 0,241 MAZE-aðgerð 11 (7,3) 23 (8,3) 0,853 Önnur aðgerð 25 (16,6) 46 (16,6) 1,000

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.