Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 15

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 15
LÆKNAblaðið 2019/105 219 R A N N S Ó K N sýnt að konum sé síður vísað í hjartaaðgerðir sökum óljósra ein­ kenna.32,33 Konur þróa einnig síðar með sér kransæðasjúkdóm mið­ að við karla,34 sem endurspeglast í rannsókn okkar, en þrátt fyrir hærri aldur gengust færri konur undir kransæðahjáveitu samtímis lokuskiptum. Af sömu ástæðu var EuroSCORE II kvenna fyrir að­ gerð marktækt hærra, en karla en kvenkyn og aldur eru sjálfstæðir forspárþættir í þessu spálíkani.19,20,35 Lokuflatarmál fyrir aðgerð var marktækt minna hjá konum fyr­ ir aðgerð en sambærilegt þegar leiðrétt var fyrir heildar­líkams­ yfirborði einstaklingsins. Hjartaómskoðun fyrir aðgerð sýndi hins vegar að konur voru með hærra þrýstingsfall yfir lokuna. Þetta bendir til alvarlegri ósæðarlokuþrengsla hjá konum. Í flestum er­ lendum rannsóknum hafa konur sömuleiðis lengra genginn sjúk­ dóm og alvarlegri einkenni.20,36 Ekki sást þó munur á einkennum fyrir aðgerð hjá körlum og konum en hafa ber í huga að rannsóknin var aftursýn sem erfiðar mat á alvarleika einkenna en miðað við framskyggna rannsókn. Ígræddar lokur voru sambærilegar fyrir bæði kyn en í 83,6% tilfella var notast við lífrænar lokur og voru 57% þeirra án grind­ ar. Eins og búast mátti við fengu konur marktækt minni lokur en karlar, enda ósæðarrót þeirra minni. Tangar­ og vélartími reyndist sambærilegur milli kynja þrátt fyrir hærra hlutfall kransæða­ hjáveitu hjá körlum. Þetta gæti skýrst af þrengri ósæðarrót kvenna sem oft gerir lokuskiptin tæknilega erfiðari. Tíðni alvarlegra fylgikvilla var sambærileg milli kynja og sama átti við um minniháttar fylgikvilla. Þó höfðu konur hærri tíðni þvagfærasýkinga, enda eru þær almennt næmari fyrir þvagfæra­ sýkingum.37 Konur fengu einnig fleiri einingar af rauðkornaþykkni í legunni þrátt fyrir að blæða marktækt minna í brjóstholskera en karlar. Almennt eru konur með lægri blóðrauða fyrir aðgerð en karlar og virðist sem blóðgjöf sé oft ákveðin út frá blóðrauðagildi sem ekki tekur tillit til þessa mismunar, en rannsóknir hafa sýnt að tíðni blóðgjafa hjá konum er yfirleitt hærri en hjá körlum eftir aðgerðir.38 Tíðni heilablóðfalls innan 30 daga frá aðgerð reyndist lægri hér (1,6%) en í erlendum rannsóknum (um 2,5%).23 Tíðni nýtil komins gáttatifs reyndist hins vegar hærri, bæði fyrir karla og konur, eða í kringum 63% (á móti um 42% erlendis).39 Hárri tíðni gáttatifs eftir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi hefur áður verið lýst og er skýringin ekki þekkt.40 Sama á við um tíðni enduraðgerða vegna blæðinga sem reynist mun hærri hér á landi (14,5%) en í erlendum rannsóknum (2­3%).41,42 Loks lágu konur lengur inni á spítala en karlar en ekki var þó munur á legutíma á gjörgæslu­ deild eftir aðgerð. Huganlega getur þessi munur að einhverju leyti skýrst af hærri aldri, en sennilega koma þó fleiri þættir við sögu, enda aldursmunurinn aðeins tvö ár. Fjölþáttaaðhvarfsgreining leiddi í ljós að kvenkyn reyndist ekki forspárþáttur 30 daga dánartíðni eftir að leiðrétt hafði verið fyrir helstu áhættuþáttum hjarta­ og æðasjúkdóma, aldri og EuroSCORE II. Þá reyndist kvenkyn ekki heldur forspárþáttur í flóknara fjöl­ þáttalíkani sem gert var til næmisgreiningar. Niðurstöður okkar eru sambærilegar sumum erlendum rannsóknum1,7,20,43 en þó ekki öllum. Sumar þeirra sýna kvenkyn sem sjálfstæðan forspárþátt hærri 30 daga dánartíðni.18,22,36 Í þessu sambandi ber þó að hafa í huga að hugsanlega var rannsóknarþýðið of lítið til að sýna fram á marktækan mun á 30 daga dánartíðni (hætta á tölfræðilegri villu af gerð 2). Þótt rannsóknin hafi ekki beinst að langtímaárangri var reiknuð langtímalifun fyrir bæði kyn og reyndist hún sambæri­ leg fyrir konur og karla. Lifunartölur okkar eru í stórum dráttum sambærilegar við rannsókn frá árinu 201036 og fyrri rannsóknir af Landspítala.26,44 Styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún nær til alla sjúklinga heillar þjóðar sem gengust undir fyrstu ósæðarlokuskipti sín vegna þrengsla, og spannar 12 ár. Notaðar voru tvær aðskildar skrár til að finna sjúklingahópinn sem minnkar líkur á því að einhverjir sjúklingar hafi ekki verið teknir með í rannsóknina. Helsti veik­ leiki rannsóknarinnar er að hún er afturskyggn og upplýsingar fyrir aðgerð, svo sem áhættuþættir og einkenni, eru ekki eins ná­ kvæmar og ef hún hefði verið framskyggn. Rannsóknarþýðið var heldur ekki nægilega stórt til að bera saman sjaldgæfa fylgikvilla og hugsanlegt að fyrir einhverja þeirra sæist marktækur munur ef sjúklingahópurinn hefði verið stærri. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að konur eru rúmur þriðjungur þeirra sem gangast undir opin ósæðarlokuskipti á Ís­ landi. Þær eru eldri en karlar þegar kemur að aðgerð og virðast vera með alvarlegri lokusjúkdóm. Engu að síður er heildartíðni snemmkominna fylgikvilla sambærileg fyrir bæði kyn, sem og 30 daga dánartíðni og langtímalifun. Kvenkyn reyndist ekki sjálf­ stæður forspárþáttur fyrir dauða innan 30 daga frá aðgerð. Þakkir Við þökkum Gunnhildi Jóhannsdóttur, skrifstofustjóra á skurð­ sviði Landspítala, fyrir hjálp við gagnaöflun. Mynd 1. Kaplan-Meier-graf sem sýnir heildarlifun sjúklinga eftir aðgerð.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.