Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 19

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 19
LÆKNAblaðið 2019/105 223 Y F I R L I T S G R E I N Sjúkrasaga Egils Skallagrímssonar Egils saga gerist á landnámsöld og er talin rituð af Snorra Sturlu­ syni í kringum 1230. Snemma kom í ljós að Agli svipaði mjög í útliti til Gríms (Skallagríms) föður síns og fáir voru jafn stórir sem Egill. Á einum stað segir að Skallagrímur og hans útvöldu væru heldur líkir þursum að vexti og sýn en mennskum mönnum. Ekki hafði Egill útlitið með sér; grófgerður í andliti og dökkur yfirlit­ um. Tekið skal fram að sú lýsing Snorra á útliti Egils þarf ekki að benda til afbrigðilegs beinvaxtarsjúkdóms (skeletal dysplasia). Egill gerðist þunglyndur eftir að Böðvar sonur hans drukknaði. Egill lagðist þá í lokrekkju, þáði hvorki vott né þurrt, og óskaði þess einfaldlega að deyja. Þorgerður dóttir hans sagðist þá vilja deyja með honum. Hún lagðist við hlið hans í aðra rekkju og kom þar á eftir í hann bæði sölvum og mjólk. Þegar Egill var orðinn aldraður maður gerðist hann hrumur með heyrnar­ og sjónskerðingu. Fyrir utan þá hnignun og hreyfiskerðingu – en Egill var þungfær, fót­ stirður og fótkaldur – segir sagan að hann hafi átt það til að missa jafnvægið og hrasa. Silfur Egils Egill var berserkur mikill, gríðarlega fégjarn og varð snemma stór­ auðugur. Þegar hér er komið sögu var Egill kominn á níræðisald­ ur. Þá fær hann þá hugdettu (á sama tíma og menn undirbjuggu sig til þings) að halda til Þingvalla með tvær kistur fullar af ensku silfri. Þær silfurkistur höfðu honum áskotnast hjá Aðalsteini kon­ ungi eftir sigurinn á Vínheiði, ungum að árum. Færði hann aldrei föður sínum silfrið í sonargjöld eins og konungur hafði beðið hann að gera þegar hann kæmi heim til Íslands. Þess í stað dró Egill sér silfrið og bar það með sér allar götur síðan, fram á elliár. Þá var ætlun hans undir lokin að kasta silfrinu til mannfjöldans við Lögberg og fylgjast síðan með slagsmálum manna á milli um Visna Egils Skallagrímssonar Halldór Bjarki Einarsson1 Ronni Mikkelsen2 Jón Torfi Gylfason3 Jan Holten Lützhøft4 Höfundar eru allir læknar. 1Heila- og taugaskurðdeild, 2taugamyndgreiningardeild, Háskólasjúkrahúsinu í Árósum, 3Lækningu, Lágmúla 5, Reykjavík, 4geðrofssviði geðdeildar Háskólasjúkrahússins í Árósum. Fyrirspurnum svarar Halldór Bjarki Einarsson, Halldor.Bjarki.Einarsson@rsyd.dk silfrið. Þess skal getið hér að Peter Hallberg, fyrrum dósent við Háskóla Íslands og síðar prófessor í bókmenntasögu við Gauta­ borgarháskóla, segir í bók sinni Den isländska sagan að Egill hafi lagt á ráðin um að sá silfrinu á Alþingi sér til skemmtunar eða dægrastyttingar.1 Vísar það í ákveðna persónuleikatruflun. Fjöl­ skylda Egils kom þó í veg fyrir þessa fyrirætlun hans. Þess í stað, og eftir að hafa mælt „vil ég fara til laugar,” hélt hann með aðstoð tveggja þræla Gríms til laugar Mosfellinga með kisturnar tvær. Segir sagan að hvorki þrælarnir né silfrið hafi skilað sér til baka og er kenning höfundar Egils sögu sú að Egill hafi drepið þrælana tvo. En ber þetta vott um minnisleysi Egils eða er mögulegt að þrælarnir hafi platað veikan manninn og stungið af með silfrið? Hörpuskelin hans Egils Flestir geta verið sammála um að með hjálp bókmenntarýni, forn­ leifa­ og sagnfræði auk læknisfræði sé hægt (upp að vissu marki) að varpa ljósi á ákveðið heilsufarsástand manna fyrr á öldum. Í bók sinni Hetjur og hugarvíl bendir Óttar Guðmundsson geðlækn­ ir á að engin persóna Íslendingasagnanna falli að eins mörgum greiningum geðsjúkdómafræðinnar og Egill.2 Fleiri mismuna­ greiningar má vissulega nefna en þær byggjast á túlkun texta úr Eglu sem gerðist fyrir um það bil 1000 árum. Ætla má að tilgangur frásagnarinnar hafi ekki verið sá að varpa ljósi á sjúkdómafræði. Fyrirætlun höfundarins með verkinu er óljós í þessu samhengi. En eftir kristnitöku er talið að bein Egils Skallagrímssonar hafi Á G R I P Ein sögufrægasta persóna Íslendingasagna er Egill Skallagrímsson. Um árabil hafa margir fræðimenn sett fram þá tilgátu að Egill hafi þjáðst af Pagets-sjúkdómi. Byggist sú tilgáta á túlkun þeirra á Egils sögu. Spurningin um sannleiksgildi sögunnar vefst hins vegar fyrir og verður ekki svarað en á síðustu áratugum hefur sagnfræðigildi Íslendingasagna verið dregið mjög í efa. Því er vert að undirstrika takmarkað sagnfræðigildi Egils sögu sem og annarra sagna. Hinn einstaki frásagnarstíll höfundar Egils sögu leynir sér þó ekki. Í nor- rænni bókmenntasögu og goðafræði koma fyrir frásagnir af hervæddri skjaldmey sem kölluð var Visna. Lýsingin minnir á Egil, en höfundur þeirrar frásagnar var Saxo Grammaticus sem dáðist að frásagnarstíl höfunda Íslendingasagna. Textatúlkun á Egils sögu sem getið er um í greininni hér fyrir neðan, beinist að tvíeðli og líkamsbyggingu Egils Skallagrímssonar. Túlkunin er á þá leið að litlar líkur séu á að Egill hafi verið þjakaður af Pagets-sjúkdómi. Því kemur öllu heldur til kastanna ástand sem höfundar kjósa að kalla Visnu Egils Skallagrímssonar. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.05.231

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.