Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 20

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 20
224 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N fundist undir altari kirkjunnar við Hrísbrú í Mosfellsdal. Sá fund­ ur og lýsingin á formi og umfangi höfuðkúpu Egils vísar ef til vill í afbrigðilegan beinvaxtarsjúkdóm. Þá segir að bein Egils hafi verið meiri en annarra manna og höfuðkúpan stór (mynd 1). Það var um það bil 150 árum eftir dauða Egils sem höfuð hans átti að hafa fundist, þungt og bárótt sem hörpuskel. Þó er frekari af­ lögunar beina Egils ekki getið til, eins og búast mætti við eftir út­ breiddan afbrigðilegan beinvaxtarsjúkdóm. Samkvæmt Egils sögu hjó Skafti prestur Þórarinsson í höfuðkúpuna eftir fundinn með handöxi. Gaf kúpan sig ekki en hvítnaði einungis undan högginu. Uppspuni eður ei? Áður hefur verið fjallað um það í Læknablaðinu að Agli hafi þótt gott að baða sig í heitri lauginni og hafi ef til vill notað laugarferðina sem yfirskin þegar hann átti að hafa falið silfrið.3 En voru heitu böðin aðal gigtarmeðferðin í fornöld? Því er einnig spurt hvort Egill hafi verið haldinn gigtarsjúkdómi. Þeirri spurningu hafa aðrir höfundar reyndar leitað svara við með greinarskrifum sín­ um, upphaflega í Skírni4 árið 1984 og síðar í breska læknablað­ inu.5 Höfundarnir telja að Egill Skallagrímsson hafi líklega verið haldinn Pagets­sjúkdómi (osteitis deformans). Þórður Harðarson kom fyrstur manna fram með þessa tilgátu í Skírni, en eins og fram kemur í enskri grein Þórðar og meðhöfundar hans Elísabetar Snorradóttur, „Egil’s or Paget’s disease?“, byggja þau sjúkdóms­ greiningu sína á lýsingu á Agli í hárri elli undir lok Egils sögu. Þar segir að Egill hafi átt erfitt með gang og þjáðst af fótkulda. Auk þess bar á heyrnarleysi og verulegri sjónskerðingu. Jesse L. Byock, prófessor í norrænum fræðum við Kaliforníuháskóla í Los Angel­ es (UCLA), er sammála þeim Þórði um að ofvöxtur hafi hlaupið í bein Egils sökum Pagets­sjúkdóms. Byock segir að miðað við þau einkenni Egils sem Snorri lýsir (og þar með talinn fótkuldann), sé líklegt að sú sjúkdómsgreining standist. Þá má þess geta að í vísindatímaritinu Scientific American ber Byock saman einkenni Pagets­sjúkra við mismunagreiningar á borð við trefjabeinbólgu, heilkenni æsavaxtar, ennisbeinshnýfil, misvöxt bandvefs og bein­ holsherðingu.6 Í sömu grein er bent á að það að höfuðkúpan hafi staðist axarhögg sé skýr tilvísun í Pagets­ sjúkdóminn. Samstarfs­ aðili Jesse L. Byock í hinu alþjóðlega MAP­uppgraftarverkefni við Hrísbrú (The Mosfell Archaeological Project)7 frá árinu 1995, Per Holck, prófessor í líffærafræði við læknadeild Háskólans í Ósló, virðist vera honum sammála í grein í norska læknablaðinu.8 Aðrir fræðimenn hafa hins vegar talið að frásögnin um að höfuðkúpa Egils hafi staðist axarhögg kunni að vera hreinn uppspuni. Rannsóknir mannabeina við uppgröft í tengslum við forn­ leifarannsóknir á Íslandi á síðustu öld má að miklu leyti þakka einskærum áhuga hins mikla velgerðamanns Þjóðminjasafnsins, Jóns Steffensen. Jón var um langt skeið formaður Hins íslenzka forn- leifafélags og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands á árunum 1937 til 1957. Haft er eftir Jóni að frásögnin um upptöku Skafta prests á beinum Egils sé um margt þjóðsagnakennd og ekki alls kostar sennileg. Þetta kemur fram í ritgerðasafni hans um mótun­ arsögu íslenskrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir. Jón Steffensen, sem telst án vafa meðal fremstu mannfræðinga Íslendinga, bætir hér við að „allir, er handleikið hafa hauskúpu Mynd 1. Stytta eftir prófessor Magnús H. Ágústsson, listamann og lækni, frá Kingston New York, Bandaríkjunum. Verkið gaf Magnús Landsbókasafni Íslands hinn 6. apríl árið 2000. Um er að ræða túlkun listamannsins á útliti og höfuðlagi Egils Skallagrímssonar út frá texta í Egils sögu. Mynd 2. Stórsætt er það einkennandi fyrir pagetísk bein að þau eru hrjúf og stærri sök- um aukinnar þykknunar samanborið við heilbrigð bein. Þykknun kúpubeins (A) og höf- uðkúpubotns (B) af völdum Pagets-sjúkdóms með fergismyndun taugaopa. Myndirnar eru fengnar úr meinafræðisafni Rudolfs Virchows. Með þakklæti til prófessors Thomas Schnalke og Christoph Weber við Berliner Medizinhistorisches Museum der Charité.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.