Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - maj 2019, Side 22

Læknablaðið - maj 2019, Side 22
226 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N á erfðaþætti sem og að ýmsar aðrar rannsóknarniðurstöður séu ekki í samræmi við þær ofangreindu.28 Þar má nefna rannsóknir þar sem ekki tókst að finna veirumótandi­RNA­umrit eða ónæmis­ vaka.29,30 Þó er ljóst að algengi Pagets­sjúkdómsins hefur minnkað frá því farið var að bólusetja við mislingum um 1963.31,32 Því er þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði svo unnt sé að finna svar við tilgátunni um veiruframkallaða sjúkdómsmyndun Pagets­sjúk­ dómsins. Þeir erfðafræðilegu þættir sem fjallað hefur verið um varða stökkbreytingu í erfðavísinum Sequestosome 1 (SQSTM1) með litningastaðsetninguna 5q35.3.33 Í Egils sögu kemur fram að Egill hafi verið mikill sem tröll, ófríður og líkur föður sínum, en ekki er unnt að vita með vissu hvort einhverjir náskyldir Agli hafa þjáðst af Pagets­sjúkdómi. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að ættgengi SQSTM1­stökkbreytingar sé á bilinu 25­50% og erfist hún með ríkj­ andi erfðamynstri.34,35 Prótínið (p62) sem genið skráir fyrir bindur við ubiquitin, en samstæðan er talin taka þátt (ásamt meðal annars RANK­L / RANK og OPG­kerfinu) í virkjun kjarnaþáttar kappa­B (NF-κB)-innanfrumuboðferlis beinátfrumna.36,37 Hornsteinninn í myndun beinátfrumna, og eðlileg starfsemi þeirra, samanstendur þannig af samruna forvera stórátfrumna (monocytes/macrophages)38 og af ofangreindu innanfrumuboðferli. Röskun í virkjun boðferl­ isins, vegna SQSTM1­stökkbreytingarinnar, leiðir þannig til svip­ gerðar Pagets­sjúkdómsins. Þá vekur það óneitanlega athygli að sama stökkbreyting getur valdið heilabilun.39 Því vaknar spurn­ ingin um hvort þessi erfðavísir útskýri að hluta til líkamlegt og andlegt ástand Egils Skallagrímssonar. Einkenni Egils og Pagets-sjúkdómurinn Í ljósi þess að fylgikvillum frá miðtaugakerfinu hefur verið lýst vegna Pagets­sjúkdóms40 má bæta við þeirri vangaveltu að ekki sé útilokað að Egill hafi verið haldinn geðröskun á formi þung­ lyndis. Byock nefnir lækkað geðslag Egils í grein sinni.6 Spyrja má hvort þunglyndi Egils hafi orsakast af sonarmissinum sem sagt er frá í Egils sögu, eða hvort tilhneiging til þunglyndis og andlegrar hnignunar hafi verið undirliggjandi hjá honum, þá vegna annars konar líkamlegs sjúkdóms, til að mynda Pagets­sjúkdómsins.40­42 Eins mætti segja að Þorgerður dóttir hans hafi bjargað honum undan oki hugsana um dauðann, framtaksleysis, minni matar­ lystar og einangrunar í lokrekkju sinni með hugrænni atferlismeð­ ferð þess tíma. Reikul hegðun og þunglyndi birtist líka í ankanna­ legum áformum Egils um að kasta silfrinu til mannfjöldans sem fyrr segir, í þeirri von að það myndi skapa áflog og handalögmál við Lögberg. Þetta tvískauta lundarfar Egils vísar þannig til geð­ hvarfasýki. Þá má nefna sjón­ og heyrnarskerðingu Egils undir lok ævinnar, auk þess sem hann var þungfær og fótstirður. Saga um sjónleysi gæti þá vísað til gláku, sem hefur væntanlega verið al­ gengasta orsök sjónleysis. Heyrnartap er mun meira einkennandi afleiðing Pagets­sjúkdóms þótt sjónleysi finnist einnig. Á síðustu æviárum Egils geta þessi einkenni þó varla talist einkennandi fyrir Pagets­sjúkdóm. Því mætti gera ráð fyrir aldurstengdri sjón­ og heyrnarskerðingu sem mismunagreiningu við Pagets. Hvort tveggja mætti telja líklega ástæðu óstöðugleika Egils á gamals aldri. Í síðasta kvæði Egils segir: Langt þykki mér, ligg einn saman, karl afgamall, á konungs vörnum; eigum ekkjur allkaldar tvær, en þær konur þurfu blossa. Í þessari vísu Egils má skilja að „ekkjur allkaldar tvær” séu fæt­ ur hans, og hann sé því að yrkja um fótkuldann sem hrjáði hann. Mynd 4. Lagsjármynd (A) af fjölkjarna beinátfrumu (hvít píla) in vitro eftir Cell Tracker Green og 4′,6-diamidino- -2-phenylindole (DAPI)-litun. Aukin virkni og seyting beinleysihvata þessara frumna er meginástæða óeðlilegs bein- eyðandi ástands Pagets-sjúkdóms (fyrsta stig). Niðurrif beina (B-C) með auknu uppsogi þeirra og lacunae-myndun (C) hrindir af stað myndun staðboðefna sem vekja aukna virkni beinkímfrumna. Þetta leiðir til blandaðs stigs sjúkdómsins og að lokum lokastigs eða óeðlilegrar beinhersl- ismyndunar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.