Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - mai 2019, Síða 27

Læknablaðið - mai 2019, Síða 27
LÆKNAblaðið 2019/105 231 Inngangur Pisa­heilkenni, einnig nefnt pleurototonus, er eitt birtingar­ form svokallaðrar stöðuskekkju (postural deformity), sem eins og nafnið bendir til dregur nafn sitt af skakka turninum í Pisa. Það sem einkennir Pisa­heilkenni er slagsíða sem versnar við gang. Hin birtingarformin eru Camptokormia, stundum nefnt á ensku „bent­spine syndrome“ og Antecollis, einnig nefnt „drop­head syndrome“. Hin ólíku form stöðuskekkju geta verið fylgifiskar ýmissa sjúkdóma í vöðva­ og miðtaugakerfi en stöðuskekkju hefur verið vel lýst hjá fólki með Parkinson­sjúkdóm.1,2 Geðsjúk­ dómar og aukaverkanir ýmissa geðlyfja geta einnig leitt til stöðu­ skekkju.3,4 Camptokormia hrjáði stundum skotgrafahermenn í fyrri heimsstyrjöldinni og nefndist þá „Cyphose hystérique“ og var ástæðan talin andleg.5 Fyrstur til að lýsa Pisa­heilkenni var sænski læknirinn Ekblom árið 1972.4 Fjölmörg lyf sem grípa inn í dópamínefnaskiptin í miðtaugakerfinu hafa verið tengd við Pisa­ heilkenni.6 Einnig geta ýmsir taugahrörnunarsjúkdómar leitt til Pisa­heilkennis og þar ber helst að nefna Parkinson­sjúkdóm.1,6,7 Stöðuskekkja getur haft margs konar áhrif á líf þeirra sem greinast með sjúkdóminn. Fólk með stöðuskekkju getur til dæm­ is átt í erfiðleikum með samskipti vegna líkamsstöðu sinnar. Camptokormiu og Pisa­heilkenni getur einnig fylgt sársaukafullur vöðvaherpingur í magavöðvum og hálshrygg. Það er einkennandi fyrir stöðuskekkju að snemma í sjúkdómsferlinu geta sjúklingar rétt úr sér í liggjandi stöðu en geta ómögulega rétt úr sér stand­ andi. Slitbreytingar í hrygg þróast þó oft hratt og geta leitt til stífr­ ar hryggskekkju (scoliosis) og herðakistils (kyphosis). Einkennandi fyrir Pisa­heilkenni er að skekkjan er ekki einungis í kórónuplani heldur er einnig um að ræða svokallað þykktarstöðuójafnvægi (sagittal imbalance). Þykktarstöðuójafnvægi er hægt að greina á Pisa­heilkenni – sjúkratilfelli Á G R I P Sextíu og sex ára kona með Parkinson-sjúkdóm leitaði til bæklunar- lækna vegna erfiðra bakverkja. Konan hafði á skömmum tíma fengið hryggskekkju og göngugeta hennar hafði samtímis skerst. Konan var greind með hryggþröng (spinal stenosis) og hið sjaldgæfa Pisa-heil- kenni sem stundum er fylgifiskur Parkinson-sjúkdóms. Í skurðaðgerð var hryggskekkjan rétt af og tveimur árum síðar var konan verkjalaus og göngugeta hennar hafði batnað verulega. Vandamál tengd bak- skurðaðgerðum hjá fólki með Parkinson-sjúkdóm eru flókin og mik- ilvægt er að rétt aðgerð sé framkvæmd frá byrjun. Hér er lýst skurð- meðferð hjá konu með Parkinson-sjúkdóm og Pisa-heilkenni. Freyr Gauti Sigmundsson1,3 Fredrik Strömqvist2 Bjarki Karlsson3 Höfundar eru læknar. 1Bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Örebro, 2bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Malmö, 3Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrirspurnum svarar Freyr Gauti Sigmundsson, freyr.sigmundsson@regionorebrolan.se https://doi.org/10.17992/lbl.2019.05.232 standandi hliðarröntgenmyndum. Þykktarstöðuójafnvægi er til staðar ef lóðrétt lína frá miðjum hálshryggjarbol C7 fellur meira en 5 cm framan við aftari horn endaplötu S1 (sacrum). Einkennandi fyrir skekkjuna er að hryggbolirnir snúast ekki (rotation) eins og algengast er þegar um venjulega hryggskekkju er að ræða. Fólk með Pisa­heilkenni á oft erfitt með gang og að rétta úr sér. Flestir sem verða fyrir sjúkdómnum fá erfiða bakverki og reyna af öllum mætti að rétta úr sér en gefast fljótt upp vegna sársauka. Heil­ kennið er sjaldgæft en um það bil 2­8% sjúklinga með Parkinson­ sjúkdóm eru taldir fá Pisa­heilkenni.2,8 Ástæða stöðuskekkju hjá fólki með þessa sjúkdóma er talin vera ójafnvægi í bolvöðvaspennu (truncal dystonia) en orsakirnar geta verið margþættar. Greining og meðferð er yfirleitt í höndum taugalækna. Til að byrja með felst meðferðin í meðhöndlun grunnsjúkdómsins og lyfjabreytingum eins og við verður komið. Meðferð með djúpheilaertingu (deep brain stimulation) hefur einnig verið reynd en með misjöfnum ár­ angri.9 Sú meðferð hjálpar ekki ef skekkjan í hryggnum er orðin stíf og slitbreytingar eru miklar.10 Sérhæfð sjúkraþjálfun, hjálp­ artæki og bótoxmeðferð hafa einnig verið notuð eftir þörfum. Sjúklingar með Pisa­heilkenni geta sökum aukinnar vöðvaspennu í kviðarvöðvum haft verki í þeim og getur bótoxmeðferð slegið á slík einkenni. Í sumum tilfellum getur skurðaðgerð þar sem hryggurinn er réttur af verið árangursrík en fylgikvillar eftir slík­ ar aðgerðir eru þó algengir.11,12 Tilfelli Sextíu og sex ára kona með Parkinson­sjúkdóm leitaði til bækl­ unarlækna vegna verkja í baki og leiðniverks niður í hægra læri. S J Ú K R A T I L F E L L I

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.