Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - mai 2019, Síða 28

Læknablaðið - mai 2019, Síða 28
232 LÆKNAblaðið 2019/105 Konan var með nýrnablöðrusjúkdóm (polycystic kidney disease) og í yfirvigt en var að öðru leyti hraust. Í segulómskoðun sást væg hryggþröng (spinal stenosis) og á röntgenmynd sást hryggskekkja. Göngugeta og verkir höfðu versnað mikið og gat hún einungis gengið á milli herbergja á heimili sínu og notaðist þá við hækju­ stafi eða göngugrind. Hún gat ekki lengur staðið við störf sín og við gang fékk hún mikla verki í bakið og slagsíðu til hægri og þá gat hún ekki rétt úr sér. Á tölvusneiðmynd af kvið árið 2012 sást ekki nein hryggskekkja en röntgenmyndir frá árinu 2014 sýndu byrjandi skekkju á L4­L5 liðbili. Á stuttum tíma sagðist konan hafa orðið skökk eins og turninn í Pisa. Hryggskekkjan var skörp á liðbili L4­L5 en vegna viðleitni sinnar til að halda höfðinu yfir miðjum líkamanum var konan með aðra minni skekkju ofan við þá neðri (mynd 1b). Segulómskoðun skömmu fyrir mat hjá bækl­ unarlækni sýndi taugarótarþrengsli á L4­rót hægra megin og væga hryggþröng á liðbili L4­L5 og L3­L4, einkum vegna fitu (epidural lipomatosis). Standandi röntgenmynd af öllum hryggnum sýndi áðurnefndar hryggskekkjur og á hliðarmynd var hægt að sjá þykktarstöðuójafnvægi (sagittal imbalance) (mynd 1c). Sjúklingur­ inn uppfyllti greiningarskilyrði Pisa­heilkennis.1 Meðferðar­ möguleikar voru til að byrja með sjúkraþjálfun, endurhæfing og verkjalyfjameðferð en ef árangur yrði takmarkaður kæmi skurðað­ gerð til greina. Ljóst var að skurðaðgerð yrði umfangsmikil, með óljósum horfum og hættu á fylgikvillum. Beinþéttnimæling var einnig gerð og var beinþéttni innan eðlilegra marka en beinþynn­ ing er frábending fyrir aðgerð. Nýtt mat var gert hálfu ári síðar hjá hryggjarskurðlækni. Konunni leið illa, fóru bak­ og leiðniverkir versnandi og þurfti hún þá að nota hjólastól og taka sterk verkja­ lyf. Ákveðið var að framkvæma skurðaðgerð á hrygg. Aðgerð Aðgerðin fór fram í apríl 2016 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrir aðgerð var gert ýtarlegt heilsumat. Markmiðið með aðgerðinni var að rétta hryggskekkjuna og létta fargi (decompression) af fjórðu lendhryggjartaug í hægri rótargöngum sem og rótarknippinu á lendhryggjarliðbilum L4­L5 og L3­L4. Til að rétta skörpu skekkj­ una á lendhryggjarliðbili (L4­L5) þurfti að fjarlægja liðþófann og setja í hans stað beinfyllt búr (mynd 2). Nauðsynlegt var að ná góðri festu ofan og neðan við skekkjuna. Fjórar skrúfur voru settar í spjaldbein og tvær í fimmta lendhryggjarbol til að fá nægjan­ lega góða festu handan við skekkjuna (caudalt). Ofar í hryggnum (cephalad) voru skrúfur settar frá fjórða lendhryggjarbol til og með tíunda brjósthryggjarbols. Liðtindaliðir (facetuliðir) voru fjarlægð­ ir á L4­L5 og L3­L4­bili og á þann hátt var hægt að skapa sveigju (lordosis) í lendhryggnum. Tveir sverir kóboltkróm­teinar voru svo beygðir í rétta sveigju og skrúfaðir fastir í hrygginn og þannig var skekkjan að mestu rétt af. Bein sem fékkst við fargléttinguna var S J Ú K R A T I L F E L L I Mynd 1b og 1c. Standandi röntgenmyndir sýna vel umfang hryggskekkjunnar í kórónu og þykktarplani.Mynd 1a. Ljósmynd af konunni fyrir aðgerð sýnir hryggskekkjuna greinilega.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.