Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - maj 2019, Side 29

Læknablaðið - maj 2019, Side 29
LÆKNAblaðið 2019/105 233 malað í mulningsvél og pakkað yfir afskrapaða beinfleti og inn í L4­L5 liðbilið. Aðgerðin gekk vel. Konan var skamman tíma á gjörgæslu en fluttist síðan á bæklunardeild og síðar á endurhæfingardeild. Tveimur árum eftir aðgerð, í apríl 2018, notaði konan ekki verkjalyf vegna hryggjarins og gekk um utanhúss með hækju sér til stuðn­ ings en hún fór í gerviliðsaðgerð á vinstra hné í janúar 2018 (mynd 3). Göngugeta konunnar hafði þá batnað mikið og gat hún gengið rúmlega einn kílómetra. Röntgenmyndir sýndu góða réttingu á hryggskekkjunni og gott jafnvægi á hliðarmynd (mynd 4 a og b). Umræða Sjúklingar með Parkinson­sjúkdóm og sjúklingar með hryggþröng eiga það sammerkt að tilheyra eldri hluta þýðisins og báðir sjúk­ dómarnir eru algengir hjá eldra fólki. Hryggþröng hjá sjúklingum með Parkinson­sjúkdóm er krefjandi vandamál fyrir hryggjar­ skurðlækna. Það getur verið sérlega vandasamt að átta sig á því hvað veldur stöðuskekkju hjá fólki með Parkinson­sjúkdóm – er það hryggþröngin eða er um að ræða camptokormiu eða Pisa­ heilkenni? Bakverkir eru einnig algengir hjá sjúklingum með Parkinson­sjúkdóm og þess vegna geta læknar fallið í þá gildru að halda að hryggþröngin valdi einkennunum og freistast til að framkvæma einfalda fargléttingu. Slík einföld aðgerð getur leitt af sér aukna bakverki og enn frekari stöðuskekkju.13 Árangur að­ gerða við hryggþröng hjá sjúklingum með Parkinson­sjúkdóm er ófullnægjandi og enduraðgerðir stuttu eftir fyrstu aðgerð eru al­ gengar.13­15 Þegar hryggjarskurðlæknar meta Parkinson­sjúklinga með hryggþröng með tilliti til aðgerðar er mikilvægt að gera sér grein fyrir að sjúklingarnir geta verið með stöðuskekkju, bæði í kórónuplani og þykktarplani (sagittal plane). Öruggasta leiðin til að greina sjúkdóminn er að taka standandi röntgenmynd og meta þykktarstöðuójafnvægið (sagittal imbalance) með mælingu. Þegar þessar myndir eru teknar má sjúklingurinn ekki styðja sig við neitt og myndirnar verða að ná öllum hryggnum og mjaðmaliðunum. Farglétting án þess að meta þykktarstöðuójafnvægi og taka tillit til þess í aðgerð getur leitt til verri heilsu hjá þessum sjúklingum.16 S J Ú K R A T I L F E L L I Mynd 3. Ljósmynd tveimur árum eftir aðgerð sýnir að vel hefur tekist að rétta við sjúklinginn. Mynd 2. Á tölvusneiðmynd sést að notast var við beinfyllt búr til að rétta af L4-L5 liðbilið.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.