Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - mai 2019, Síða 34

Læknablaðið - mai 2019, Síða 34
238 LÆKNAblaðið 2019/105 Á sólríkum föstudagseftirmiðdegi setjumst við með súkkulaðiköku við stórt og mikið borðstofuborð þeirra hjóna í litlu íbúðinni þeirra í Fossvoginum. „Það er allt svo stórt í Bandaríkjunum,“ segja þau og gera góðlátlegt grín að húsgögnum sínum sem þau fluttu með sér heim. Litli dreng­ urinn þeirra, Björn, er kominn með húfu á höfuðið. Hann er á leið í bíltúr með móð­ urafa sínum, forréttindi sem hann naut ekki í Bandaríkjunum. Það voru einmitt þessi forréttindi sem þau sóttu í þegar þau ákváðu að flytja aftur til Íslands eftir strangt nám þar ytra, ómeðvituð um að ekkert yrði leikskólaplássið fyrir drenginn. Þau vissu þá heldur ekki að barátta Önnu við að fá niðurgreidda á þjónustu fyrir sjúklinga sína yrði jafnerfið og raun bar vitni. En byrjum á byrjuninni. Hvar kynnt­ ust þau? „Við kynntumst á lesstofunni í Læknagarði,“ segir Anna og Martin samsinnir. „Við vorum saman í MR en á sitthvoru árinu,“ segir Martin. Hún segir þó að hún hafi vitað hver Martin var, enda nafnið óalgengt. Martin varð dúx árgangs síns áður en Anna útskrifaðist og hugsan­ lega var það lán í óláni að verkfræðinámið í HÍ höfðaði ekki til hans því þau Anna urðu þá samstiga í læknisfræði og náðu saman í lok fyrsta árs. „Verkfræði var augljóst val í MR en stóðst ekki alveg væntingar þegar á reyndi. Ég sá ekki fyrir mér að vinna í tölvu allan daginn og vildi vinna meira með fólki. Ég ákvað að prófa læknisfræði og sé ekki eftir því,“ segir Martin. Völdu sitthvort sérnámið Þótt þau væru saman öll árin völdu þau ekki sömu sérgrein. „Nei, sem betur fer,“ segja þau nánast í kór. „Það hjálpar okkur að vera í sitthvorri sérgreininni. Það hefur sína kosti og galla, en ég hef meiri innsýn í svæfingalækningar fyrir vikið og Martin hefur meiri innsýn inn í taugalækningar,“ segir Anna. Þau fóru til Bandaríkjanna í kjölfar námsins hér heima og segir Martin að stutta svarið við því af hverju þau fóru þangað sé að hann hafi farið á þriðja ári í Johns Hopkins­háskólann í Baltimore og verið undir handleiðslu Hans Tómasar Björnssonar, sem nú er nýkominn heim. „Skipulagið í Bandaríkjunum heill­ aði. Þar er allt mjög formfast og rann­ sóknarumhverfið heillandi. Svo áttum við fyrirmyndir á Landspítala sem höfðu farið þessa leið,“ segir Martin og Anna grípur boltann. „Ég held við höfum aldrei rætt það sérstaklega. Ég held við höfum alltaf bæði ætlað til Bandaríkjanna.“ Í sérsniðnu paranámi Þau sóttu um sem par. Það tryggði að þau myndu lenda á svipuðum slóðum í Banda­ ríkjunum og fengu stöðu á sitthvorum spítalanum í Boston. Martin fór á Brigham and Women‘s­spítalann sem tilheyrir læknadeild Harvard og Anna í læknadeild Massachussetts­háskóla, (UMass), sem er um klukkustund fyrir utan Boston. „Við bjuggum mitt á milli og ferðuð­ umst bæði í hálftíma sitt í hvora áttina úr úthverfi Boston.“ Bæði fóru þau svo í undirsérgreinar í Duke í Norður­Karólínu, hann í svæfingar fyrir hjarta­ og lungna­ skurðaðgerðir og gjörgæslulækningar og hún sérhæfði sig í Parkinson og hreyfi­ truflunum. Martin segir Bandaríkjamenn upp­ tekna af tölfræði sem hafi leitt af sér þetta sérstaka fyrirkomulag að bjóða pörum sem eru bæði læknar að lenda á svip­ uðum slóðum. „Þeir hafa tölfræði sem sýnir að pör séu líklegri til að útskrifast úr prógrömmum en einstaklingar,“ segir hann. Við ræðum muninn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og hér á landi. „Það eru „Við spyrjum okkur stundum að því sjálf af hverju við komum heim,“ segir Anna Björnsdóttir taugalæknir. Þau hjónin Anna og Martin Ingi Sigurðsson svæfingalæknir eru að koma lífi sínu í fastar skorður eftir langt og strangt nám í Bandaríkjunum, fæðingu frumburðarins og baráttu Önnu við að komast inn á rammasamning sérfræðilækna, sem yfirvöld höfðu lokað og sagt fullan. Nú horfir lífið björtum augum við þeim. Martin er nýtekinn við stöðu prófessors og yfirlæknis í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskóla Íslands og á aðgerðasviði Landspítala og eftirspurn eftir sérfræðiþjónustu Önnu er svo mikil að biðin er hálft ár. Heim í faðm fjölskyldunnar ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.