Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - May 2019, Page 36

Læknablaðið - May 2019, Page 36
240 LÆKNAblaðið 2019/105 hann sé mátulega fullur. Enginn hugsar út í að peningurinn kemur í raun úr sama vasanum.“ Samningsleysið áfall En hvernig var fyrir Önnu að koma heim, komast ekki á rammasamning og hefja baráttuna? „Ég get ekki sagt annað en að það hafi verið mikið áfall,“ segir hún. „Það er erfitt að lenda í svona mótlæti þegar maður kemur heim með þekkingu sem maður hefur lagt mikið á sig til að afla og veit að þörfin fyrir hana er mikil. Ég hugsaði aftur og aftur: Af hverju er ég að standa í þessu? Ég held að svarið sé að okkur líður vel á Íslandi, en ekki síður er mikilvægt að þjónustan sé til staðar fyrir sjúklingana. Þeir eru gríðarlega þakklátir og ánægðir. Þeir eru ánægðir að þetta hafi gengið í gegn á endanum. En ég get ekki sagt annað en að þetta var ekki umhverfið sem ég bjóst við að koma í.“ Anna hóf störf í september í Lækna­ setrinu og 6 vikum síðar var hún komin á samning við Sjúkratryggingar. Nú starfar hún eftir endurgreiðslureglugerðinni eins og aðrir. „Þetta hefði aldrei átt að verða að vandamáli, en það gekk á endanum sem er það sem skiptir máli.“ Finnst þeim hjónum íslenska heilbrigð­ iskerfið gott, með einkastofum og einu sjúkrahúsi á höfuðborgarsvæðinu? Martin segir mikilvægt að læknar hafi möguleika á að vinna á fleirum en einum vinnustað. „Mörgum bandarískum læknum finnst sérstakt að ég hafi sérhæft mig í svæfing­ um við hjartaaðgerðir og komið svo heim þar sem eini möguleikinn sé að sinna þeirri undirsérgrein á Landspítala og það allt til 2052 þegar ég verð sjötugur.“ Það sé stór ákvörðun að ætla að koma heim vit­ andi að aðeins einn vinnustaður er í boði. „Nú þegar ég hef meiri innsýn í rekstur fyrirtækis Önnu sé ég að þetta rekstrar­ form er hagkvæmara fyrir ríkið en fólk áttar sig á. Það er líka mikilvægt til að létta álaginu af sjúkrahúsinu.“ Mikilvægt sé jafnframt að henda ekki út hlutum sem hafi virkað vel. Hugsa verði um heilbrigð­ isþjónustuna sem fjárfestingu, hvort sem horft sé til heilsu fólks eða til þess að forða ríkinu frá frekari útgjöldum. Alþjóðleg samvinna Martin Ingi hefur stundað rannsóknir af kappi og stefnir á að halda því áfram í nýju starfi. „Ég vil nota það besta frá hverjum stað og halda í það sem vel er gert,“ segir Martin hæverskur en hann dregur rannsóknarsamstarf bæði við Harvard og Duke að borðinu fyrir Háskóla Íslands og hefur komið á skiptiprógrammi sérfræðilækna milli Landspítala og Harvard. „Það er styrkur íslensks heilbrigðis­ kerfis hvað læknar hafa sótt framhalds­ menntun víða. Þá hefur maður tengsl þegar leita þarf ráða við erfiðar aðstæður hér á Íslandi. Það höfum við bæði gert þennan tíma sem við höfum verið hérna,“ segir hann og nefnir einnig kosti rann­ sóknarsamstarfs við erlenda sérfræðinga. „Það er ýmislegt sem hægt er að gera á Íslandi sem er erfiðara í öðrum löndum,“ segir hann. „Á Íslandi eru menn góðir í jarðfræði. Jarðvísindamenn okkar birta greinar í blöðum á borð við Science á hverju ári,“ segir hann. „Við erum líka mjög góð í erfðafræði. Við búum að fyrirtækjum eins og deCODE og Hjartavernd sem hafa um áratuga skeið safnað upplýsingum um arfgerð og svipgerð þjóðarinnar á heimsmælikvarða. Svo höfum við kennitöluna sem nýtist til að tengja saman erfðaupplýsingar og sjúkragögn og jafnframt til að fylgja eftir þróun sjúkdóma. Við getum haldið utan um sjúkdómsgang allra með kennitölu og eigum að nýta okkur það. Svo eru hér margir miðlægir heilbrigðisgagnagrunnar, sem er einstakt miðað við Bandaríkin,“ segir Martin. Þá sé mikill kostur að sjúk­ lingar séu meðhöndlaðir svipað og gerist á Vesturlöndum. „Þá er Ísland nógu stórt til að áhrif sjaldgæfra sjúkdóma skekki ekki niður­ stöðurnar. Samsetning sjúkdóma og erfða­ þættir sem tengjast þeim eru sambærilegir því sem gerist annars staðar. Lykillinn að því að ná árangri er að átta okkur á því í hverju við erum góð.“ Halda læknaleyfinu við Þið stefnið ekki aftur út? „Við vorum með 6 mánaða uppgjör um daginn og gáfum lífinu á Íslandi 8 af 10 í einkunn,“ segir Martin. „Daginn sem ég fékk prófessors­ stöðuna endurnýjaði ég reyndar lækna­ leyfi mitt í Norður­Karólínu.“ Anna segir þau halda möguleikunum opnum. „Við endurnýjum læknaleyfi okkar og viðhöld­ um prófunum okkar að minnsta kosti um sinn til að eiga möguleika á að fara aftur út ef okkur hugnast.“ Þau ætli þó að sitja Trump af sér. „Ég held að það sé ágætisplan að halda út til ársins 2020 og taka stöðuna þá,“ segja þau Anna og Martin.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.