Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - May 2019, Page 38

Læknablaðið - May 2019, Page 38
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þótt talið sé að Bárðar saga Snæfellsáss sé ekki sagnfræðirit má snemma í sögunni finna mannlýsingu þar sem Marfan­ heilkenninu er lýst. Það rann upp fyrir Þórði Harðarsyni þar sem hann var með útskriftarhópi sínum úr Menntaskólanum í Reykjavík frá árinu 1960 í boði sendi­ herrans Auðuns Atlasonar í Vínarborg árið 2015 og flutti Pálmi R. Pálmason verkfræðingur þakkarræðu fyrir hönd hópsins. Hann vitnaði í söguna þar segir frá Þorkatli skinnvefju: Hann var manni firnari en systrungur við Bárð að frændsemi og hafði verið fæddur upp fyrir norðan Dumbshaf. Þar er illt til vaðmála og var sveinninn vafinn í selaskinnum til skjóls og hafði það fyrir reifa og því var hann kallaður Þorkell skinnvefja. Hann var þá frumvaxta er hér var komið sögunni. Hann var hár maður og mjór og langt upp klofinn, handsíður og liðaljótur og hafði mjóva fingur og langa, þunnleitur og langleitur, lágu hátt kinnarbeinin, tannber og tannljótur, út­ eygður og munnvíður, hálslangur og höf­ uðmikill, herðalítill og miðdigur, fæturnir langir og mjóvir. Frár var hann og fimur við hvaðvetna ... Bárðar saga Snæfellsáss. Íslendingasögur, Svart á hvítu, Reykjavík 1985: 48. „Ég þóttist sjá strax þegar ég heyrði og svo sá þessa lýsingu hvað væri á seyði. Raunar er það svo þegar ég les þessa lýsingu fyrir kollega mína, lækna, koma margir þeirra, með greininguna eins og ég gerði þarna,“ segir Þórður. Greiningin verði þó aðeins leidd af líkum. „En mér finnst vera sterkar líkur til þess að sá maður sem er í huga höfundar­ ins og er fyrirmynd Þorkels skinnvefju hafi haft þennan sjúkdóm,“ segir Þórður sem fór skilmerkilega yfir málið eftir aðalfund Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Hátt í 30 voru mættir og skemmtu sér vel yfir erindinu. En hvaðan kemur þessi áhugi Þórðar á sjúkdómsein­ kennum í Íslendingasögunum? „Margir læknar eru grúskarar á ýmsum sviðum. Við höfum mörg gaman af því að grauta í mörgu. Vonandi kunnum við að sökkva okkur í fagið okkar en áhugamál lækna eru mjög víðfeðm,“ segir Þórður þar sem við setjumst niður á skrifstofum Læknafélagsins og ræðum málin. Þórður er á leið á fund öldunga í húsakynnunum þennan dag og kíkir við hjá Læknablaðinu. „Nú á dögum gengur sjúkdómsgrein­ ingin talsvert út á erfðagreiningu, en lýsing sagnamannsins í Bárðar sögu Snæ­ fellsáss af þessum klínísku einkennum stendur alveg fyrir sínu,” segir Þórður. En er til trafala að greinast með Marfan­ heil­ kenni? „Maður skyldi halda að þetta fólk gyldi fyrir að hafa þennan sjúkdóm en það er ekki endilega svo. Margir af þessum sjúklingum með heilkenni Marfan eru ágætlega á sig komnir líkamlega og jafnvel Marfan-heilkenni er lýst í Bárðar sögu Snæfellsáss Vart er leiðum að líkjast! Eða hvað? Talið er að Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti, Tútankamon faraó, Osama Bin Laden hryðjuverkamaður, Sergei Rachmaninoff tónskáld og Michael Phelps sundkappi hafi verið eða séu með svokallað Marf- an-heilkenni. Það á líka við um marga körfuboltakappa NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum. Þórður Harðarson, prófessor emeritus, segir að þótt Marfan-heilkenninu hafi fyrst verið lýst af Antoine Marfan árið 1896 í læknisfræðilegum tilgangi bregði lýsingu á þessu heilkenni einnig fyrir í Bárðar sögu Snæfellsáss, einni af íslensku fornsögunum, um 750 árum fyrr. Handritið AM 490 4to sem geymir einvörð- ungu Bárðar sögu Snæfellsáss og er með hendi Torfa Jónssonar (1617-1689), sennilega ritað í Skálholti um 1640. Á myndinni er textinn með lýsingu á sjúkdómseinkennum Marfan- heilkennisins. Myndina tók Sigurður Stefán Jónsson og hún er birt með leyfi Stofnunar Árna Magnússon- ar á Íslandi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.