Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - May 2019, Page 39

Læknablaðið - May 2019, Page 39
LÆKNAblaðið 2019/105 243 íþróttamenn. Frægir sundmenn og körfu­ boltamenn.” Hvað er Marfan­heilkenni? Heilkennið er arfgengur bandvefssjúkdómur. Hann leggst aðallega á hjarta og æðakerfi, augun og stoðkerfið. Einstaklingar með Marf­ an hafa sérkennandi útlit, eru hávaxnir, grannir, útlimalangir og með langa fingur. En stafar fólki hætta af þessum sjúkdómi? „Alvarlegasti fylgikvilli sjúkdómsins er víkkun á ósæð (aorta), sem getur á endan­ um rifnað og valdið alvarlegu heilsutjóni eða dauða,“ segir Þórður. „Fylgjast þarf með þróuninni árlega og grípa inn í ef æðin er hratt víkkandi eða komin upp fyr­ ir tiltekið bil.“ Þórður segir aðalmeðferðina við heil­ kenninu hafa falist í gjöf betablokka sem lækka blóðþrýsting og minnka spennu í æðum líkamans. „Menn hafa verið að prófa sig áfram með önnur lyf á síðari árum. Angíótensín­blokka og flóknari lyf sem blokka tiltekna vaxtarþætti í band­ vef.“ En á eftir að grúska meira í Íslendinga­ sögunum og finna fleiri heilkenni? „Menn eru alltaf að þessu grúski. Besta dæmið í nútímanum er Óttar Guðmundsson sem hefur pælt mikið og glæsilega í geðtrufl­ unum í Íslendingasögunum.“ Þórður samsinnir því að lýsingarnar í sögunum séu nokkuð nákvæmar. „Já, já. Nefna má að í Ívars þætti Ingimundarson­ ar er að finna einhverja fyrstu lýsingu á samtalsþerapíu, þar sem að ungur maður í ástarsorg nýtur samtalsmeðferðar hjá Nor­ egskonungi.“ Þá er vert að spyrja Þórð hvernig svona grúsk gagnist? „Þetta er alveg vita gagns­ laust,“ segir Þórður glettinn. „En vonandi skemmtilegt fyrir suma.“ Ætlar hann þá að fara með niðurstöðu sína víðar? „Ætli ég sleppi því ekki,“ segir hann um leið og hann útilokar það ekki. „Það er óráðið.“ Hvað er Marfan? „Heilkenni Marfans erfist með ríkjandi hætti og stafar af stökkbreytingu í geninu FBN1 á 15. litningi. Það gen skráir fyrir glýkópróteininu fibrillin­1, sem er nauðsynlegt til myndunar og viðhalds teygjanlegra bandvefsfasa (elastic fibres). Afleiðing þessarar stökkbreytingar er því sú að bandvefur verður óeðlilega teygjanlegur,” sagði Þórð­ ur Harðarson þegar hann lýsti heilkenninu í fyrirlestri sínum í Þjóðminjasafninu. Bandvefsfasann má finna í sérlega ríkum mæli í ósæð, liðböndum og linsufestingum augans. „Það skýrir meðal annars ósæðarvíkkun, aukinn hreyfanleika í liðum og los á linsu, sem getur allt átt sér stað í misríkum mæli hjá Marfan­sjúklingum. Aðrir geta verið nánast einkennalausir. Meðallífshorfur sjúklinga sem greinast ekki og fá ekki viðeigandi læknismeðferð er um 45 ár, en margir þeirra geta náð háum aldri ef þeir fá nauðsynlega meðferð.” Talið er að meðal vestrænna þjóða sé algengi sjúkdómsins um 1:5000. Þórður Harðarson hefur greint sjúkdóma í fleiri Íslendingasög­ um. Athygli vakti þegar Jesse L. Byock benti á það í Scientific American árið 1996 að Egill Skallagrímsson hefði líklega haft beinasjúkdóm, þá helst Pagets­sjúkdóminn, hugmynd sem Þórður og Elísabet Snorradóttir birtu í Skírni árið 1984. „Þegar beinin (sem líklega eru Egils) voru grafin upp reynast þau mikil og þung en sérstaklega er hausinn stór og þungur, beinin þykk. Menn reyna að höggva í hausinn en það dældar hann bara en brýtur ekki. Hausinn var allur báróttur,“ segir Þórður. „Mér fannst einsýnt að þarna væri verið að lýsa beinsjúk­ dómi og líklega væri um Pagets­ sjúkdóminn að ræða.“ _________ Í þessu tölublaði Læknablaðsins er einnig fjallað fræðilega um Pagets­sjúkdóminn og Egil. Lýsti Agli Skallagrímssyni með Pagets Myndir sem Þórður sýndi á fyrirlestrinum og sýnir Marfan-heilkenni. Mynd/frá Þórði

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.