Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 42

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 42
246 LÆKNAblaðið 2019/105 isfræðilegu innlagnar ástæðurnar hjá okk­ ur eru að aldraðir fá lungnabólgu, að það fjara undan öldruðum á heimili þeirra og þar fram eftir götunum. Þetta krefst ekki flókinna meðferða á hátæknisjúkrahúsi. Lítil sjúkrahús geta líka náð mjög góðum árangri í að veita meðferð við algengum vandamálum sem krefjast ekki flókinna lausna. Mér finnst að íbúar á landsbyggð­ inni eigi líka rétt á því að fá að koma í heiminn og kveðja hann í sínu nærum­ hverfi í stað þess að vera sendir landshluta á milli fjarri ættingjum, og einnig að fá þá heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita þar, en auðvitað þarf stundum að leita annað eftir sérhæfðri þjónustu,“ segir Jón. Hann vonar innilega að ráðamenn beri skynsemi til að halda áfram sjúkrahús­ rekstri á stöðum eins og Neskaupstað og Ísafirði því lífsgæði íbúanna myndu skerð­ ast verulega ef þeim yrði lokað. Á FSN er veitt göngudeildarþjónusta í ýmsum sér­ greinum, gerðar valaðgerðir sem eru aðallega dagaðgerðir og gerðar maga­ og ristlispeglanir. „Með þessu spörum við íbúum og Sjúkratryggingum Íslands nokk­ ur hundruð ferðir út fyrir landshlutann á hverju ári,” segir Jón. 350 manna vinnustaður Samtals vinna um 350 manns hjá HSA, þar af um 120 á FSN. Þegar Jón er spurður hvernig gangi að manna stöður fagfólks úti á landi kemur fram að tilhneigingin hefur verið sú að læknar á Íslandi vilja helst halda sig á höfuðborgarsvæð­ inu. „Eins og staðan hjá okkur er í dag eru aðeins þrír af læknunum okkar búsettir í Neskaupstað, svæfingalæknir, aðstoðar­ læknir og barnalæknir. Ég er sjálfur í hlutastarfi með búsetu í bænum og annar skurðlæknir í hlutastarfi býr í Noregi. Eini fastráðni lyflæknirinn er í hlutastarfi og býr í Svíþjóð. Á móti kemur að við erum með stóran hóp af tryggum afleysinga­ læknum með ýmsar sérgreinar sem koma til okkar reglulega og fylla í eyðurnar þar sem vantar að manna, og gera það að verkum að þjónustan sem veitt er á FSN er að mörgu leyti fjölbreyttari en ella. Einnig fáum við til okkar talsvert af yngri lækn­ um og læknanemum. Við fáum svo líka heimsóknir reglulega. Þá koma þvagfæra­ skurðlæknir, kvensjúkdómalæknir, háls­, nef­ og eyrnalæknir, hjartalæknir og augn­ læknir,” segir Jón og bætir við að það séu allir tilbúnir til að hjálpast að við að láta hlutina ganga, andinn á FSN sé góður og þar sé gott að vinna. Gott að vinna sem læknir úti á landi Jón segist vera alsæll í sínu starfi á Austur­ landi, honum líki vel að vinna sem læknir úti á landi. „Já, það er ekki spurning, samfélagið er lítið og maður kynnist skjól­ stæðingum sínum á annan hátt. Mér líkar vel að vera stórt tannhjól í lítilli maskínu frekar en öfugt. Tempóið í sveitinni er líka allt annað og afslappaðra en í bænum. Ég efast um að ég myndi vilja skipta þessu starfi fyrir eitthvað annað, að minnsta kosti ekki úr þessu.” Draumaland skotveiðimannsins Spurður um helstu áhugamál hans er ekki komið að tómum kofanum. „Ég á ýmis áhugamál. Helsta ástríðan eru skotveið­ ar, hef stundað þær síðan ég var ungur. Ein af ástæðunum fyrir því að mér líkar svo vel að vinna fyrir austan er sú að þar er draumaland skotveiðimannsins. Ég á velviljaða bændur í Norðfjarðarsveit sem gera mér kleift að komast á gæsaveiðar án þess að þurfa að fara langt frá Neskaup­ stað, sem er sérstaklega hentugt þegar ég er alltaf á bakvakt. Mér finnst líka gaman að hreyfa mig, hleyp og hjóla og er með svart belti í karate. Ég stunda hesta­ mennsku með Gunni konunni minni og dætrum, auk þess sem og við erum með fjóra hunda á heimilinu,” segir skurðlækn­ irinn. Jón og Gunnur með börnun- um sínum í útlöndum sólbrún og sæl, frá vinstri: Dagbjört Ósk 9 ára, Sædís Embla 17 ára, Helgi Freyr 26 ára og Snæfríður Björg 23 ára. Ljós- mynd/einkasafn

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.