Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 45

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 45
LÆKNAblaðið 2019/105 249 ógagn,“ segir hann og vísar til dæmis í að rannsóknir á rétt tæplega 1850 einstakling­ um hafi sýnt að þeir sem fengu ópíóíða í meira en 7 daga væru helmingi líklegri til þess að hafa skerta vinnufærni eftir eitt ár en aðrir með sambærilegan áverka, sárs­ auka og skerðingu á vinnugetu við slysið. „Önnur stór rannsókn sýndi að ávísun ópíóíða innan 15 daga frá áverka var tengd lengri fjarveru frá vinnu, jafnvel eftir að leiðrétt var fyrir alvarleika áverka, vinnu­ sögu og öðrum lýðfræðilegum breytum. Lengri fjarvera úr vinnu var einnig tengd stærri skömmtum af ópíóíðum.“ Börnin reið við lækna Spurður hvers vegna margir læknar fari ekki eftir klínískum leiðbeiningum segir hann að svo virðist sem oft gæti þeirrar afstöðu hjá þeim að þeir horfi framhjá óheillatíðindum af öðrum sjúklingum en sínum eigin. „Þegar við gerum athugasemdir virðast sumir læknar halda að það sé nægileg röksemd að gengið hafi vel með þeirra sjúkling, þess vegna eigi hann að fá að nota lyfið áfram,“ segir hann. „Það er eins og það sé ekki nóg að það deyi fjölmargir á ári hverju og að hér séu hundruð inn­ lagna,“ segir hann. „Það er kannski af því að sjúklingurinn tók stærri skammt en hann átti að taka, en það er einmitt gallinn við lyfið að fólk vill taka meira en það á að taka.“ Sömu hugsun sé ekki beitt þegar komi að öðrum lyfjum. Læknar sem vinni ekki með vandann eins og fíknilæknar og geðlæknar sjái iðulega ekki afleiðingarnar af því þegar eitthvað misfarist. Til að mynda séu mörg börn fólks sem misnoti lyfin bitur. „Þau eru sár og reið út í læknana því mamma eða pabbi eru ekki lagi. Það er ekki hægt að bjóða vinum í heimsókn. Þau fá ekki að borða og svo framvegis,“ sagði Andrés og bætti við að læknar verði að horfa á heildarmyndina. Andrés segir verið að þrengja að notk­ un þessara lyfja. ADHD­lyf séu aðeins afgreidd þeim sem hafa greiningu og skír­ teini og ekki megi skrifa út lyfseðil með ávanabindandi lyfi ef annar slíkur lyfseðill er fyrir í lyfjagáttinni. „Það má hugsa sér fjölmargar leiðir til þess að aðstoða lækna við að takmarka ávísanir ávanabindandi lyfja. Ef hvítkyrni fara undir 1000 míkrólítra meðan sjúkling­ ur tekur clozapin er gjöf þess hætt. Alveg eins væri hægt að ákveða að ef notkun ávanabindandi lyfja fer yfir til dæmis einn ráðlagðan dagsskammt á dag alla daga ársins skuli gjöf ávanabindandi lyfja hætt,“ segir hann og bætir við að ekki ætti að vera hægt að endurnýja ávanabindandi lyf í gegnum síma eða Heilsuveru. „Læknasamfélagið þarf að hefja um­ ræðu um hvaða hjálpartæki það óskar eftir til þess að fá aðstoð við að takmarka notk­ un ávanabindandi lyfja.“ Vill sjá teymi um ADHD-greiningar Aðalmunurinn á tíðum greiningum ofvirkni og athyglisbrests, ADHD, hér á landi og í nágrannalöndunum er auðvelt aðgengi að þeim hér á landi. Þetta sagði Andrés Magnússon á fundi Læknaráðs. „Víðast hvar erlendis sjá sérstakar stofnanir eða deildir um að greina ADHD og setja börn og fullorðna á viðeigandi meðferð og síðan lyf ef ekkert annað gagnast. Hér á Íslandi er aðgengi til þess að sækja greiningu fyrir ADHD mjög gott. Líka er tiltölulega gott aðgengi að þeim sérfræðingum sem geta hafið þessa meðferð,“ sagði hann. Hið mikla umfang stofurekstrar lækna á Íslandi auki þetta aðgengi. Andrés segist ekki vita hvort landsmenn séu ofgreindir með ofvirkni­ og athygl­ isbrest. „En við höldum að best væri ef hér væri svo öflugt ADHD­ teymi að það gæti séð um allar greiningar, í það minnsta hjá fullorðnum.“ Eins og staðan sé nú geti einstaklingar gengið á milli sálfræðinga og lækna þar til þeir fái þá niðurstöðu sem þeir vilja. Hann telur þetta meðal ástæðna þess hve margir eru á slíkum lyfj­ um. „Fyrir utan að það er mikil umræða og meðvitund um ADHD á Íslandi.“ Alma Möller landlæknir sagði mikið agaleysi Íslendinga einnig spila þarna inn í. „Við viljum „quick­fix“. Andrés Magnússon, Ólafur B. Einarsson og Alma Möller á fundi Læknaráðs. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.