Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - May 2019, Page 48

Læknablaðið - May 2019, Page 48
252 LÆKNAblaðið 2019/105 Síminn hringir þegar við Valgerður erum rétt sestar niður. Þetta eru spennandi tímar. Dóttir hennar bíður eftir henni á fæðingardeild Landspítala. Hún er á heim­ leið með nýfæddan litla ömmustrákinn, fyrsta ömmubarnið, og dóttir bíður móður sinnar. Það leynir sér ekki að Valgerður er spennt. Nýtt líf og svo mikil gleði. En við ætlum að ræða störf hennar fyrir líknar­ deildina, starf sem umkringt er sorg. Eða hvað? Valgerður bendir á að það sé ekki gefið. „Það getur líka verið sorg í kringum fæðingar rétt eins og það getur ríkt gleði hér á líknardeildinni. Við erum ekkert alltaf að tala um dauðann. Við erum að tala um lífið. Við vinnum með lífið svo lengi sem það varir.“ Hver með sitt bjargráð Valgerður segir misjafnt hvort síðustu dagar hverrar manneskju fari í uppgjör á lífi hennar. „Við höfum öll mismunandi bjargráð. Sumir þurfa að fara í gegnum alla hluti og tjá sig. Aðrir reyna eins og þeir geta að halda í hversdaginn. Lifa eins og áður,“ segir hún. „Það þýðir ekki að þeir séu í afneitun. Þeir nota önnur bjargráð.“ Það skiptir hana máli að átta sig á hverri manneskju því þannig nái hún árangri í starfi. „Samskipti og traust eru númer eitt, tvö og þrjú.“ Hún fer í gegnum sögu líknardeildar­ innar. Hvernig Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra vígði starfsemina til leiks fyrir tveimur áratugum. Hvernig líknardeildin var byggð á þróunarverkefni Krabbameinsfélagsins um heimaþjón­ ustu. Sjálf er Valgerður með sérmenntun í krabbameinslækningum og hefur allt frá upphafi stýrt deildinni. Hún telur deildina vart hafa komist í gagnið nema fyrir til­ stuðlan Oddfellow­reglunnar sem árið 1997 varð 100 ára og réðst í verkefnið að því tilefni. „Ekki aðeins hafa meðlimir Oddfellow byggt deildina upp öll þessi ár heldur hafa þeir sópað og skúrað eftir sig,“ segir hún og er þakklát. Konur drifkraftar líknar Athygli vekur að konur eru máttarstólpar og drifkraftar líknardeildarinnar, ekki að­ eins þegar kom að uppbyggingunni heldur einnig í starfseminni sjálfri. „Sigríður Kristjánsdóttir hjúkrunar­ fræðingur og félagi í Oddfellow barðist fyrir þessu verkefni innan hreyfingar­ innar. Hún hafði sjálf fengið krabbamein. Síðan áttum við hauk í horni sem var Vigdís heitin Magnúsdóttir, forstjóri Landspítalans.“ Hún nefnir einnig Önnu Stefánsdóttur þáverandi hjúkrunarfram­ kvæmdastjóra. Fyrst afhenti Oddfellow vestasta húsið. Unnu frá fokheldu, innréttuðu og afhentu Landspítalanum fullbúið 16. apríl 1999. Smám saman hefur reglan byggt við starf­ semina; dagdeild, 5 daga deild og kapellu. Árið 2012 var líknardeild aldraðra á Landakoti sameinuð starfseminni og rým­ um fjölgað úr 8 í 12. Það sé nóg samkvæmt stöðlum, segir Valgerður. Í það minnsta fyrir höfuðborgarsvæðið. „En það er mikilvægt að byggja þjón­ ustu til að styrkja landið og miðin,“ segir hún. „Það hefur gengið hægt og rólega.“ Líknardeildin sé ekki aðeins í kringum þessi 12 rými því um 150 sjúklingar njóti heimaþjónustu hennar. Líkn af fagmennsku Einn karlkyns sérfræðilæknir vinnur nú á líknardeildinni, annars allt konur. „Ég segi að það sé miður.“ En svona sé stað­ an einnig í Bandaríkjunum og Evrópu. „Líkn er ekki endilega hátt skrifuð innan læknisfræðinnar. Margir halda að við séum í handayfirlagningum eða svo góðar stúlkur. En ég er ekkert góð stúlka. Ég er fagleg eins og ég verð að vera til að lifa af í svona starfi áratugum saman.“ Líknar­ læknar verði að kunna að setja mörk og vita hvernig best sé að bregðast við ólíkum uppákomum. „Við verðum að hafa þjálfun í sam­ skiptum, geta tekið á móti erfiðum ásök­ unum, verðum að hafa færni til að flytja erfiðar fréttir og vera hreinskiptin og heiðarleg. Ég lít svo á að styrkur minn liggi þar og hef trúað því að ég geti notað sjálfa mig sem verkfæri í samskiptum,“ segir Valgerður. Fleiri njóta líknardeildarinnar Valgerður segir mikilvægt að víkka út líknarþjónustuna. Hún hafi þjónað þeim „Við vinnum með lífið svo lengi sem það varir“ Ekki er hægt að segja annað en Valgerður Sigurðardóttir hafi verið á tímamótum í apríl. Líknardeildin, þar sem hún er yfirlæknir, varð tvítug í mánuðinum, hún varð amma og náði sjálf löggiltum starfslokaaldri. „En vinna ekki allir læknar lengur?“ spyr hún á þrítugasta ári sínu við líkn. Við Valgerður setjumst niður í einu litlu eldhúsanna á líknardeild, sem hefur vaxið og dafnað í húsakynnum gamla Kópavogshælisins. Þrátt fyrir ríka sögu og erfiðar stundir undir þaki hússins er andinn þar góður. Á þessum tímamótum ræðum við starfsemina og starfið sjálft, sem er umvafið einu stærsta áfalli í lífi hverrar fjölskyldu, því að missa nákominn. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.