Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 49

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 49
LÆKNAblaðið 2019/105 253 vel sem greinast með krabbamein. „Hins vegar hefur gengið erfiðlegar að ná til annarra sjúklingahópa. Það er mikill misskilningur að aðeins krabbameinssjúk­ lingar þurfi á líknandi nálgun að halda. Það er stóra verk efnið framundan,“ segir hún. „Innan heilbrigðisráðuneytisins hefur staðið yfir vinna við samþættingu líknar­ og lífslokameðferðar á landinu öllu. Það er mikið fagnaðarefni sem vonandi verður til þess að fleiri njóta þeirrar þjónustu sem þurfa á henni að halda.“ En af hverju fór Valgerður í krabba­ meinslækningar og endaði í líknarlækn­ ingum? „Ég var kannski ekki alveg nógu ánægð í læknisfræðinni en þegar ég fór að vinna í þeirri litlu starfsemi sem var í kringum krabbameinssjúklinga fann ég mig,“ segir hún. „Það hefur alltaf átt betur við mig að takast á við flókin verkefni. Einfaldar lausir höfða ekki til mín.“ Hún lærði á Radiumhemmet, sem er hluti af Karolinska sjúkrahúsinu í Stokk­ hólmi. „Þar fékk ég fljótt áhuga á öðrum hliðargreinum krabbameinslækninga. Ég var um tíma hjá sálfélagslegri einingu. Svo sótti ég ráðstefnur um líknarþjónustu. Þannig að þegar ég kom heim byrjaði ég strax að vinna við líkn,“ segir hún. Starfið felist í að finna lausnir við hæfi hvers og eins. „Maður þarf að hugsa út fyrir boxið,“ segir hún. „Það skiptir ekki máli hvort einstaklingur á tvo daga, tvær vikur eða tvö ár ólifað. Við getum gert mjög margt og notum alla tækni sem hægt er ef við teljum það hjálpa viðkomandi.“ Lífið er fallvalt En hugsar fólk öðruvísi um lífið þegar unnið er í kringum dauðann? „Við skynj­ um vel hversu fallvalt lífið er og að lífs­ hamingjan er ekki eitthvað sem allt í einu dettur í fangið á manni eða maður getur krafist, heldur gerist á hverjum degi í litl­ um augnablikum,“ segir hún. „Vissulega getur verið erfitt séu mörg andlát með mikilli sorg og erfiðleikum. En það getur verið fullnæging í starfi að sjá að einstaklingi líður betur, nýtur daganna betur og samskipta við sína nánustu af því að tekist hefur með lyfjum og aðbúnaði að bæta líðan hans – að fólk geti lifað betur þangað til það deyr.“ Valgerður Sigurðardóttir hélt upp á 20 ára afmæli líknardeildarinn- ar þann 16. apríl. Sjálf hefur hún unnið við að líkna í þrjá áratugi. Mynd/gag Á móti líknardrápi Þjáningar og lífslok. Hver er afstaða Valgerðar Sigurðardóttur yfirlæknis á líknar­ deild Landspítala til líknardrápa? „Ég hef séð mig tilneydda til að taka opinbera af­ stöðu til málsins,” segir hún. „Ég upplifi sterkan lobbíisma í fyrsta skipti. Þingsályktunartillögur hafa verið settar fram tvö ár í röð. Ég hef alltaf verið andstæðingur líknardráps og lít svo á að það eigi ekki samleið með líknarmeðferð, þó að ég skilji alveg að í læknisfræðinni er ekkert svart og hvítt,“ segir hún. „Áhersla mín er á lífið, ekki dauðann. Mitt er að bæta lífið þannig að dauðinn geti komið með ró og reisn. Í öll þessi 30 ár sem ég hef unnið í líknarþjónustu, frá árinu 1989, eru ekki margir sjúklingar sem hafa óskað eftir að ég stytti líf þeirra. Auðvitað kemur alltaf öðru hvoru einhver sem vill ræða þetta: Get ég ekki fengið stóru sprautuna? En þegar við ræðum það nánar er ljóst að fólk er þreytt. Það sér ekki hvernig það á að halda út. Það hefur kannski ekki fengið góða einkennameðferð. „Eitt er að ræða þetta og annað að taka ákvörðun,“ segir hún. „Svo er alltaf eitthvað sem hægt er að gera til að bæta líðan,“ segir hún. „Það gleymist hvað lífsviljinn er sterkur. Það er eins og maður geti alltaf bætt við sig klukkustundum, dögum eða vikum.“

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.