Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 4
Hörrækt Smára Ólasonar og Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur Hörplantan er talin upprunnin í Vestur- Asíu. Hún er talin ein af fyrstu nytja- plöntum sem menn nýttu sér. I Babý- lóníu, Assýríu og Egyptalandi var hör- plantan nytjajurt frá ómunatíð. Þaðan barst þekking á notkun hennar til Egypta, Grikkja, Rómverja og Frakka. I grafhýsum Egypta hafa fundist vegg- myndir sem lýsa í smáatriðum hvernig hörplantan var ræktuð og nýtt og lík- klæði múmíanna sýna fínspunninn hör og þróaða vefnaðartækni. Hugsanlegt er að hör hafi verið rækt- aður á fyrstu öldum Islandsbyggðar þó engar beinar sannanir séu fyrir því. En allt frá því á 18. öld eru til greinagóðar frásagnir um tilraunir til hörræktar. Má t.d. um þær fræðast í ágætri grein Áslaugar Sverrisdóttur textíllistakonu í tímaritinu Hugur og hönd, árgangi 1982. Hún nefnir þar m. a. nokkrar tilraunir sem gerðar voru á 20. öldinni, s.s. hörrækt Rakelar P. Þorleifsson, konu Jóns Þorleifssonar listmálara, en þau bjuggu í Blátúni við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. I garði þeirra hóf Rakel hör- rækt 1935 og stundaði hana a.m.k. á annan áratug. Hún hafði óbilandi trú á möguleikum hörræktar á íslandi. Sveinn Björnsson forseti stóð fyrir hörræktar- Ingibjörg Styrgerður og Smári á hörakrinum (Ijósm. Ingibjörg og Smári). 4 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.