Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 8
rún Jónsdóttir
kirkjulista kona
Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona.
Það má með sanni segja, að Sigrúnu
Jónsdóttur kirkjulistakonu þurfi vart að
kynna fyrir lesendum blaðsins. A jóla-
föstu árið 2000 kom út metsölubókin
„Engin venjuleg kona“, skráð af Þórunni
Valdimarsdóttur sagnfræðingi, og segir
þar frá litríku lífi listakonunnar.
Aftast í bókinni er afar fróðlegur við-
auki, sem séra Jakob Ágúst Hjálmarsson
dómkirkjuprestur skrifar um list Sigrúnar
Jónsdóttur. Auk þess er þar skrá yfir
helstu sýningar hennar og skrúða í ís-
lenskum kirkjum. Hann tekur þar nokk-
ur verk og fjallar sérstaklega um, til að
gefa yfirlit um þróun í verkum hennar
og skrúðagerð í gegnum árin og segir m.
a: „Hún hefur skapað mikinn fjölda
listaverka og í kirkjum landsins eru
flestir hinna frumsömdu hökla gerðir af
henni.. .Hver hökull er öðrum ólíkur og
sérstakt listaverk.. .Almennt bera þeir
vott um hugmyndaauðgi og frumleika í
táknrænni tjáningu.'*1
I ágústmánuði sama ár var sett upp
viðamikil og glæsileg sýning „I ljósi
dýrðar“ í Hallgrímskirkju, listakonunni
til heiðurs. Þar voru sýndir höklar frá
ýmsum kirkjum landsins, stólur, altaris-
klæði og ýmsir listmunir unnir í batik og
vefnað, auk hátíðabúnings sem hún
hannaði þjóðhátíðarárið 1974. Sigrún á
langan starfsferil að baki, bæði við
kennslustörf og listsköpun hér heima og
erlendis. Hún hefur haldið fjölda sýn-
„Mynd hökulsins er... tengd kirkjuhúsinu sjdlfú og eða umhverfi kirkjunnar. Kirkjufellið sem gnœfir
yfir Grundarfjörð og bátur á sjónum sem fellið speglast í eru aðalþœttir myndarinnar... Fólkið og
lífþess er tekið gilt og helgað tákni krossins sem minnir á faðmlag og upplyftar hendur í lofgjörð".
Heimild: Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu. Jakob Ágúst Hjálmarsson, Reykjavík
2000. Myndin er tekin á sýningunni „I Ijósi dýrðar“ í Hallgrímskirkju í ágústmánuði, 2000.
Ljósm.: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir.
1
Þórunn Valdimarsdóttir, Engin venjuleg kona. sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, viðauki. Reykjavík, 2000.
8 HUGUR0GHÖND