Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 11
Raudur batíkhökull í Stranaarkirkju.Einn af fáum batíkhöklum Sigrúnar í íslenskum kirkjum
Óhlutbundin og dulmn mynd. Dúfa/engill sýnist vera grunnþáttur myndarinnar á höklinum.
Texti: Séra Jakob A. Hjálmarsson. Ljósm.: Sami.
Batíkverk Sigrúnar í Víkingasal Hótels Loftleiða.
Sigrúnar Jónsdóttur.
'r eru þrír víkingar aftólf. Ljósm.: Ur safhi
fimmleytið og á þá bænastund. Þannig
byrjar hún hvern dag, í kyrrð og ró fyllir
hún hugann krafti til að takast á við
listsköpun sína. Þessar dýrmætu morgun-
stundir meðan hugurinn er frjór notar
hún til að setja niður mynstur í viða-
mikil verk, eða vinnur að frumskissum
að nýjum verkum. Seinni part dags sest
hún við útsauminn, sem hún getur
unnið þó ekki sé algert næði.
Fallega sumarhúsið hennar í Vík í
Mýrdal tekur vel á móti okkur, en
Sigrún kann að láta gestum sínum líða
vel. Ut um gluggann blasir við þvottur á
snúru, sem verður okkur umræðuefni
um stund. En menning mannsins felst í
ýmsu og Sigrún minnist ömmu sinnar,
hún kunni þá list að hengja upp þvott.
Sokka átti að hengja þannig að hællinn
snúi móti sólu. Þetta er bara eitt gamalt
verklag sem hægt er að hafa heimspeki-
legar vangaveltur um, hvað hafi tilgang
og hvað veiti vellíðan.
Sigrún fór ung að heiman, hún sest á
skólabekk í Kvennaskólanum í Reykja-
vík haustið 1936, þá fimmtán ára
gömul. Skólavistin undir stjórn
Ingibjargar H. Bjarnason átti strax vel
við hana, þar ríkti góð regla og
stjórnfesta í öllu starfi. Að loknu námi
við Kennaraskóla Islands í
handmenntum 1947 heldur Sigrún til
Svíþjóðar og hyggur á framhaldsnám
sem geti nýst henni við kennslustörf, en
námið tók brátt stefnu inn á braut
listsköpunar.
Árið 1950 innritast hún í Kunst-
industriella skolan í Gautaborg, sem var
virtur skóli á Norðurlöndum og víðar.
Sem menntuðum handmenntakennara
fannst Sigrúnu ráðlegast að halda sig við
textíldeildina og útskrifaðist úr fram-
haldsdeild textílfræða eftir sex ára nám.
I fyrstu var námið þrotlaus vinna í
skissugerð, en mikil áhersla var lögð á að
æfa og læra grunninn svo hann verði
„hluti af manni sjálfum".
Hún einbeitti sér að textílnáminu og
tileinkaði sér það á sem flestum sviðum,
með það í huga að koma því á framfæri
síðar og vinna þá úr þjóðlegum efnum
eins og íslensku ullinni. En íslenska
ullin olli henni vonbrigðum í
tilraunavinnu, hún var ekki sama efnið
og það efni sem hún þekkti frá Svíþjóð.
Eftir þær tilraunir fór hún inn á
annað svið og lagði þá fyrir sig batík,
sem er ævaforn listgrein og byggist á
gamalli hefð, en var nær óþekkt hér á
landi. Sigrúnu fannst batíkin höfða svo
sterkt til Islands, og tekur sem dæmi; ef
maður flýgur yfir landið þá finnst
manni allt landið vera ein batík, sprung-
urnar, hraunið, árnar og ströndin. Upp-
runi batíklistarinnar er talin vera á eyj-
unni Jövu sem er í Indlandshafi. Jafnvel
er talið að Java sé móðir jarðar. Ef maður
les sögu Jövu og Islands er ótrúlega
margt líkt með þeim, næstum eins og
tvíburar. Hvor tveggja eru eldfjallaeyjar
og báðar hafa verið undir stjórn annarra
þjóða. Það hefur mikil áhrif á fólk og
það er fólkið sem hefur áhrif á listina,
aðlögun fólksins og rætur þess er grund-
völlur fyrir sanna list, skapandi list. Ef
grunnurinn er ekki góður verður listin
aldrei sönn.
HUGUROGHÖND 11