Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 12
Sigrún í Stokkhólmi 1955, með efoið sem hún vann úr glertrefrum. Sigrún er til h&gri á
myndinni. Ljósm.: Ur safni Sigrúnar Jónsdóttur.
Batíkverk Sigrúnar Jónsdóttur í
Víkingasal Hótels Loftleiða
Sigrún varð þekkt batíklistakona hér á
landi á sjöunda og áttunda áratugnum en
á þeim árum vann hún mörg stór og
mikil verk. Eflaust er mörgum minnis-
staett eitt verka hennar sem var í Víkinga-
sal Hótels Loftleiða en sá staður var afar
vinsæll á þessum árum. Upplýst batík-
verkin gáfu staðnum ljúfan en sterkan
svip. Með batíktækninni vann hún marga
hökla í kirkjur landsins auk annarra list-
muna. Þá voru mjög vinsælir batíklampar
og lampaskermar, sem báru milda og
notalega birtu. Svíar voru mjög framar-
lega í allri textíliðju á sjötta áratugnum
og ekki hvað síst í tauþrykki, sem Sigrún
lagði einnig stund á og var um tíma í
starfsnámi tengdu skólanum hjá Möln-
lycke vefnaðarverksmiðjunum, sem var
afar lærdómsríkur tími. Þar lærði hún
ekki eingöngu allt um þrykk, en einnig á
ýmsar vélar sem prófuðu slitþol efnis og
styrkleika lita. Þá voru komnar fram
nýjar vélar og í staðinn fyrir að láta efnin
ganga í gegnum öll þessi litaböð voru
komnir fram litir sem hægt var að baka
inn í efnið. Þetta var skemmtileg nýjung,
nú þurfti ekki svona óskaplega mikið
umstang, sem var krefjandi vinna við að
láta efni á stórum spólum eða stórum
römmum fara í gegnum ótal litaböð við
gerð hvers mynsturs.
Ein nýjung var að vinna efni úr gleri
og á Sigrún til efni sem hún vann úr
gleri og þrykkti á. Þá valdi hún það, sem
henni fannst sérstætt fyrir okkur og tók
hestinn sem mótíf, stílfærði hest og bjó
til mynstur. Glansinn á efninu gaf svo
skemmtilegar hreyfingar, því lét hún
upprunalegt efni haldast í hestinum, það
skein í gegnum hestinn, þannig varð
meira líf í honum, en þrykkið gerði
efnið mattara. Og hún er með Vík í
Mýrdal í huga, allar skeljarnar sem má
tína þar í sandinum og vinna úr íslenskt
efni, það gekk svo langt að hún kostaði
upp á tilraun fyrir sjálfa sig. En þá kom
í ljós að trefjarnar sem náðust úr
skeljunum voru of stuttar, það tókst ekki
að búa til þráð úr þeim með þeirri tækni
sem þá var til.
Hátíðarbúningur 1974
Sigrún fer ekki alltaf troðnar slóðir, og
árið 1974 hannar hún nýjan „þjóðbún-
ing“ sem fékk nafnið „Hátíðarbúningur
1974“, en kveikjan að þeim búningi var
sú, að frú Oddný Thorsteinsson sendi-
herrafrú kemur til hennar og biður hana
að vinna fyrir sig skautbúning sem hún
gerði og segir jafnframt: „Eg gerði hann
eins nákvæmlega sem ég hafði vit og
getu til eftir mynstrum Sigurðar Guð-
mundssonar málara. Það eru eiginlega
fallegustu mynstur sem maður getur
hugsað sér, þau eru þjóðleg og umfram
allt miklir dýrgripir. Það er voðalega
erfitt að taka að sér að vinna verk sem
hefur verið skapað af manni sem er
látinn. Það verður að gera með sérstakri
tilfinningu og virðingu svo ekkert eyði-
leggist“. Sigrún lagði mikla rækt við að
vinna búninginn eftir fýrirmælum Sig-
urðar Guðmundssonar og vonar að sér
hafi tekist það. Eftir mikla umhugsun og
fundahöld með Oddnýju var valið eitt af
mynstrum Sigurðar, sem hún lét haldast
í gegnum allan búninginn, á skauttreyju,
neðan á samfellunni og endaði á að
sauma það í slæðuna. Þessi búningur
þykir afburðafagur. Þegar Margrét Dana-
drottning var gestur hér, fól forseti
Islands Oddnýju að vera leiðsögumaður
drottningar og bar Oddný skautbún-
inginn, sem vakti mikla athygli.
Nú fannst Sigrúnu að hún væri búin
að sýna góð og mikil tilþrif og langaði að
láta dætur sínar njóta góðs af og sauma á
þær skautbúning og gefa þeim. Þetta var
árið 1973 og fram undan var mikið
hátíðarár 1974 en þá voru liðin ellefu-
hundruð ár frá íslandsbyggð, sem átti að
minnast með heiðri og sóma. í tilefni
þess vildu listamenn leggja eitthvað nýtt
til og koma á framfæri. Dætur hennar
Svava og Sigurborg, þá upprennandi
ungar konur lögðu til að í staðinn fyrir
að sauma skautbúning kæmi hún með
nýjan búning. Eftir mikla umhugsun sá
Sigrún að þetta var alveg rétt hjá þeim.
Þá voru liðin hundrað ár frá því að
Sigurður Guðmundsson kom fram með
skautbúning sinn.
Nýi búningurinn átti að vera allt í
senn, þjóðlegur, kvenlegur og eins
rammíslenskur og við erum sjálf, sem er
afar mikilvægt að mati Sigrúnar. Með
aðstoð dætranna fékk búningurinn það
form sem hann heldur enn. Lítilsháttar
breytingar eða lagfæringar hafa verið
gerðar á sniðinu í gegnum árin. Bún-
ingurinn er ekki eins aðskorinn og í
fyrstu, sniðið er frjálsara og þannig
12 HUGUROGHÖND