Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 13

Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 13
Dœtur Sigrúnar, Sigurborg og Svava 1974 í HátíSarbúningnum, batík. Við búninginn bera þœr höfuðfat, svokallaðan hött. Ljósm.: Ur safni Sigrúnar Jónsdóttur. hentar það betur. Sniðið er alltaf það sama, pilsið er aðeins styttra að framan, sem sýnir fallega skó og gefur líkam- anum skemmtilegri þokka, meiri vídd er í pilsinu að neðan og erminni að framan. Sigrún leggur mikið upp úr ermunum, og segir það tákn konunnar hvernig hún hreyfi hendurnar. Við búninginn má nota sams konar silfur og við hina búningana. Eða velja saman persónulega skartgripi sem fara vel við mynstur búningsins. I raun vildi Sigrún komast eins langt frá skautbúningnum og unnt var, en komst ekki nægjanlega langt frá honum, því eitr af táknum hans er faldurinn sem táknar fjöllin og jöklana og hún gat ekki fundið annað sem hæfði búningnum betur. I slæðuna velur hún efni sem minnir á ísinn sem breiðir sig frá fjallatindum niður snæviþaktar hlíðar. Mynstrin eru algjörlega frábrugðin mynstrum Sigurðar Guðmundssonar. Gegnumgangandi eru fjögur mynstur, sem hún bindur við sálma, kvæði, eða önnur þjóðleg áhrif sem hafa snordð hana og fest í huga. Efni búninganna eru í fallegum litum og minna á umsögn um litrík klæði fornkvenna. En umfram allt efni sem aðlagast þannig hreyfingum manneskjunnar að þau vaxa upp og verða lifandi og falleg. Mynstrin heita „Eilífðar smáblóm“ sem er úr þjóðsöngnum okkar, „Bláfjallageimur", „Ogrum skorið“ og „Landsýn“ sem var ógleymanleg sýn þeim sem sigldu heim í gamla daga m.a. með Gullfossi. Bryndís Schram sendiherrafrú á búning með mynstrinu Landsýn sem hún bar í veislu í boði Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu á síðasta ári. Fegurðardrottningar Islands hafa um áraraðir fengið fyrsta búninginn „Bláfjallageim" lánaðan; það mynstur er handmálað á flauel og er búningurinn nær útslitinn. Sigrún hélt námskeið í búningasaumi, sem var mjög vel sótt og eiga margar konur búninginn. Hún hefur kallað þennan búning Hátíðarbúning 1974. Konur eiga að vera umhyggjusamar og rækta með sér kvenlegar dyggðir Sigrún leggur mikla áherslu á að konur eigi að vera umhyggjusamar og rækta með sér allar kvenlegar dyggðir, og gera þær að sérkennum sínum. Hún henti penslinum frá sér á sínum tíma, en notar hann helst við skissugerð, en hefur Eitt eilífíar smáblóm, Bláfjallageimur, Hátíðarbúningur. Hátíðarbúningur. Ljósm.: Kristín Schm. Jónsdóttir. eiginlega lagt allt sitt líf af mörkum við það að skapa nálinni þann sess í huga fólksins, að hún sé metin á sama hátt og pensillinn í hendi listamannsins. Og telur að það sé ekkert í listum sem hefur meira jafnvægi en pensillinn og nálin, hvað sem við sköpum á það fullkomlega sama rétt. Það er bara eftir því hvernig með það er farið. Um árabil rak Sigrún Galleri Kirkju- muni, sem var við hlið Alþingishússins við Austurvöll. Þar seldi hún ýmsa list- muni bæði unna af henni sjálfri og inn- flutta muni. Á efri hæðinni var sýn- ingarsalur og þar rak hún einnig skóla og kenndi þar á námskeiðum ýmsar handlistir. Seinustu þrjá áratugi hefur hún einkum helgað sig kirkjulist og er í dag þekktust í hugum fólks sem kirkju- listakona. Sigrún lætur handvefa allt efni sem hún saumar hökla sína úr, hún vefur gjarnan prufu á lítinn vefstól sem hún lætur síðan vefa eftir, þannig getur hún nálgast hvert verkefni á persónu- legan hátt og aðlagað hverjum stað fyrir sig. En við gerð hvers kirkjuskrúða tekur hún mið af staðháttum, kirkjunni og sögunni sem hún fléttar inn í mynstur og efni og útfærir, svo hvergi á heima annars staðar. Með listsaumi fléttar hún saman mynstur með tilfmningu fyrir formum og litum og býr þannig til sýnilegan heilagleika, tákn kirkjunnar. Kristín Schmidhauser Jónsdótdr HUGUROG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.