Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 15
Blóm meðfjölstrendingum, 1981.
Fr<z, 1981.
Myndirnarþrjdr eru úr bókinni „Und ich sprach zu meinem Herzen, lass uns fest
zusammenhalten. “ Höfundur: Johann Christoph Hampe. Kiefel forlag.
hafa tekið ástfóstri við land og þjóð. Þeir
bræður sáu umrætt listaverk Höllu í
sjúkrahúsinu og fengu áhuga á að sjá
fleiri verk hennar. Litanotkun hennar og
hugmyndaauðgi hreif þá og þeir ákváðu
að ná sambandi við Höllu. Friedrich
Oidtmann kom síðan á fund Höllu árið
1974 og skoðaði verk hennar. Honum
leist það vel á að hann bauð henni að
koma til náms á verkstæði þeirra bræðra
og starfssamning að því loknu. Halla
þekkti lítið sem ekkert til glerlistar og
afþakkaði þetta góða boð. Henni fannst
hún ekki geta yfirgefið fjölskyldu sína.
En þeir Oidtmann bræður tóku afsvarið
ekki gilt og héldu áfram að endurtaka
tilboð sitt, höfðu samband símleiðis,
sendu bréf og gjafir. Að síðustu buðu
þeir Höllu og fjölskyldu hennar að
skoða Oidtmann verkstæðið í Linnich í
Þýskalandi. Þar leist henni svo vel á allar
aðstæður að hún ákvað að taka boði
þeirra. Hún fór til náms á verkstæðinu
árið 1977, það er eitt elsta og virtasta
verkstæði sinnar tegundar í Þýskalandi. I
síðari heimsstyrjöldinni eyðilagðist verk-
stæðið en var endurbyggt að stríðinu
loknu, það er heimsþekkt og viðurkennt
fyrir listræn og framúrskarandi vönduð
vinnubrögð. Mikið átak var fyrir Höllu
að fara í þetta nám, hún er hlédræg,
hafði aldrei áður ferðast ein erlendis og
tungumálakunnáttu var áfátt. Hún vann
bug á öllum erfiðleikum, þó stundum
hvarflaði að henni að gefast upp og fara
heim. Halla fékk hús til umráða í
Linnich og bjó þar ein þá þrjá mánuði
sem hún var þarna að þessu sinni. Síðan
hefur hún farið að minnsta kosti árlega
til starfa á Oidtmann verkstæðinu,
jafnvel oftar nú á síðari árum. Teikningu
í 1:10 og forvinnu verka sinna lýkur hún
á vinnustofunni í Keflavík áður en hún
fer á verkstæðið í Linnich. Þar eru 40-50
listiðnaðarmenn með mjög góða vinnu-
aðstöðu. Þar stjórnar Halla öllu verki við
myndir sínar, velur gler í viðkomandi
verk, úr nógu er að velja því þarna eru
yfir tvö þúsund litir og litbrigði til
staðar. Glerið er einnig með margs konar
mismunandi áferð. Handverksmenn
Oidtmannbræðra skera glerið en Halla
sér um að raða því saman og líma á gler-
plötu með þar til gerðu vaxi. Þegar allir
hlutar myndarinnar eru komnir á sína
staði handmálar Halla stundum á hluta
glersins, liturinn er svo brenndur í glerið
og því aftur komið fyrir á réttan stað í
myndinni. Þegar hún hefur fullgengið
þannig frá mynd sinni taka listiðnaðar-
mennirnir við og leggja blýið. Halla
HUGUROGHÖND 15